01.12.2014
Vegna veðurs munum við fresta því að kveikja á jólatrénu á Hnappstaðatúni sem fyrirhugað var að gera 1. desember.
Þar sem sveitarfélagið varð 75 ára 2014 viljum við hinsvegar bjóða í kaffi í félagsheimilinu Fellsborg í dag 1. desember kl 17.00.
Sveitarfélagið Skagaströnd
28.11.2014
Við tendrum ljós
Mánudaginn 1. desember kl. 17.00
munum við kveikja á jólatrénu
á Hnappstaðatúni.
Vegna 75 ára afmælis sveitarfélagsins
viljum við nota þetta tækifæri til að bjóða
í kaffi í félagsheimilinu Fellsborg kl 18.00.
Sveitarfélagið Skagaströnd
28.11.2014
Áhöfn Örvars Hu 21
Áhöfnin á Örvari Hu 21 hélt upp á 300 milljóna aflaverðmæti á
kvótaárinu í september 1988, sem þá þótti gríðarlega mikið.
Frá vinstri: Sigurjón Ingólfsson, Árni Sigurðsson, Páll Valgeirsson,
Gylfi Guðjónsson, Kristján Alexandersson, Gunnar Jónsson,
Finnur Kristinsson, Sigurbjörn Björgvinsson, Jóhannes Simonsen,
Hjörtur Guðbjartsson (í efstu röð), Guðjón Sigtryggsson skipstjóri,
Sævar Hallgrímsson, Björgvin Karlsson, Axel Hallgrímsson (í efstu röð),
Sigurður M. Alexandersson, Ingibjörn Sigurjónsson, Quentin Bates,
Ingólfur Sveinsson, Óli Sigurjón Pétursson,
Þórarinn Grétarsson (í efstu röð), Rögnvaldur Ottósson,
og Hafsteinn Pálsson.
Myndin var tekin í Fellsborg.
21.11.2014
Skátar úr skátafélaginu Sigurfara á Skagaströnd á ferð í Vindhælisstapa í vetrarveðri. Ártal ekki vitað en líklega var myndin tekin um 1960. Frá vinstri: Jóhanna Valdemarsdóttir, Bergdís Sigmarsdóttir, Fjóla Jónsdóttir, Hrefna Þorbjörnsdóttir, Margrét Valdemarsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Steinunn Ellertsdóttir, Halldóra Ásmundsdóttir, Guðbjörg Þorbjörnsdóttir, Jóhanna Sigríður Pálsdóttir og Sigríður Ágústsdóttir. Sigurfari var stofnaður 26. mars 1959 en aðal hvatamaður þess, og fyrsti félagsforingi, var Ingólfur Ármannsson kennari við Höfðaskóla. Ingólfur kom frá Akureyri en þar var öflugt skátastarf sem hann hafði tekið þátt í. Sigurfari starfaði í u.þ.b. áratug lengst af undir stjórn Þórðar Jónssonar félagsforingja. Eftir að Þórður flutti frá Skagaströnd 1966 eða 1967 fjaraði undan félaginu og lagði það upp laupana smátt og smátt.
