Jákvæð umfjöllun um golfvöllinn
03.07.2017
Golf á Skagaströnd: Háagerðisvöllur er fínn, krefjandi og þrifalegur
Í fréttamiðlinum Miðjunni er góð og jákvæð umfjöllun um golfvöllinn á Skagaströnd. Þar segir:
Það fyrsta sem mætir fólki sem kemur á Háagerðisvöll á Skagaströnd er snyrtimennska. Þar er allt hreint og öllu er sýnilega vel viðhaldið. Það næsta sem leitar á hugann, er hvernig unnt er að hafa eins góðan golfvöll, og Háagerðisvöll, í eins fámennu sveitarfélagi og Skagaströnd er. Það er nokkuð merkilegt.
Svarið er eflaust það sama. Mikil vinna fárra manna sem greinilega telja ekki eftir sér að sinna vellinum. Þeim hefur tekist vel upp.
Golfskálinn er lítill, en hann, sem og annað, er hreinn og umgengnin er til fyrirmyndar. Völlurinn er níu holur og par 36, eða 72 þegar leiknar eru átján brautir, tveir hringir. Völlurinn er 2543 metrar, eða 5086, af gulum teigum og 2254, eða 4508, af rauðum teigum.
http://www.midjan.is/golf-skagastrond-haagerdisvollur-er-finn-krefjandi-og-thrifalegur/