01.11.2010
Næsta spurningarkeppnin Drekktu betur verður föstudaginn 5. nóvember. Það verða þau Guðrún Elsa Helgadóttir og Arnar Viggósson sem semja spurningarnar og stjórna keppninni.
Að sjálfsögðu munu þau gera kvöldið að góðri skemmtun fyrir alla aldurshópa og því óhætt að hvetja fólk til að fjölmenna.
Að venju hefst keppnin klukkan hálf tíu og stendur væntanlega í um tvo tíma.
01.11.2010
Kántrýbær á Skagaströnd hefur um nokkurn tíma undirbúið stofnun Kántrýsafns. Safnið á fyrst og byggja á lífi og starfi kúrekans landsþekkta, Hallbjörns Hjartarsonar, sem oft er nefndur kántrýkóngur Íslands.
Nú hefur verið ákveðið að safnið verði opnað í byrjun sumars á næsta ári, stefnt er á afmælisdag Hallbjörns sem er 5. júní.
Björn Björnsson, leikmyndahönnuður, hefur unnið að hönnun sýningarinnar, en hann hefur mikla reynslu af sviðsetningu sýninga af þessu tagi. Nefna má Jöklasýninguna á Hornafirði, Saltfisksetrið í Grindavík og fleiri. Einnig vinnur útvarpskonan geðþekka, Margrét Blöndal, að því að safna efni um Hallbjörn í Sjónvarpinu og hjá Stöð2. Hún mun taka sjónvarpsviðtal við kúrekan eftir áramótin og kaflar úr því verða nýttir til safnsins.
Sem kunnugt er hefur Svenný, dóttir Hallbjörns, og maður hennar, Gunnar Halldórsson, rekið Kántrýbæ í mörg ár. Þau standa að undirbúningi safnsins og leita nú til almennings um myndir gamlar af Hallbirni, gamla Kantrýbæ, brunanum, nýja Kántrýbæ, byggingu hans, Kántrýhátíðum eða í raun öllu sem tengist kántrý á Skagaströnd.
Hægt er að senda myndir í pósti á Kántrýbæ á Skagaströnd, tölvupósti á kantry@kantry.is eða hringja í síma 869 1709.
Meðfylgjandi mynd er tekin á einni af fyrstu Kántrýhátíðunum á Skagaströnd.
01.11.2010
Guðmundur Björnsson og Ólafur Bernódusson voru sigurliðið í spurningakeppninni Drekktu betur sem fram fór á föstudagskvöldið síðasta. Þeir voru vel að sigrinum komnir, ferskir og hressir eftir rjúpnaveiði dagsins og án efa búnir að fá nóg í jólamatinn.
Á myndinni eru þeir félagar ásamt Signýju Ósk Richter sem var spyrill og hæstráðandi ásamt sínum ektamanni Ingibergi Guðmundssyni.
Hér eru spurningarar og svörin:
Spurningakeppnin Drekktu betur á Skagaströnd
Föstudaginn 29. október 2010
Spyrill: Signý Ó. Richter
Spurningar: Signý Ó. Richter og Ingibergur Guðmundsson
1. Óli og Jói eru fæddir sama dag, sama ár og af sömu foreldrum en eru ekki tvíburar, hvernig stendur á því?
2. Hver af þessum setningum er málfræðilega rétt miðað við kennslubækur í íslensku?
a. Ég hlakka til jólanna
b. Mig hlakkar til jólanna
c. Mér hlakkar til jólanna.
d. Mín hlakkar til jólanna.
3. Vatnajökull er stærsti jökullinn á Íslandi og reyndar í Evrópu. En hver er næststærsti jökull á Íslandi?
a. Eiríksjökull
b. Hofsjökull
c. Langjökull
d. Mýrdalsjökull
4. Þéttbýli – hvað heitir það? Sjá mynd.
5. Hvað heitir þessi jurt? Sjá mynd)
a. Geldingahnappur
b. Bláfjóla
c. Brönugras
d. Brúðarslör
e. Dúlludúskur
6. Spurt er um höfund þessa ljóðs:
Mér finnst það vera fólskugys
að fara niður til helvítis
og eyða aldri sínum
innan um brennu illan geim
ólíkan drottins sólarheim,
svo hrollir huga mínum.
Skötubarðvængjuð fjandafjöld
flaksast þar gegnum eilíft kvöld,
glórir í glóðir rauðar,
þar er ei nema eldur og ís,
allt í helvíti brennur og frýs,
Satan og sálir dauðar.
a. Jónas Hallgrímsson
b. Megas
c. Hannes Hafstein
d. Bubbi Mortens
e. Rúnar Kristjánsson
7. Á myndinni er hesturinn Kvistur frá Skagaströnd en hvar verður Landsmót hestamanna á næsta ári? (Sjá mynd)
8. Hvað heitir þessi þingkona? (Sjá mynd)
9. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið töluvert í fréttum undanfarið m.a. vegna tillagna um að stytta skólaárið. Hvað heitir hann ? (Sjá mynd)
10. Hvað heitir hljómsveitin?
11. Vísnagáta
Kúra þar í kríli smá
Kynstrin öll af líni
Ávexti má ávallt fá
Og einnig flösku af víni
Hvað heitir þessi hlutur sem ort er um ?
12. Hvað er upphaf og endir alls?
13. Þessi ungi drengur er í dag einn þekktasti íþróttamaður Íslendinga í handbolta. Hvað heitir hann ?
a. Logi Gunnarsson
b. Ólafur Guðmundsson
c. Guðjón Valur Sigurðsson
d. Aron Pálmarsson
14. Í fyrradag komu fram upplýsingar í fjölmiðlum um verðbólguna síðustu 12 mánuði. Hvað var hún mörg prósent ?
15. Hvaða leikari lék Ólaf Ragnar í kvikmyndinni Bjarnfreðarson ?
a. Pétur Jóhann Sigfússon
b. Jörundur Ragnarsson
c. Björn Thors
d. Ólafur Darri Ólafsson
16. Hvað hefur tekist að rækta margar eplategundir á Íslandi skv. frétt sjónvarpsins sl. miðvikudag?
a. 15
b. 40
c. 65
d. 100?
17. Árið 1056 varð Ísleifur Gissurarson fyrsti íslenski biskupinn og settist að í Skálholti. Norðlendingar vildu ekki sætta sig við það, þótti langt að fara til biskups og fyrsti biskupinn á Hólum var vígður árið 1106. Hvað hét hann ?
a. Jón Arason
b. Jón Vídalín
c. Jón Ögmundsson
d. Jón Hreggviðsson
18. Hvað heitir þessi hljómsveit?
19. Haraldur víðförli var ferðalangur mikill og gat sagt stórbrotnar sögur af ferðalögum sínum og þeim ævintýralegu stöðum sem hann hafði heimsótt. Haraldur þessi hafði sérlega gaman að því að leggja fyrir fólk hinar ýmsu gátur og þrautir og hljómaði ein uppáhalds gátan hans svona:
Einu sinni sem oftar var ég á ferðalagi þegar ég sá skyndilega að ég stóð um 100 metrum sunnan við gríðarstóran björn. Ég ákvað að ganga 100 metra í austur, sneri mér svo beint í norður og skaut. Björninn féll samstundis dauður niður og ég fór strax og gerði að þessum happafeng.
Ég spyr ykkur hins vegar: Hvernig var björninn sem ég skaut á litinn?
20. Frá hvaða íþróttafélagi er kvennaliðið sem vann Evrópumeistaratitil í
hópfimleikum um síðustu helgi ?
21. Á flestum skipum finna má
Fyllir sali ljóma
Oft í kollum kviknar á
Í kökum prýddum rjóma
Hvað heitir þessi hlutur sem ort er um ?
22. Hvað heitir þessi þingmaður?
23. Hver var leikstjóri kvikmyndarinnar Mýrin ?
a. Óskar Jónasson
b. Baltasar Kormákur
c. Ragnar Bragason
d. Guðný Halldórsdóttir
24. 12 verkamenn geta borið 12 poka af sementi frá sementsstæðunni að steypuhrærivélinn á 10 mínútum. Hve lengi væru 6 verkamenn að bera þessa 12 poka sömu leið?
25. Hvernig er hægt að aðskilja salt og pipar á einni til tveimur mínútum eftir að það er búið að blanda þeim saman ?
26. Þessi kona er fædd 4. október 1942. Faðir hennar var alþingismaður á sínum tíma. Konan er tvígift og á tvo syni. Hún lauk verslunarprófi árið 1960. Konan hefur starfað sem flugfreyja, á skrifstofu hjá Kassagerð Reykjavíkur, sem alþingismaður allt frá árinu 1978 og er núna ráðherra. Hver er þessi kona?
27. Nú er mikið rætt um trúboð í grunnskólum Reykjavíkur. Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup lét prenta fyrstu biblíuna sem var á íslensku. Hvaða ár var Guðbrandsbiblían prentuð?
a. 1498
b. 1584
c. 1621
d. 1702
28. Hvaða jökull hefur þá sérstöðu á Íslandi að hann hefur ekki minnkað að flatarmáli á síðustu árum?
a. Drangajökull
b. Eiríksjökull
c. Snæfellsjökull
d. Mýrdalsjökull
29. Hvað heita hjónin, sem reka Kántrýbæ, fullu nafni ?
30. Hvað heitir þetta vatn?
Svör
1. Þeir eru annað hvort þríburar eða fjórburar eða ennþá fleiri fleirburar.
2. Ég hlakka til jólanna
3. Langjökull
4. Hofsós
5. Geldingahnappur
6. Jónas Hallgrímsson
7. Á Vindheimamelum í Skagafirði
8. Siv Friðleifsdóttir
9. Halldór Halldórsson
10. Buff
11. Karfa
12. a (og) s
13. Aron Pálmarssona
14. 3,3 %
15. Pétur Jóhann Sigfússon
16. 100
17. Jón Ögmundsson
18. Baggalútur
19. Hvítur. Þessa ályktun er hægt draga þegar efni textans er skoðað vel. Það er aðeins einn staður á jörðinni þar sem Haraldur hefur getað staðið sunnan við björn og svo gengið 100 metra í austur og ennþá staðið fyrir sunnan björninn, en sá staður er Norðurpóllinn. Ef maður rekst á björn á Norðurpólnum er næsta víst að það mun vera ísbjörn og feldur þeirra er hvítur á lit.
20. Fimleikafélaginu Gerplu
21. Pera
22. Guðbjartur Hannesson
23. Baltasar Kormákur
24. 30 mínútur. 10 mínútur með 6 poka, 10 mínútur til baka, 10 mínútur með seinni 6 pokana
25. Helltu blöndunni út í glas af vatni. Saltið leysist upp á augabragði en piparinn flýtur ofaná. Stingdu fingrinum varlega ofan í vatnið og taktu hann varlega upp aftur, þá loðir piparinn við fingurinn.
26. Jóhanna Sigurðardóttir
27. 1584
28. Drangajökull
29. Svenny Helena Hallbjörnsdóttir og Gunnar Sveinn Halldórsson
30. Víti