20.12.2016
Lionsklúbbur Skagastrandar hefur ákveðið að bjóða upp á ókeypis blóðsykursmælingar í tengslum við skötuveisluna í Fellsborg á Þorláksmessu. Mælingar á blóðsykri er tiltölulega einföld mæling sem gefur til kynna hvort fólk sé með sykursýki eða ekki. Verkefnið er unnið í samstarfi við Heilsugæsluna á Skagaströnd. Fólk er hvatt til að nýta sér þessa þjónustu.
Með jólakveðju Lionsklúbbur Skagastrandar
20.12.2016
Vinsamlegast athugið
Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur orðið að gera eftirfarandi breytingar á opnunartíma Lyfju Skagaströnd útibúi í Desember.
20. Desember opið 10-13
21. Desember opið 12-16
22. Desember opið 10-13
23. Desember Lokað
28. Desember opið 12-16
29. Desember opið 10-13
30. Desember opið 12-16
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta getur valdið. Bent er á að næstu Lyfju er að finna á Blönduósi sem er opin 10-17 virka daga S:452-4385 og Lyfja Sauðárkróki S:453-5700 sem er opin 10-18 virka daga og 11-13 laugardaga.
19.12.2016
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 641/2016 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2016/2017
Vesturbyggð (Patreksfjörður)
Kaldrananeshrepp (Drangsnes)
Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 1081/2016 í Stjórnartíðindum
Sveitarfélagið Ölfus (Þorlákshöfn)
Sveitarfélagið Garður
Vesturbyggð (Brjánslækur, Bíldudalur)
Sveitarfélagið Skagaströnd
Fjallabyggð (Siglufjörður, Ólafsfjörður)
Langanesbyggð (Þórshöfn, Bakkafjörður)
Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna hér. Umsóknum þarf að fylgja samningur við vinnslu á eyðublaði sem er að finna hér.
Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi.
Umsóknarfrestur er til og með 28. desember 2016.
Fiskistofa 9. desember 2016
19.12.2016
Lokað verður fyrir vatn í dag, mánudaginn 19. desember, frá hádegi og fram eftir degi í efri hluta Bogabrautar, efri hluta Fellsbrautar og Hólabrautar ofan Sólarvegar
Sveitarstjóri
16.12.2016
Laugardagur 17 desember
15.00 - 17.00
Come watch animation and video works, and a performance with puppetry!
Some works are also for sale, including Photos and Jewellery :)
Allir eru velkomnir!
16.12.2016
Róið í land.
Þegar vélin bilar er gott að geta gripið til
vöðvaaflsins til að koma sér í land.
Á þessari mynd eru mágarnir Hjörtur Guðmundsson
til vinstri og Stefán Jósefsson til hægri
að róa í land með bilaðan utanborðsmótor á
lítilli skektu í austan kælu.
16.12.2016
Jólasveinarnir hafa samið við Foreldrafélag Höfðaskóla um að taka á móti pökkum og bréfum í skólanum fimmtudaginn 22. desember frá kl 18-20:00.
Sjálfir ætla þeir síðan að koma póstinum til skila á Þorláksmessu á milli 16 og 19:00.
Verð fyrir þjónustuna er eftirfarandi:
Bréf 100 kr
Pakki 500 kr
(Ath ekki er posi á staðnum)
Foreldrafélag Höfðaskóla
15.12.2016
Frá og með áramótum verður sú breyting að sveitarfélagið hættir að greiða húsaleigubætur en þess í stað verða teknar upp húsnæðisbætur sem verða í umsjá
Greiðslustofu húsnæðisbóta https://husbot.is/
Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði, hvort sem er í félagslega kerfinu, námsgörðum eða á hinum almenna leigumarkaði „út í bæ“.
Greiðslustofan er hluti af Vinnumálastofnun sem annast framkvæmd laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur og tekur ákvarðanir um rétt til húsnæðisbóta.
Almenn afgreiðsla er í höndum Greiðslustofu húsnæðisbóta á Sauðárkróki.
Opnunartími.
Afgreiðsla er opin frá kl. 09:00 - 15:00 alla virka daga.
Skrifstofan er á Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki.
Sími: 515-4800
Netfang: husbot@vmst.is
15.12.2016
Afmælis og útgáfuhóf
Mánudaginn 19. desember klukkan 18:00 býður ungmennafélagið Fram uppá súpu og brauð í Fellsborg í tilefni 90 ára afmælis félagsins. Lárus Ægir Guðmundsson mun kynna nýútkomna bók sína um
90 ára sögu Ungmennafélagsins Fram.
Eigum notalega stund saman á aðventunni
og fögnum farsælu starfi Ungmennafélagsins í 90 ár.
stjórn Ungmennafélagsins Fram