Kennarar afhenda áskorun um kjarabætur

  Í gær þriðjudaginn 8. nóv. afhentu kennarar á Skagaströnd Magnúsi Jónssyni sveitarstjóra undirskriftir 3142 kennara á landinu, þar sem þeir fara fram á kjarabætur og bætt starfsskilyrði. Samskonar listar hafa verið afhentir víða um land.  Einnig var yfirlýsing frá KSNV afhent þar sem lýst er þungum áhyggjum af skólamálum á landinu.   Kennarar hafa í tvígang fellt kjarasamning á þessu ári og ljóst er  að enn ber mikið á milli samningsaðila, þar sem deilunni var vísað til Ríkissáttasemjara mánudaginn 7. nóv.

Lokun vatnsveitu-breyting

Ekki tókst að tengja vatnsveitu í útbænum í dag 8.nóv, eins og vonir stóðu til. Því verður vatnslaust á morgun, 9.nóv. frá hádegi og fram eftir degi.

AKSTUR FYRIR STRÆTÓ - verktaki óskast

  AKSTUR SSNV óskar eftir verktaka til að aka leið 84 Skagaströnd – Blönduós – Skagaströnd.        Sjá nánar tengil á netinu http://www.straeto.is/media/english/Leid-84.pdf Tímatafla er með eftirfarandi hætti: Frá Skagaströnd Mánudaga - föstudaga Kl. 11:59 Kl. 18:04 Kl. 21:13 Laugardaga Kl. 12.43 Kl. 18:04   Sunnu – og helgidaga Kl. 11:59 Kl. 18:04 Kl. 21:13   Frá Blönduósi                                   Mánudaga - föstudaga Kl. 13:16 Kl.18:38 Kl. 21:47 Laugardaga Kl. 13:16 Kl. 18:38   Sunnu- og helgidaga Kl. 13:16 Kl. 18:38 Kl. 21:47   Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að hafa sambandi við Björn Líndal Traustason framkvæmdastjóra SSNV í síma 864-8946 í síðasta lagi föstudaginn 11. nóvember.

Lokun vatnsveitu

  Vegna tenginga í vatnsveitu verður vatnslaust í útbæ vestan Lækjarbakka frá kl 14 í dag þriðjudag og fram eftir degi. Vatnsveiturstjóri

Elínborgardagurinn

menningar- og hátíðardagskrá í Fellsborg miðvikudaginn 9. nóvember 2016 kl. 18:00 Skv. hefð er Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember. Í Höfðaskóla er dagurinn einnig helgaður minningu Elínborgar Jónsdóttur fyrrverandi kennara við skólann. Af þessu tilefni mun Höfðaskóli standa fyrir menningar- og hátíðardagskrá í Fellsborg miðvikudaginn 9. nóvember n.k. Eins og undanfarin ár mun nemendafélagið Rán, með dyggri aðstoð foreldra, bjóða upp á kökuhlaðborð að lokinni dagskrá. Frítt er á dagskrána en aðgangur að kökuhlaðborði er:  1000 kr. fyrir eldri en grunnskólanemendur  500 kr. fyrir grunnskólanemendur  frítt fyrir þriðja barn frá heimili  frítt fyrir leikskólanemendur Vonumst til að sjá sem flesta í hátíðarskapi. Nemendur og starfsfólk Höfðaskóla.

Mynd vikunnar

Hér bregða þeir á leik, vinirnir Sigurður Bjarnason og Lárus Ægir Guðmundsson. Báðir hafa þeir átt bú sitt og ból á Skagaströnd, eru miklir Skagstrendingar og félagar og verið samstíga um margt. Lárus Ægir fyllir sjötíu árin í dag, 4. nóvember og eru honum færðar innilegar afmæliskveðjur á þeim tímamótum. Þessa mynd af þeim félögum tók Þórður Jónsson 1963, fyrir utan gamla útibúið sem stóð nokkurn veginn þar sem gangbrautin er yfir Oddagötu milli skólalóðar og Olís skálans. Útibúið var vernslunarútibú Kaupfélags Skagstrendinga (KAST).

