05.04.2016
Reiðskólinn Eðalhestar verða með sumarnámskeið á Skagaströnd, þessar vikur er í boði:
30. maí - 3. júní 2016
6. júní - 10. júní 2016
Skráning er hafin í síma 867 1180 eða á FB.
www.facebook.com/Edalhestar
Kveðja
Halla og Maggi
05.04.2016
Kvenfélagið Eining verður með þriggja kvölda
félagsvist í félagsheimilinu Fellsborg.
Spilað verður mánudagskvöldin 11., 18. og 25. apríl.
Byrjað verður að spila stundvíslega klukkan 20:00
Aðgangseyrir 1.000 kr. hvert kvöld
en ef keypt er á öll þrjú kvöldin kosta öll kvöldin 2.400 kr.
Kaffiveitingar eru innifaldar í verði.
Vinningar eru í boði fyrir hvert kvöld, hæsti karl og
hæsta kona og svo að sjálfsögðu skammarverðlaunin.
Tekin verður heildarsumma allra kvölda og sá stigahæsti fær
veglegan vinning síðasta kvöldið.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Kvenfélagið Eining
01.04.2016
Hnúfubakur.
Í ágúst 1998 komu Ólafur Bernódusson
og Guðmundur J. Björnsson í land á
trillu sinni, Benna Ólafs, með hnúfubak í
eftirdragi.
Hvalinn höfðu þeir fundið dauðan á reki
norður með landi. Hnúfubakurinn var ungkálfur
- tarfur - um 10 metra langur. Hvalurinn
var dreginn upp í fjöru til að rannsóknamenn frá Hafrannsóknastofnun gætu skoðað hann og
tekið úr honum sýni.
Eftir sýnatöku og skoðun margra bæjarbúa var
hvalurinn dreginn aftur út á haf og fargað
þar.
Á myndinni er Hafró fólkið, íklætt hlífðarbuxum,
að undirbúa sýnatöku.
Guðmundur J. Björnsson stendur við sporðinn
í blárri peysu, aðrir eru óþekktir.
Til gamans má geta þess að reður hvalsins
var sendur til Reðursafns Íslands að ósk
eiganda safnsins en hann ætlaði að hafa
reðurinn þar til sýnis með öðrum slíkum
líffærum af hinum ýmsu spendýrum.
Myndina tók Magnús B. Jónsson.