Sumar í Árnesi á Skagaströnd

Árnes er elsta hús Skagastrandar, byggt undir lok 19. aldar. Það hefur nú verið fært í fyrra horf og búið húsgögnum og munum síns tíma. Opnunartími frá 1. júní 2010 eru sem hér segir: Þriðjudaga til föstudaga 16 -18 Laugardaga og sunnudaga 15 - 18  Aðgangur  að Árnesi er ókeypis á opnunartíma. Árnes er einnig spástofa Spákonuarfs og er  þar  hægt að fá lófalestur, spila- og bollaspár  gegn vægu gjaldi.  Minjagripir og ullarvörur til sölu. Opið á öðrum tímum eftir samkomulagi,endilega hafið samband í síma 861-5089. Menningarfélagið  Spákonuarfur.

Innritun í Tónlistarskólann

Innritun fyrir næsta skólaár fer fram sem hér segir:   Skagaströnd miðvikudaginn 26.maí kl: 15-18 Blönduósi fimmtudaginn 27.maí kl: 15-18   Húnavellir við skólaslit 28.maí   Skólastjóri

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagastrandar 2010-2022

Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti á fundi sínum 10. maí 2010 að auglýsa til kynningar tillögu að aðalskipulagi Skagastrandar  fyrir tímabilið 2010-2022, samkv. 1. málsgrein 18. gr. Skipulags og byggingarlaga nr 73/1997 með síðari breytingum. Skipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla munu vera til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar, Túnbraut 1-3 frá 25. maí til 22. júní 2010. Ennfremur er tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagastrond.is. Þar er einnig skýrsla vegna fornleifaskráningar. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Þeim skal skila til skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar fyrir 7. júlí 2010 og skulu vera skriflegar.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. Fyrir hönd sveitarstjórnar  Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri

Opið hús í listamiðstöðinni annan í hvítasunnu

Opið hús verður hjá Nesi listamiðstöð á annan í hvítasunnu, mánudaginn 24.maí frá klukkan 14 til 16 að Fjörubraut 8, Skagaströnd. Skaagstrendingar sem og aðrir eru hvattir til að líta inn og fræðist um það sem listamennirnir eru búnir að vera að fást við síðastliðin mánuð og mánuði. Listamenn mánaðarins eru: Mari Mathlin, myndlist, finnsk Oona Gardner, skúlptúr, bandarísk Katie Urban, blönduð tækni, bandarísk Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur Anne Marie Michaud, teikningar og skúlptúr, kanadísk Evelyn Rupschus, myndlist og ljósmyndun, þýsk Steinunn Ketilsdóttir, dansari og danshöfundur Melody Woodnutt, skúlptúr, innsetningar og gerningar, áströlsk

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar þriðjudaginn 18. maí 2010 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8:00.   Dagskrá: 1.       Ársreikningar sveitarsjóðs og stofnana 2009 a)     Endurskoðunarbréf b)     Afgreiðsla ársreiknings   2.       Bréf: a)     Samtaka dragnótaveiðimanna,  b)     Styrktarsjóðs EBÍ, dags. 6. maí 2010   3.       Fundargerðir: a)        Tómstunda- og menningarmálanefndar, 12.05.2010 b)        Fræðslunefndar, 17.05.2010 c)        Stjórnar SSNV, 21.04.2010 d)        Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 7.05.2010   4.       Önnur mál     Sveitarstjóri

Vorið er tími viðhalds á Skagaströnd

Í mörg horn er að líta þegar vorar á Skagaströnd. Unnið hefur verið að jarðvegskiptum vegna gámaplans sem mun gjörbreyta allri aðstöðu til móttöku á sorpi í bænum. Á meðfylgjandi mynd má sjá starfsmenn Sorphreinsunar Vilhelms við störf sín. Þessa dagana er verið að skipta um þak á gamla frystihúsið á Hólanesi enda er það gamla orðið ónýtt. Trésmiðja Helga Gunnars tók að sér verkið og á mynd sem fylgir sést hversu viðamikið verkefnið er. Vorhugur er í mönnum á Skagaströnd og nóg að gera. Sumir sinntu viðhaldi gatna en aðrir sáu um snyrtingu á leiðum í kirkjugarðinum. Og sumarið kemur sunnan yfir sæinn, sólin vermir loftið og bærinn lifnar við. 

