28.10.2016
Ísberg Ís
Í bókinni: Sjósókn frá Skagaströnd & Vélbátaskrá
1908-2010, eftir Lárus Ægi Guðmundsson segir
svo um þetta skip:
" Ísberg. Þetta var 350 tonna flutningaskip sem keypt
var frá Noregi 1983 og var í eigu félagsins Ok h/f en
í því átti Skagstrendingur h/f um fjórðungshlut.
Skipið sökk í fyrstu ferð sinni en mannbjörg varð".
Myndina tók Árni Geir Ingvarsson þegar verið var að
lesta skipið í Skagastrandarhöfn fyrir síðustu för þess.
Dagblaðið DV sagði frá sjóslysinu á eftirfarandi
hátt 2. maí 1983:
"Mannbjörg varð er nýasta skip íslenska kaupskipaflotans,
Isberg IS, sökk eftir árekstur um 70 sjómílur
austur af Grimsby síðdegis á laugardag."
Atburðurinn átti sér stað um
klukkan 4 að íslenskum tíma. Þýskt
flutningaskip, Tilla, keyrði inn í Isberg
á miðju skipi bakborðsmegin. Isberg
fór á hliðina á nokkrum mínútum og
var sokkið eftir tæpa klukkustund.
Skipverjarnir fimm komust í björgunarbát
og var bjargað upp í þýska
skipið, sem var tiltölulega lítið laskað.
Skipverjar voru fluttir til Grimsby og
komu síðan til landsins í nótt.
Skipstjóri á Isberg var Jón Steinar
Árnason. Að hans sögn var mikil þoka
yfir þegar atburðurinn átti sér stað og
skyggni aðeins um 300 metrar. Áreksturinn
gerðist mjög snöggt, en skipstjóri
Isbergs hafði þó séð hvað verða
vildi. „Við vorum byrjaðir að beygja
og reyna að forða okkur og síðan
stoppuðum við og gáfum þokumerki.
Eg prófaði að kalla til þeirra á örbylgjustöð
en það gekk ekkert og næsta
skref var bara að forða sér því skipið
var oltið. Það lagðist á hliðina á 3 til 5
mínútum enda fór þýska skipið alla
leið inn í lest," sagði skipstjórinn, er
DV ræddi við hann við heimkomuna í
nótt.
Isberg er 360 tonna frystiskip sem
var keypt frá Noregi og kom fyrst til
landsins fyrir tíu dögum. Það var
byggt árið 1972 og því 11 ára gamalt.
Eigandi þess var OK h/f á Isafirði.
Þetta var fyrsta ferð þess frá Islandi.
Skipið var á leiðinni frá Grimsby til
Cuxhaven með um 200 tonn af frystum
fiski er áreksturinn varð. Tilla, sem er
um 1000 tonna skip, var hins vegar á
leiðinni frá Þýskalandi til Bretlands.
ÓEF
28.10.2016
Opið Hús @ Nes Listamiðstöð
Opið Hús @ Nes Listamiðstöð
View this email in your browser
Komdu í kaffi og hitta óktober listamennina okkar !
Laugardagur 29th kl 16.00 - 18.00
27.10.2016
AUGLÝSING UM KJÖRFUND
Kjörfundur í Sveitarfélaginu Skagaströnd vegna kosninga
til Alþingis þann 29. október 2016 fer fram í Fellsborg þann dag
og hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 22.00
Kjörstjórnin
26.10.2016
Undanfarna daga hefur verið mikið um að vera á höfninni á Skagaströnd. Laugardaginn 22. október og sunnudaginn 23. október var landað um 170 tonnum úr 11 bátum. Mánudaginn 24. október lönduðu 16 bátar um 169 tonnum.
Skagastrandarhöfn er nú með facebook síðu þar sem hægt er að fylgjast með hafnarlífinu á Skagaströnd. https://www.facebook.com/skagastrandarhofn.skagastrond.5?fref=nf&pnref=story
21.10.2016
Spákonufellsrétt 1969.