17.11.2014
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
miðvikudaginn 19. nóvember 2014 kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Dagskrá:
Fjárhagsáætlun 2015
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
Náttúrustofa Norðurl. vestra
Tónlistarskóli A-Hún
Fundur stjórnar 12.06.2014
Fundur stjórnar 7.10.2014
Fundur stjórnar 27.10.2014
Fjárhagsáætlun 2015
Vinabæjasamstarf
Skagastrandarhöfn - dýpkun
Bréf:
Stjórnar USAH, dags. 4. nóv. 2014
Skíðadeildar Tindastóls, dags. 9. nóv. 2014
Skíðadeildar Tindastóls, dags. 6. nóv. 2014
Farskólans, dags. 24. okt. 2014
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 29. okt. 2014
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 29. okt. 2014
Kirkjukórs Hólaneskirkju, dags. 28. okt. 2014
Eignarhaldsfélags BÍ, dags. 24. okt. 2014
Fundargerðir:
Stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún, 18.11.2014
Starfshóps um eyðingu lúpínu, 20.10.2014
Hafnar og skipulagsnefndar, 16.09.2014
Tómstunda og menningarmálanefndar, 30.10.2014
Stjórnar Bs. um menningu og atvinnum. í A-Hún, 5.11.2014
Heilbrigðisnefndar Nl. vestra, 7. okt. 2014
Heilbrigðisnefndar Nl. vestra, 30. okt. 2014
Aðalfundur Menningarrráðst Nl. vestra 16.10.2014
Menningarráð Nl.vestra, 14.10.2014
Stjórnar SSNV, 15.10.2014
Stjórnar SSNV, 29.10.2014
Aðalfundur Róta bs., 30.09.2014
Stjórnar Hafnarsambands Íslands, 31.10.2014
Stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 8.10.2014
Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 8.10.2014
Stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 3.11.2014
Stjórnar Samb. ísl. sv.félaga, 31.10.2014
Önnur mál
Sveitarstjóri
17.11.2014
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
miðvikudaginn 19. nóvember 2014 kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Dagskrá:
Fjárhagsáætlun 2015
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
Náttúrustofa Norðurl. vestra
Tónlistarskóli A-HúnFundur stjórnar 12.06.2014
Fundur stjórnar 7.10.2014
Fundur stjórnar 27.10.2014
Fjárhagsáætlun 2015
Vinabæjasamstarf
Skagastrandarhöfn - dýpkun
Bréf:
Stjórnar USAH, dags. 4. nóv. 2014
Skíðadeildar Tindastóls, dags. 9. nóv. 2014
Skíðadeildar Tindastóls, dags. 6. nóv. 2014
Farskólans, dags. 24. okt. 2014
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 29. okt. 2014
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 29. okt. 2014
Kirkjukórs Hólaneskirkju, dags. 28. okt. 2014
Eignarhaldsfélags BÍ, dags. 24. okt. 2014
Fundargerðir:
Stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún, 18.11.2014
Starfshóps um eyðingu lúpínu, 20.10.2014
Hafnar og skipulagsnefndar, 16.09.2014
Tómstunda og menningarmálanefndar, 30.10.2014
Stjórnar Bs. um menningu og atvinnum. í A-Hún, 5.11.2014
Heilbrigðisnefndar Nl. vestra, 7. okt. 2014
Heilbrigðisnefndar Nl. vestra, 30. okt. 2014
Aðalfundur Menningarrráðst Nl. vestra 16.10.2014
Menningarráð Nl.vestra, 14.10.2014
Stjórnar SSNV, 15.10.2014
Stjórnar SSNV, 29.10.2014
Aðalfundur Róta bs., 30.09.2014
Stjórnar Hafnarsambands Íslands, 31.10.2014
Stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 8.10.2014
Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 8.10.2014
Stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 3.11.2014
Stjórnar Samb. ísl. sv.félaga, 31.10.2014
Önnur mál
Sveitarstjóri
14.11.2014
Elínborg heiðruð
.
Á þessari mynd frá skólaslitum Höfðaskóla vorið 1995
heldur Elínborg Margrét Jónsdóttir (d. 7.1.2007) á gjöf
frá Skagstrendingum, sem Ingibergur Guðmundsson
skólastjóri Höfðaskóla, til vinstri, færði henni í tilefni þess að
Elínborg hafði starfað við skólann óslitið í 50 ár.
Í baksýn eru stúlkur úr lúðrasveit sem spilaði á skólaslitunum.
Elínborg var kennari við Höfðaskóla í áratugi og síðar
bókavörður á bókasafni skólans í nokkur ár.
Hún var alla tíð vakin og sofin yfir velferð skólans og þeirra sem
þar numu og störfuðu.
Til heiðurs Elínborgu hefur orðið til sú hefð í Höfðaskóla að
dagur íslenskrar tungu, sem er á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar,
16. nóvember, nefnist Elínborgardagurinn í Höfðaskóla.
Í ár verður Elínborgardagurinn haldinn hátíðlegur
miðvikudaginn 19. nóvember í Fellsborg þar sem nemendur
koma fram og flyta margvíslegt íslenskt efni.
08.11.2014
Tómstunda- og menningarmálanefnd boðar til almenns fundar um bæjarhátíðir á Skagaströnd. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 13. nóvember 2014, kl 20.30 í Fellsborg.
Á fundinum verður kannað og rætt hvaða hugmyndir íbúar hafa um bæjarhátíð á Skagaströnd og rætt um hvort, hvenær og hvernig slíkar hátíðir verði haldnar. Nefndin mun síðan vinna úr þeim hugmyndum sem fram koma.
