23.05.2013
Í gær miðvikudaginn 22. maí var fyrsta skóflustungan tekin í dreifikerfi hitaveitu á Skagaströnd. RARIK hefur gert verksamning við GV Gröfur ehf. um framkvæmdina að undangengnu útboði. Undirverktaki við gröft og tenginu veitunnar er Sorphreinsun VH ehf.
Verkið hófst með því að grafið var fyrir inntaki að Vallarbraut 4, en verkinu verðu þannig háttað að teknir verða fyrir ákveðnir afmarkaðir hlutar byggðarinnar. Fyrsti hluti verksins er tenging húsa sunnan Fellsbrautar og á Hólanesi. Gert er ráð fyrir að þeim verkhluta verði að mestu lokið áður en lagt verður af stað í næsta verkhluta sem er tenging hús á svæðinu milli Fellsbrautar og Ránarbrautar.
Ljósmyndir: ÁGI
21.05.2013
Í tilefni 50 ára afmæli Húna II mun hann koma við í sinni gömlu heimahöfn Skagaströnd í dag þriðjudaginn 21. maí og verður til sýnis fyrir almenning ásamt Knerrinum frá Húsavík kl 20.00 – 22.00 í kvöld.
Í tilefni hálfrar aldar afmælis skipsins er það á hringferð um landið ásamt Knerrinum sem einnig fagnar hálfrar aldar smíðaafmæli.
Húni II er stærsta eikaskip smíðað á Íslandi, sem enn er á floti. Hann var smíðaður fyrir Skagstrendinga hjá KEA 1963 og var m.a. gerður út á síldveiðar. Knörrinn frá Húsavík var einnig smíðaður hjá KEA 1963.
Húni II og Knörrinn eru gott vitni um fagleg og vönduð vinnubrögð við smíði trébáta og íslenska verkþekkingu sem nú er á undanhaldi.
Hollvinir Húna II
17.05.2013
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir sumarstörf námsmanna í samstarfi við Vinnumálastofnun. Störfin eru við ýmis verkefni á vegum sveitarfélagsins m.a. við skógrækt, umhverfismál og umsjón með golfvelli.
Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur vegna sumarstarfa námsmanna er til 22. maí n.k.
Skráning í Vinnuskóla Skagastrandar fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins.
Sérstök athygli er vakin á að störf í vinnuskóla verða einungis fyrir nemendur sem eru að ljúka 8., 9. og 10. bekk.
Með tilvísun í reglugerð um vinnu barna og unglinga er einungis heimilt að ráða 13 ára og eldri til starfa í vinnuskólum. Því takmarkast ráðning í vinnuskóla við fyrrgreind aldursmörk.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700.
Sveitarstjóri
16.05.2013
Skólaslit og afhending prófskírteina fyrir skólaárið 2012-2013 fer fram í Blönduóskirkju laugardaginn 18. maí n.k. kl:1500
Fram koma nemendur sem hafa lokið stigsprófum og nemendur 10. bekkja sem kveðja skólann.
Allir velkomnir.
Skólastjóri.
16.05.2013
Sjómannadagur
Sigursveit kvenna í kappróðri á sjómannadegi, líklega 1989.
Frá vinstri: Árni Ólafur Sigurðsson stýrimaður, Hallbjörg Jónsdóttir,
Vigdís Viggósdóttir, Sigþrúður Magnúsdóttir, Guðbjörg Viggósdóttir,
Kolbrún Viggósdóttir og Edda Pálsdóttir.
Sigrinum fylgdi bikar til varðveislu í eitt ár. Ef sama sveitin vann bikarinn
þrisvar í röð eða fimm sinnum alls vannst hann til eignar. Líklega hefur
þessi sveit keppt í nafni Hólanes hf og flestar stúlkurnar verið starfsstúlkur
þar á þessum tíma. Enn er keppt í kappróðri á sjómannadegi á Skagaströnd
á bátunum Gusti og Golu, sem byggðir voru í bátastöð Nóa Kristjánssonar á
Akureyri árið 1948 og notaðir í fyrsta sinn á sjómannadegi það ár.
Allt upp í 16 róðrarsveitir hafa keppt á sjómannadegi en það var 1988 sem
þær voru svo margar. Yfirleitt eru sveitirnar þó mun færri.
Heimild: Sjómannadagurinn á Skagaströnd í 70 ár eftir
Lárus Ægi Guðmundsson útgefið 2009.
14.05.2013
Úrslit í stærðfræðikeppni
14.05.2013
Verðlauna afhending mynd GK
Egill Örn Ingibergsson í Höfðaskóla varð í fyrsta sæti í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar grunnskóla á Norðurlandi vestra, í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Sigfinnur Andri Marinósson, Varmahlíðarskóla varð í öðru sæti og Karl Vernharð Þorleifsson, Dalvíkurskóla í þriðja.
Úrslitakeppnin fór fram í gær en stærðfræðikeppnin hefur verið haldin árlega í sextán ár. Undankeppnin fór fram 18. apríl og tóku 127 nemendur af Norðurlandi vestra, úr Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni. Að þessu sinni komust 15 nemendur í úrslit.
Stærðfræðikeppnin er samstarfsverkefni MTR og FNV, grunnskóla, stofnana og fyrirtækja á Norðurlandi vestra auk þess sem fyrirtæki utan kjördæmisins koma að verkefninu. Kennarar í stærðfræði við MTR og FNV báru hitann og þungann af samningu og yfirferð keppnisgagna, en grunnskólarnir sáu um fyrirlögn dæmanna í undankeppninni. Myndir
1. Verðlaun
Point of View 10“ spjaldtölva frá Tölvutek
Kr. 10.000 frá styrktaraðilum.