Frá Tónlistarskólanum

Innritun fyrir næsta skólaár fer fram sem hér segir:   Skagaströnd miðvikudaginn 26.maí kl: 15-18 Blönduósi fimmtudaginn 27.maí kl: 15-18   Húnavellir við skólaslit 28.maí   Skólastjóri

Háskólanema vantar til starfa hjá BioPol

Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf á Skagaströnd leitar eftir háskólanema til starfa sumarið 2010.  Starfið felst í greiningu á svifþörungum úr sjó frá nokkrum stöðum úr Húnaflóa og tengist verkefni um kræklingarækt. Einnig mun viðkomandi taka þátt í frekari sýnatöku og úrvinnslu gagna.  Verkefnið getur verið upphafið af frekara samstarfi og jafnvel tengst lokaverkefni nemanda.  Áhugasamir hafi samband við Bjarna, verkefnisstjóra BioPol ehf., Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd, sími 452 2977, gsm síminn er 861 0058 og netfangið er bjarni@biopol.is.

Engin hætta á Skagaströnd, segir Nes listamiðstöð

„Sértu ekki sannfærður eða þú hafir einhverjar efasemdir um heimsókn þína á Skagaströnd, sendu okkur póst og við svörum þér um hæl.“ Þannig segir í niðurlagi fréttar sem birt er á ensku á heimasíðu Ness listamiðstöðvar á Skagaströnd. Fréttinni er beint til listamanna sem eiga pantað pláss í listamiðstöðinni eða hyggjast gera það. Markmiðið er að sannfæra listamenn að óhætt sé að ferðast til Íslands, eldgosið sé svo afskaplega langt frá bænum. Ástæðan fyrir fréttinni eru áhyggjur einstakra útlendra listamann og en ekki síður missagnir í erlendum fjölmiðlum sem þekkja ekki til aðstæðna hér á landi. Við liggur að í sumum þeirra sé allt landið undir áhrifasvæði Eyjafjallajökuls og landsmenn eigi svo óskaplega bágt. Með fréttinni er birt landakort og inn á það er Skagaströnd merkt sem og Reykjavík og Keflavíkurflugvöllum. Á kortið er afmarkað það svæði sem öskufallið hefur hingað til verið mest.  Slóðin á heimasíðu Ness listamiðstöðvar er www.neslist.is.

Einn framboðslisti á Skagaströnd.

Kjörstjórnin í Sveitarfélaginu Skagaströnd hefur tilkynnt að einungis hafi komið fram einn framboðslisti við sveitarstjórnarkosningarnar 29.maí n.k. - Það var H listi - Skagastrandarlistinn og er hann því sjálfkjörinn.   Skagastrandarlistinn er þannig skipaður   1. Adolf H. Berndsen framkvæmdastjóri 2. Halldór Gunnar Ólafsson framkvæmdastjóri 3. Péturína Jakobsdóttir skrifstofustjóri 4. Jón Ólafur Sigurjónsson tónlistarmaður 5. Jensína Lýðsdóttir skrifstofustjóri  6. Baldur Magnússon sjómaður 7. Valdimar J. Björnsson vélstjóri 8. Svenný H. Hallbjörnsdóttir veitingamaður 9. Björn Hallbjörnsson rafvirki 10. Birna Sveinsdóttir snyrtifræðingur   Skagastrandarlistinn hefur boðið fram til sveitarstjórnar frá árinu 1994 en 5 fulltrúar skipa sveitarstjórn.