* Minningarhátíð - Tónleikar *

Fyrirhugaðir eru tónleikar í tilefni af að eitt hundrað ár eru liðin frá fæðingu  Jónasar Tryggvasonar. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flytur lög eftir Jónas og frumflutt verða tvö ný lög við ljóð Jónasar. Þá mun  Ingi Heiðmar  Jónsson flytja minningabrot úr æfi Jónasar. Einnig mun Valgarður Hilmarsson fara yfir sögu Tónlistarskóla A-Hún og tónlistarfólk sem hóf nám við skólann og hafa helgað sig tónlist að meira eða minna leyti, svo og núverandi nemendur skólans flytja tónlist ásamt kennurum skólans. Hátíðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands- vestra. Tónleikarnir verða í Blönduóskirkju kl 15oo laugardaginn 12 nóv. næstkomandi að lokinni dagskrá þar verður boðið upp á kaffi og meiri  tónlist í boði Tónlistarskólans í Félagsheimilinu á Blönduósi.   Fyrir hönd Tónlistarskólans og undirbúningsnefndar.  Skarphéðinn H Einarsson.

Mynd vikunnar

Ísberg Ís Í bókinni: Sjósókn frá Skagaströnd & Vélbátaskrá 1908-2010, eftir Lárus Ægi Guðmundsson segir svo um þetta skip: " Ísberg. Þetta var 350 tonna flutningaskip sem keypt var frá Noregi 1983 og var í eigu félagsins Ok h/f en í því átti Skagstrendingur h/f um fjórðungshlut. Skipið sökk í fyrstu ferð sinni en mannbjörg varð". Myndina tók Árni Geir Ingvarsson þegar verið var að lesta skipið í Skagastrandarhöfn fyrir síðustu för þess. Dagblaðið DV sagði frá sjóslysinu á eftirfarandi hátt 2. maí 1983: "Mannbjörg varð er nýasta skip íslenska kaupskipaflotans, Isberg IS, sökk eftir árekstur um 70 sjómílur austur af Grimsby síðdegis á laugardag." Atburðurinn átti sér stað um klukkan 4 að íslenskum tíma. Þýskt flutningaskip, Tilla, keyrði inn í Isberg á miðju skipi bakborðsmegin. Isberg fór á hliðina á nokkrum mínútum og var sokkið eftir tæpa klukkustund. Skipverjarnir fimm komust í björgunarbát og var bjargað upp í þýska skipið, sem var tiltölulega lítið laskað. Skipverjar voru fluttir til Grimsby og komu síðan til landsins í nótt. Skipstjóri á Isberg var Jón Steinar Árnason. Að hans sögn var mikil þoka yfir þegar atburðurinn átti sér stað og skyggni aðeins um 300 metrar. Áreksturinn gerðist mjög snöggt, en skipstjóri Isbergs hafði þó séð hvað verða vildi. „Við vorum byrjaðir að beygja og reyna að forða okkur og síðan stoppuðum við og gáfum þokumerki. Eg prófaði að kalla til þeirra á örbylgjustöð en það gekk ekkert og næsta skref var bara að forða sér því skipið var oltið. Það lagðist á hliðina á 3 til 5 mínútum enda fór þýska skipið alla leið inn í lest," sagði skipstjórinn, er DV ræddi við hann við heimkomuna í nótt. Isberg er 360 tonna frystiskip sem var keypt frá Noregi og kom fyrst til landsins fyrir tíu dögum. Það var byggt árið 1972 og því 11 ára gamalt. Eigandi þess var OK h/f á Isafirði. Þetta var fyrsta ferð þess frá Islandi. Skipið var á leiðinni frá Grimsby til Cuxhaven með um 200 tonn af frystum fiski er áreksturinn varð. Tilla, sem er um 1000 tonna skip, var hins vegar á leiðinni frá Þýskalandi til Bretlands. ÓEF

Opið Hús @ Nes Listamiðstöð

Opið Hús @ Nes Listamiðstöð Opið Hús @ Nes Listamiðstöð View this email in your browser Komdu í kaffi og hitta óktober listamennina okkar ! Laugardagur 29th kl 16.00 - 18.00

A L Þ I N G I S K O S N I N G A R N A R 29. október 2016

AUGLÝSING UM KJÖRFUND Kjörfundur í Sveitarfélaginu Skagaströnd vegna kosninga til Alþingis þann 29. október 2016 fer fram í Fellsborg þann dag og hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 22.00 Kjörstjórnin