Casio FX 570ES reiknivél frá A4
Gjafabréf frá Levi´s
Heyrnatól og mús frá Símanum
Gjafabréf frá Snara.is
Minnislykill frá Valberg ehf
Verðlaunagripur frá KLM verðlaunagripum
2. Verðlaun
Cannon Ixus frá Pedromyndum
Kr. 9.000 frá styrktaraðilum.
Casio FX 570ES reiknivél frá A4
Gjafabréf frá Levi´s
Heyrnatól og mús frá Símanum
Gjafabréf frá Snara.is
Minnislykilll frá Valberg ehf
Verðlaunagripur frá KLM verðlaunagripum
3. Verðlaun
Inntenso MP3 8GB mynd og hljóðspilari frá Tölvutek
Kr. 8.000 frá styrktaraðilum.
Casio FX 570ES reiknivél frá A4
Gjafabréf frá Levi´s
Heyrnatól og mús frá Símanum
Gjafabréf frá Snara.is
Minnislykill frá Valberg ehf
Verðlaunagripur frá KLM verðlaunagripum
4-15. sæti:
Gjafabréf frá Snara.is, minnislykill frá Valberg ehf. og kr. 7.000 frá styrktaraðilum
Auk ofangreindra styrktaraðila styrktu eftirtaldir keppnina með fjárframlögum:
Blönduósbær
Fjallabyggð
Húnaþing vestra
Sveitarfélagið Skagaströnd
Sveitarfélagið Skagafjörður
Arionbanki
Landsbankinn
Sparisjóður Skagafjarðar
Fréttin skv. www.mtr.is
13.05.2013
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
miðvikudaginn 15. maí 2013 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Ársreikningur 2013
2. Hitaveitumál
3. Félags- og skólaþjónusta
a. Fundargerð, 6. maí 2013
b. Ársreikningur 2013
4. Samantekt um íbúaþing 30. apríl 2013
5. Staða innheimtumála
6. Skólamál
7. Gámamál
8. Bréf:
a. Ólafs Björnssonar hrl. vegna þjóðlendumála, dags. 30. apríl 2013
b. Umsókn um leigu á Bjarmanesi, dags. 7. maí 2013
c. Växjö kommun, dags. 24. apríl 2013
d. Fundarboð aðalfundar Farskólans, dags. 6. maí 2013
9. Fundargerðir:
a. Stjórnar SSNV, 19.04.2013
b. Stjórnar Hafnasambands Íslands, 8.04.2013
c. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 25.01.2013
10. Önnur mál
Sveitarstjóri
10.05.2013
Berjaferð 1961
Aftan á þessa mynd hefur verið skrifað "berjaferð 1961". Líklegara er að hér
hafi verið um að ræða einhvers konar skemmtiferð því klæðnaður fólksins
bendir alls ekki til að um berjaferð sé að ræða.
Á myndinni eru, frá vinstri: Ástmar Ingvarsson (Addi Bala), Ingvar Ástmarsson,
Árni Ólafur Sigurðsson, Steindór Haraldsson, Reynir Sigurðsson,Gylfi Sigurðsson,
Bára Þorvaldsdóttir, Guðrún Guðbjörnsdóttir, Gunnar Sveinsson,
Inga Dóra Sigurðardóttir og Gréta Sigurðardóttir. Bílinn aftan við fólkið átti
Ástmar Ingvarsson, sem ættaður var frá Balaskarði, en á honum ók hann
fólki gjarnan á dansleiki og ýmsa aðra viðburði innan og utan héraðs.
Myndin er sennilega tekin af Sigurði Steingrímssyni frá Höfðakoti en hann er
maður Grétu sem er lengst til hægri á myndinni.
Ekki er vitað hvar myndin var tekin.
09.05.2013
Sýning í Fellsborg í dag fimmtudaginn 9. maí kl 15.00.
Miðaverð 1.500 kr.
http://www.tofrabrogd.is/
„Einar Mikael töframaður er einn færasti töframaður og skemmtikraftur á Íslandi í dag. Einar er snillingur í koma fólki á óvart með mögnuðum sjónhverfingum. og drepfyndnum göldrum. Hvað eiga lifandi dýr, gullfallegar stelpur og heimsfrægar sjónhverfingar sameiginlegt? Þú sérð þetta allt saman í sýningum hjá Einari. Ef þú ert að leita að atriði sem slær í gegn þá er alveg pottþétt að Einar Mikael mun sjá til þess að geri viðburðinn þinn ógleymanlegan.“
07.05.2013
Leiðrétting við mynd vikunnar frá 2. maí af Höfðahólum Í textanum með mynd af Höfðahólum gætir nokkurs misskilnings.
Þar segir að Jóhannes Björnsson og Dagný Guðmundsdóttir hafi verið síðustu ábúendur á Höfðahólum. Þetta er ekki alls kostar rétt.
Það rétta er að Þau hjón nýttu túnin sem fylgdu bænum en bjuggu þá að Litla Felli. Þá bjó í Höfðahólum Axel Ásgeirsson (d. 2.9.1965) sem seinna bjó að Litla Felli.
Axel mun því hafa verið síðasti ábúandinn í Höfðahólum þó Jóhannes hafi nýtt jörðina að hluta undir það síðasta. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Óli B.