Skagginn 2015 - bæjarhátíð á Skagaströnd
07.08.2015
Dagskrá bæjarhátíðarinnar Skaggans 2015 liggur nú fyrir og verður borin í hús um helgina. Nánari útfærsla einstakra atriða verður kynnt á næstu dögum. Tómstunda- og menningarmálanefnd stendur fyrir dagskránni og óskar eftir samstarfi íbúa en einkum þó gleði þeirra og jákvæðu viðhorfi til að gera sér dagamun og eiga góðar stundir saman.
Skagginn 2015
Föstudagur 14. ágúst
10:30 - 24:00 Bjarmanes Café
Myndlistarsýningin „Eitt og annað“ – Herdís Þ. Jakobsdóttir.
Ljósmyndasýningin „Skepna“ – Vigdís H. Viggósdóttir.
13:00 - 17:00 Árnes, elsta húsið á Skagaströnd
Sýningin „Alþýðuheimili 1900-1920“.
13:00 - 18:00 Spákonuhof
Sýning- Þórdís spákona. Spáð í spil, bolla, rúnir og lófalestur.
18:00 Skagganum skotið af stað með fallbyssu við Bjarmanes Café
18:30 - 21:00 Útigrill á Borginni og hlaðborð inni
Tilboð á grillveislu í tilefni dagsins.
21:00 - 22:00 Ljóðaganga um Höfðann
Gengið um Höfðann og stansað á nokkrum stöðum til að lesa ljóð.
Lagt af stað frá Tjaldklaufinni.
21:00 - 24:00 Kósýkvöld í sundlauginni
Boðið upp á kaffi – sumarsvala og stemningu,
Frá kl. 22 verður 16 ára aldurstakmark.
23:00 - 01.00 Lifandi tónlist á Borginni (opið til kl. 03)
Gummi Jóns og Hjörtur Guðbjarts leika og syngja (frítt inn).
Laugardagur 15. ágúst
10:30 - 23:00 Bjarmanes Café
Myndlistarsýningin „Eitt og annað“ – Herdís Þ. Jakobsdóttir.
Ljósmyndasýningin „Skepna“ – Vigdís H. Viggósdóttir.
10:30 - 11:30 Froðudiskó á Kaupfélagstúni
10:30 - 12:00 Björgunarsveitin Strönd sýnir bíla og búnað
Við Björgunarsveitarhúsið Bjarnabúð.
10:00 - 11:00 Sjósund við Höfðann, mæting við sundlaug
Sundlaugin er opin kl 10:00 – 12:00. Lokað eftir hádegi.
12:00 – 13.00 Víðavangshlaup Umf. Fram við Höfðaskóla
Skráning á staðnum.
12:00 - 12:30 Björk
Skógræktarfélagið gróðursetur bjarkir í skjóli Spákonuhofs.
12:00 – 14:00 Samkaup Úrval býður upp á grillaðar pylsur
13:00 - 18:00 Sveitamarkaður í tjaldi við Árnes
Skráning söluaðila; gudlaug.gretars@gmail.com, 893 2645.
13:30 – 14:30 Opið listaverk í Bjarmanesi
Linda - listamaður í Nes byrjar á mynd sem gestir geta tekið þátt í.
14:00 – 17:00 Kaffihlaðborð í Bjarmanes Café, með gamaldags ívafi
Verð 1.800 kr; 6-11 ára 750 kr.; 0-5 ára frítt.
Flaututónlist Sibylle frá Nes listamiðstöð.
14:00 - 16:00 Grímugerð og andlitsmálun (Bjarmanes Café, neðri hæð)
13:00 - 17:00 Árnes, elsta húsið á Skagaströnd
Sýningin „Alþýðuheimili 1900-1920“.
13:00 - 18:00 Spákonuhof
Spáð í spil, bolla, rúnir og lófalestur.
14:00 – 14:30 Spákonugjörningurinn „Rúnakast – spáð í framtíðina“
Við Spákonuhofið.
14:00 - 15:00 Snarfari – hópreið hestamanna og teymt undir börnum
Teymt á Hnappstaðatúni.
13:00 – 15:00 Minigolfmót á svæðinu fyrir ofan Bjarmanes Café
Spilaðar sex holur, verðlaun fyrir 1. sæti – frítt.
„Hola í höggi“ á Hólanesi
Slegið á haf út til að hitta í fljótandi „holu“ (1.000 kr./3 boltar).
13:30 – 17:00 Hoppukastali á Hólanesi
14:00 – 17:00 Loftbolti á sparkvellinum (500 kr. / skipti).
13:00 - 13:30 Söngvaborg – barna og fjölskylduskemmtun
Skemmtunin verður á útisviði á Hólanesi.
15:00 - 18:00 Opin vinnustofa í Nes listamiðstöð
Kennsla í gerð heimatilbúinna myndavéla (12 ára og eldri).
21:00 - 23:00 Tónleikar á útisviði á Hólanesi
Ungir tónlistarmenn hefja skemmtunina og nokkrir eldri og reyndari taka einnig lagið. Guðmundur Egill, Gummi Jóns og fl. Dansatriði frá Nes – Cristine og Beate.
23:00 - 24.00 Varðeldur á Hólanesi
Varðeldasöngvar og kvöldstemning.
23:00 - 03:00 Ball á Borginni
Hljómsveitin Trukkarnir leikur fyrir dansi (2.000 kr).
Sunnudagur 16. ágúst
11:30 – 14:00 Brunch á Borginni
13:00 – 16:00 Gengið á Spákonufell
Lagt af stað frá golfvelli – leiðsögn.
13:00 - 21:00 Bjarmanes Café
Myndlistarsýningin „Eitt og annað“ – Herdís Þ. Jakobsdóttir.
Ljósmyndasýningin „Skepna“ – Vigdís H. Viggósdóttir.
13:00 - 17:00 Lummukaffi í Árnesi, elsta húsinu á Skagaströnd
Sýningin „Alþýðuheimili 1900-1920“.
13:00 - 18:00 Spákonuhof
Spáð í spil, bolla, rúnir og lófalestur.