Þriggja manna lið sigrar í Drekktu betur
05.10.2009
Sigurvegarar í spurningakeppninni Drekktu betur síðasta föstudagskvöld voru þrír Elva Dröfn, María Jóna og Hrefna Dögg.
Spyrjandi var Írena Rúnarsdóttir sem stóð sig með afbrigðum vel þó ekki hafi hún staðið við gefið loforð um léttar spurningar. Írena var með fjölbreyttar spurningar og raunar frekar úr dægurhlið tilverunnar en hitt. Hins vegar vildu svörin oftast vefjast fyrir þátttakendum og gramdist mörgum það mikið og var nokkuð um frammíköll og læti. Írena stjórnaði hins vegar salnum með harðri hendi og lét engan komast upp með derring. Þannig eiga stjórnendur að vera.
Hér á eftir eru spurningar og rétt svör:
Kristján Hjartarson afi minn á skírnarsálm sem er í sálmabókinni númer hvað er hann? Svar: 254
Mörg gömul hús á Skagaströnd eiga sér nafn og er mitt hús eitt af þeim hvað heitir það? Svar: Hjarðarholt .
Hvaða ár og hvaða dag fór fór kántrýútvarpið fyrst í loftið? Svar: 14 nóvember 1992.
Eins og allir vita erum við með tvö lungu en þau eru ekki alveg eins hver er munurinn? Svar: Það hægra er með þrjú lungnablöð en það vinstra aðeins tvö.
Hver samdi bækurnar Þjóð bjarnarins mikla og Dalur hestanna ásamt fleiri bókum? Svar: Jean M. Auel.
Ef ég set tvo bolla af hveiti tvo bolla af salti og einn af volgu vatni í skál og hræri það saman hvað er ég þá búin að búa til? Svar: Trölladeig
Georg Lazenby, Timothy Dalton og Pierce Brosnan eiga það sameiginlegt að þeir hafa allir leikið sömu persónuna hver er það? Svar: James Bond.
Í skjaldarmerki Íslands eru fjórir landvættir hverjir eru þeir? Svar: Naut örn dreki og risi.
Í sögunni Sitjið guðs englar segir frá systkinum sem alast upp hjá mömmu sinni ömmu og afa. Pabbinn er oftast í burtu vegna vinnu hvað starfar pabbinn og hver skrifaði söguna? Svar: Pabbinn er sjómaður og Guðrún Helgadóttir skrifaði bókina .
Ef spurt er um uppruna hver af þessum fjórum passar þá ekki með hinum og hvers vegna Batman , ET, Stitch og Súperman ? Svar: Batman hann er jarðarbúi en hinir koma allir frá öðrum hnöttum .
Hversu margir eru hryggjarliðirnir í okkur ? Svar: þeir eru 33 ,7 hálsliðir, 12 brjóstliðir ,5 lendarliðir, 5 spjaldliðir og 4 rófuliðir .
Emelio Estevez er nokkuð frægur leikari hann á bróður og pabba sem eru líka frægir leikarar en bera ekki sama ættarnafn hverjir eru þeir ? Svar: Charlie og Martin Sheen .
Þegar þessi hljómsveit sló í gegn með fyrsta lagið sitt olli það hneyksli með glaðlegu lagi sem hét eftir gamalli orrustu þar sem þúsundir manna létu lífið hvaða hljómsveit er þetta og hvað heitir lagið ? Svar: Abba og Waterloo.
Í myndinni Thelma and Louise má sjá ungan leikara í aukahlutverki sem síðar átti eftir að slá rækilega í gegn hver er hann ? Svar: Brad Pitt.
Á norðanverðum Spákonufellshöfða er stapi hvað heitir hann ?Svar: Arnarstapi.
Poppgoðið Mikael Jackson lést fyrr á þessu ári hvaða dag var það ? Svar: 25 júní .
Hvaða ár var stjórnsýsluhúsið hér á Skagaströnd tekið í notkun ? Svar: 1986
Hvað heitir fyrsta ljóðabókin sem Rúnar Kristjánsson gaf út ? Svar: Ljóð frá Skagaströnd .
Nú í september lést leikarinn Patrick Swayze af völdum krabbameins aðeins 57 ára að aldri hvernig krabbamein var það sem dró hann til dauða ?Svar: krabbamein í brisi .
Hverjir sátu í fyrstu stjórn Skagstrendings ? Svar: Sveinn Ingólfsson, Karl Berndsen ,Guðmundur Lárusson,Guðmundur Jóhannesson og Kristján Hjartarson .
Lagið Kokomo með Beach boys er úr vinsælli kvikmynd hvaða mynd er það ? Svar: Coktail.
Hvað heitir mótleikona Patrick Swayze í kvikmyndinni Dirty dancing ? Svar: Jennifer Gray.
Hvaða ár var fyrsta verkalýðsfélagið stofnað á Skagaströnd ? Svar: 1907.
Í kvikmyndinni ET má sjá barnunga leikkonu sem í dag er orðin stórstjarna hvað heitir hún ?Svar: Drew Barrymore.
Hvaða ár kom fyrsti sjúkrabíllinn til Skagastrandar ? a.1984, b 1987, eða c 1989. Rétt svar 1987
Hvað heitir nýjasti diskurinn með hljómsveitinni Mannakorn ? Svar: Von
Árið 1992 gaf hljómsveitin Soul asylum út disk með lagi sem vakti mikla athygli meðal annars fyrir það að í myndbandi lagsins voru birtar myndir af týndum börnum sem varð svo til þess að eithvað af þeim fannst hvað heitir lagið ? Svar: Runaway train
Hver var fyrsti lærði sjúkraflutningamaðurinn á Skagaströnd ? Svar: Jónas Jónasson ( í Réttarholti )
Hver lék aðstoðarflugmann Tom Cruise í myndinni Top gun ? Svar: Antony Edwards
Hver lék aðalhlutverkið í myndinni La Bamba ? Svar: Lou Diamond Phillips.