Götumarkaður á Bogabraut
13.08.2012
Götumarkaður verður á Bogabrautinni á Kántrýdögum!Auglýstur tími er frá kl. 13-15 á laugardaginn - en fólki er guðvelkomið að vera lengur.
Hvetjum alla til að koma og vera með - saman getum við skapað skemmtilega stemningu.
Ekki þarf að panta pláss né borga fyrir aðstöðuna, bara koma með dót sem þið viljið selja (og kannski borð og stól), svo er bara að velja sér góðan stað í götunni.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Nefndin.