Réttastörf í Spákonufellsrétt 1969. Fólkið á myndinni er,
frá vinstri: Jóhannes Hinriksson (d.27.10.1973) Ásholti,
Lárus Árnason (d. 21.5.2011) Ási, Anna Bára Sigurjónsdóttir Sunnuhlíð
og Kári Lárusson Ási.
Á þessum tíma var mjög algengt að menn á Skagaströnd ættu nokkrar
kindur og er talið að þá hafi verið allt að 3000 fjár í eigu Skagstrendinga
og starfandi var Sauðfjárræktarfélag Skagstrendinga.
Í dag (2016) má ætla að kindurnar séu milli 20 og 40.
Ef grannt er skoðað má sjá skátaskálann upp í hlíð Spákonufells. Skálann
ber yfir höfuð Önnu Báru. Skálann byggðu skátarnir á Skagaströnd
en hann stóð einungis í nokkur ár því hann sligaðist að lokum
undan snjó og eyðilagðist.
21.10.2016
Eftir hádegi mánudaginn 24.okt verður vatnslaust í efri hluta Bogabrautar, Hólabrautar og Fellsbrautar. Unnið verður að endurnýjun vatnslaga og getur verkið tekið hátt í 4 tíma.
20.10.2016
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, verður með námskeið um
Veðurfræði og útivist í Samstöðusalnum á Þverbraut 1 á Blönduósi
miðvikudaginn 26. október kl 18:00 - 22:00
Kennd verða áhrif fjalla og landslags á veður, einkum vinda, úrkomu og skýjafars. Farið er í megineinkenni veðurfars á Íslandi á öllum árstímum, hvernig hiti og vindur breytist með hæð. Þá er fjallað um jöklaveðráttu, skafrenning og megingerðir þoku.
Leiðbeiningar eru gefnar um aðgengilegar veðurspár, hverjar gagnast vel og hverjar síður fyrir ferðalanga í misjöfnu veðri.
Ath: Samstaða, SFR og Kjölur greiðanámskeiðið fyrir sína félagsmenn
Skráning á farskolinn@farskolinn.is eða í síma 455 6010
19.10.2016
Starfsmaður óskast til að annast heimilsjálp hjá eldri borgurum og öryrkjum á Skagaströnd.
Um er að ræða hlutastarf sem getur tekið breytingum eftir fjölda þjónustuþega.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar veittar á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar í síma 455 2700
Sveitarstjóri
17.10.2016
BioPol ehf á Skagaströnd hefur nú auglýst eftir matvælafræðingi til þess að hafa umsjón með matarsmiðju sem mun rísa í tengslum við rannsóknastofu félagsins. Hlutverk matvælafræðingsins verður fyrst og fremst að veita nauðynlega sérfræðiráðgjöf og aðstoða frumvöðla við að þróa vörur sínar í markaðshæft form. Jafnframt mun viðkomandi aðili aðstoða við uppsetningu gæðahandbóka og veita nauðsynlega ráðgjöf er varðar kröfur hins opinbera varðandi matvælaframleiðslu.
Matarsmiðjan mun hafa öll tilskilin leyfi til matvælaframleiðslu og skapar því möguleika fyrir frumkvöðla í matvælavinnslu til þess að taka fyrstu skref framleiðslu og þróunar á vörum sínum án þess að leggja út í miklar fjárfestingar. Ætti slík aðstaða meðal annars að geta nýst bændum sem vildu selja afurðir sínar beint frá býli.
Verkefnið er tilkomið vegna starfa landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra sem hafði m.a. það markmið að efla byggðaþróun og fjölga atvinnutækifærum á svæðinu.
Gert er ráð fyrir að Matarsmiðjan verði tilbúin til notkunar seint á þessu ári eða í janúar 2017 og eru bundnar vonir við að fólk af svæðinu muni sjá sér hag í að nýta aðstöðuna.
14.10.2016
Húni Hu 1.
Húni Hu 1 leggur af stað til síldveiða úr Skagastrandarhöfn með
nótabát í eftirdragi.
Ekki er vitað hvenær myndin var tekin.