FRAMBOÐSFUNDUR

Þriðjudaginn 22.maí nk. verður haldinn sameiginlegur framboðsfundur vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Fundurinn verður haldinn í Fellsborg og hefst kl 20:00. Fyrirkomulag fundarins verður með þeim hætti að þrír frambjóðendur frá hvoru framboði munu flytja framsöguerindi. Eftir að þeim er lokið mun verða tekið á móti fyrirspurnum úr sal. Einnig mun verða mögulegt að leggja fram skriflegar fyrirspurnir og skila í kassa sem staðsettur verður í anddyri Fellsborgar. Fundarstjórn mun verða í höndum Lárusar Æ. Guðmundssonar. Frambjóðendur

Mynd vikunnar

Sjómennska Við lendinguna í Bæjarvíkinni á Finnsstaðarnesi. Maðurinn sem stendur aftan við bátinn er Gunnlaugur Björnsson frá Efri-Harrastöðum og maðurinn fremst við bátinn er Davíð Sigtryggsson frá Neðri-Harrastöðum. Maðurinn á milli þeirra er óþekktur. Útræði var úr Bæjarvíkinni og enn má sjá ummerki eftir byggingar við víkina. Bátar voru sjósettir með handafli og síðan róið og eða siglt á miðin. Þegar komið var úr róðri var báturinn síðan dregin á land oft með hjálp snúningsspils en einnig oft bara á höndum. Þá skipti miklu máli að hafa góða hlunna til að draga bátinn eftir til að draga úr mótstöðunni. Þegar báturinn var svo kominn á sinn stað var oft borið í hann grjót til að hann fyki nú ekki og skemmdist. Aflanum var svo skipt á milli sjómannanna í fjörunni eftir ákveðnum reglum þar sem eigandi bátsins fékk meira en hinir. Senda upplýsingar um myndina

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar föstudaginn 18. maí 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 18.15. Dagskrá: Kjörskrá vegna sveitarstjórnakosninga 26. maí 2018 Samningur um slátt á opnum svæðum Samningur um skólamötuneyti Samningur um Reykjasafnið Tilkynning um fulltrúafjölda á Landsþing Sambandsins. Framkvæmdir 2018 – yfirlit um stöðu. Bréf Vegagerðar vegna smábátahafnar, dags. 9. apríl 2018 Vegna minnisvarða, dags. 12. apríl 2018 Guðlaugar Grétarsdóttur, 5. mars 2018 Örvars ehf, dags. 15. maí 2018 Skipulagsstofnunar dags. 3. maí 2018 Svarbréf til Skipulagssstofnunar, dags. 15. maí 2018 Fundargerðir Sameiningarnefndar sveitarfélaga í A-Hún, 27.04.2018 Stjórnar Hafnasambands Íslands, 19.03.2018 Stjórnar Hafnasambands Íslands, 23.04.2018 Stjórna Sambands íslenskra sveitarfélaga, 27.04.2018 Önnur mál Sveitarstjóri

Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins Skagastrandar

Kjörskrá vegna sveitarstjórnakosninga þann 26. maí 2018 liggur frami á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar frá 15. maí til kjördags. Kjörskrárstofninn miðast við þá sem áttu lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 5. maí 2018. Sveitarstjóri

Nes listamiðstöð :exhibition // sýning

RIPPLING WATER You are invited to the opening of the exhibition RIPPLING WATER by Pernelle Maegaard and Nina Maria Kleivan (our May Nes short stay residents) on: Saturday the 12th of May 17:00 - 18:00 at Salthús guesthouse, Einbúastígur 3, Skagaströnd. RIPPLING WATER is an art project about healing the world by the use of water. All healings are being recorded by photos and short texts. The healing can be used everywhere, where changes are needed. The project aims at the world as an inclusive gesture. We don’t conceive it as a mysterious ritual, this is to say that everybody has the power to heal. If you want a part in healing the world, just perform the ritual. Take a photo of it, and describe what you have healed. Send the material to us, and you will be included, as the exhibition continues out into the world. Mail to: nina@kleivan.dk and Pernelle@maegaard.dk

Frá Tónlistarskóla A-Hún

Skólaslit og afhending prófskírteina fer fram í Blönduósskirkju fimmtudaginn 17. maí n.k. kl: 1800. Innritun er hafin og stendur til 15. júní. Sótt er um inn á tonhun.is/umsóknir Allir velkomnir. Skólastjóri

Mynd vikunnar

Flutningabíll Þennan bíl gerði Valdimar Númi Guðmundsson (d.14.3.1972), sem er á myndinni, út í vöru - og fólksflutningum milli Skagastrandar og Reykjavíkur í mörg ár. Í stóru húsi bílsins var hægt að taka 4-5 farþega og oftar en ekki var uppselt í þessi sæti. Ferðin til Reykjavíkur tók 8 - 10 tíma með hádegisstoppi í Fornahvammi þar sem starfrækt var hótel og matsala. Númi átti heima á Hólabraut 1 og byggði húsið sem þar stendur. Vöruflutningarekstur hans skýrir hvers vegna bílskúrinn við húsið er svo stór og með mikla lofthæð því hann gat bakkað bílnum á myndinni inn í skúrinn meðan hann var að afferma hann. Einnig voru þar geymdir pakkar og annað sem fólk var að senda með honum í næstu ferð suður. Þessa mynd tók Guðmundur Guðnason, líklega árið 1969. Senda upplýsingar um myndina

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi auglýsir

Erlingur Hugi Kristvinsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi miðvikudaginn 23/5 2018. Tímapantanir í síma 455-4100 milli kl 08:00 og 16:00.

Framboðslistar á Skagaströnd

Fulltrúar tveggja framboðslista skiluðu gildu framboði til sveitarstjórnarkosninga á Skagaströnd áður en frestur til þess rann út laugardaginn 5. maí 2018. Heiti lista: Við öll Listabókstafur: Ð Nafn frambjóðanda Heimilisfang Starfsheiti Guðmundur Egill Erlendsson Grund lögfræðingur Kristín Björk Leifsdóttir Sunnuvegur 8 viðskiptafræðingur Inga Rós Sævarsdóttir Ránarbraut 14 fulltrúi Þorgerður Þóra Hlynsdóttir Bankastræti 14 tómst.og félagsm.fr. Guðlaug Grétarsdóttir Lækjarbakka leikskólakennari Þröstur Líndal Hólabraut 26 bóndi Kristín Birna Guðmundsdóttir Fellsbraut 5 fulltrúi Eygló Gunnarsdóttir Bogabraut 20 fulltrúi Súsanna Þórhallsdóttir Fellsbraut 7 húsmóðir Hallbjörn Björnsson Hólabraut 17 rafvirkjameistari Heiti lista: Skagastrandarlistinn Listabókstafur: H Nafn frambjóðanda Heimilisfang Starfsheiti Halldór Gunnar Ólafsson Hólabraut 23 framkvæmdastjóri Péturína Laufey Jakobsdóttir Hólabraut 9 skrifstofustjóri Róbert Kristjánsson Skagavegi 15 verslunarstjóri Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir Ránarbraut 5 sálfræðinemi Jón Ólafur Sigurjónsson Bogabraut 14 skrifstofumaður Hafdís Hrund Ásgeirsdóttir Hólabraut 15 hársnyrtir Ástrós Elísdóttir Hólabraut 12 leikhúsfræðingur Gunnar Sveinn Halldórsson Suðurvegi 1 matreiðslumaður Guðrún Soffía Pétursdóttir Suðurvegi 9 umsj. m. eldri borgara Adolf Hjörvar Berndsen Höfða framkvæmdastjóri Kjörstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar