07.05.2012
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
fimmtudaginn 10. maí 2012 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Fjármál:
a. Endurskoðunarbréf
b. Ársreikningur sveitarsjóðs og stofnana 2011 (önnur umræða)
2. Framkvæmdir 2012
3. Umhverfismál
4. Hitaveitumál
5. Bréf sveitarstjórnar til Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 2. maí 2012
6. Fundargerðir:
a. Hafnarnefndar, 30.04.2012
b. Stjórnar Byggðasamlags um menningu og atvinnumál í A-Hún 17.04.2012
c. Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 24.04.2012
d. Aðalfundar Ferðamálafélags A-Hún, 23.04.2012
e. Stjórnar SSNV, 24.04.2012
f. Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga. 27.04.2012
g. Stjórnar Hafnasambands Íslands. 23.04.2012
7. Önnur mál
Sveitarstjóri
07.05.2012
SKAGASTRANDARHÖFN
AUGLÝSIR STARF HAFNARVARÐAR LAUST TIL UMSÓKNAR
Starfssvið:
Vigtun og skráning í aflaskráningarkerfi Fiskistofu, gerð reikninga fyrir höfnina, almenn hafnarvarsla, viðhaldsvinna, og tilfallandi störf.
Hæfniskröfur:
Almenn tölvukunnátta, skipstjórnarréttindi æskileg, löggilding sem vigtunarmaður er kostur.
Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar og hægt að sækja þau á vef sveitarfélagsins www.skagastrond.is
Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2012.
Nánari upplýsingar veitir:
Magnús B. Jónsson
Sími: 455 2700.
Netfang: magnus@skagastrond.is
07.05.2012
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir flokksstjórum til starfa í Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Skilyrði er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri og reynsla af sambærilegum störfum kostur.
Jafnframt eru auglýst laus til umsókna sumarstörf námsmanna í samstarfi við Vinnumálastofnun. Störfin eru við ýmis verkefni á vegum sveitarfélagsins m.a. við skógrækt, umhverfismál og umsjón með golfvelli.
Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur um flokkstjórastörf er til 4. maí n.k. en umsóknarfrestur vegna sumarstarfa námsmanna verður auglýstur síðar.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700.
Sveitarstjóri