Allir eru velkomnir á fundinn og sérstaklega óskað eftir að hugmyndríkt og skemmtilegt fólk mæti.
Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta en hafa góðar hugmyndir eru hvattir til að skila inn erindi til nefndarinnar. Hægt er að skila því inn á skrifstofu Sveitarfélagsins eða á netfangið: sigurlaugingimundardottir@gmail.com
Tómstunda- og menningarmálanefnd
07.11.2014
Í kvöld föstudagskvöldið 7. nóvember kl 20.10 verður spurningaþátturinn Útsvar á dagskrá RÚV í beinni útsendingu. Keppendur eru frá sveitarfélögunum Skagaströnd og Borgarbyggð.
Fyrir hönd Skagastrandar mæta:
Trostan Agnarsson, kennari við Höfðaskóla
Árni Friðriksson, jarðfræðingur og starfsmaður BioPol
Eva Ósk Hafdísardóttir, stuðningsfulltrúi við Höfðaskóla
Við óskum þeim góðs gengis í viðureign við harðsnúið lið Borgfirðinga.
07.11.2014
Es Laura 1910
Millilanda- og Strandferðaskipið Laura - Lára - á strandstað
á Bótinni, í mars 1910. Allir björguðust en skipið brotnaði á
strandstað því ekki tókst að draga það á flot aftur.
Í baksýn sér í norðanverðan Höfðann.
Svo vildi til að Guðrún Teitsdóttir (d. 17.6.1978) ljósmóðir í Árnesi -
Guðrún ljósa - var farþegi með skipinu í þessari síðustu ferð Lauru.
Hér fyrir neðan fer frásögn Guðrúnar af strandinu en frásögnin er
tekin af vefsíðu sem afkomendur Guðrúnar hafa sett út á netið, (ljosmodir.wordpress.com/amma-hefur-ordid/).
Myndina tók Evald Hemmert.
LÁRUSTRANDIÐ
"Haustið 1909 fór ég til Akureyrar til að læra að sauma. Ég hélt til hjá
Valgerði Ólafsdóttur frænku minni.
Hún bjó hjá syni sínum Halldóri. Hún kom mér fyrir hjá konu sem
kenndi saumaskap. Og var ég þar í 6 mánuði. Mér langar mjög mikið
til að læra dönsku því frænka mín var alltaf að lesa dönsku. Kom hún
mér þá fyrir hjá Jórunni Sigurðardóttur sem hafði kvennaskóla og tók
hún mig í dönskutíma og hafði ég gott af því.
Svo fór ég heim í mars með gömlu Láru. Gekk það allt vel þar til við
komum inn í Húnaflóa. Þar var hríðarveður. Stýrimaður kom inn til
okkar stúlknanna um morguninn og sagði okkur að við skyldum liggja
í rúminu þar til við kæmum til Skagastrandar um hádegisbil.
Kojurnar okkar voru inn af matsalnum en í honum sátu 13 Fransmenn
sem höfðu brotið skip sitt fyrir austan land og voru nú á leið suður.
Svo þegar skipið fór að taka niður þá fór að heyrast í körlunum og bar
mest á orðinu „malestia“ sem mér var sagt að væri svart blótsyrði og
er það eina orðið sem ég kann í frönsku. Við þurftum að drífa okkur í
fötin því skipið hallaði gífurlega. Og fórum upp á þiljur þá var
skipið strandað og hvítfrissandi bárur allt í kring. Við sáum til lands
framundan og okkur var sagt að við hefðum strandað fyrir utan
höfðann á Skagaströnd.
Svo voru settir út tveir bátar og vorum við stúlkurnar settar ofan í
annan bátinn ásamt öðrum. Og kom fyrsti stýrimaður og settist undir
stýrið svo var lagt af heimleiðis.
Ferðin tók klukkutíma og var það köld ferð.
Við komumst upp í víkina fyrir sunnan Hólanes og brutumst þar upp í
gegnum mikla skafla. Svo var mér fylgt út á bæ til móðursystur minnar
Maríu að nafni og bjó hún í Viðvík. Hún var móðir Gísla sem var faðir
Snorra og Snorri er faðir Gísla sem þú þekkir.
Fékk ég þar ágætis viðtökur og var þar um nóttina."