10.11.2015
Nes Listamiðstöð boðar til opins fundar fimmtudaginn 12. nóvember á veitingastaðnum Borginni. Fundurinn hefst kl 18:00 og er áætlað að standi til 21:00 með hléi þar sem boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi.
Markmið fundarins er að gefa fólki úr nærsamfélagi listamiðstöðvarinnar tækifæri á að taka þátt í að marka félaginu stefnu til næstu 5-10 ára.
Hvað er vel gert, hvað má betur fara? Hvar liggja tækifærin og hverjar eru ógnanirnar?
Fundinum stjórnar Njörður Sigurjónsson dósent frá Háskólanum í Bifröst.
Bæjarbúar og nærsveitamenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í skemmtilegu verkefni.
Stjórn Nes Listamiðstöðvar
06.11.2015
Síldarsöltun.
Síldarsöltun á Skagaströnd 1935 - 1940.
Söltunarplanið var fullgert fyrir síldarvertíð 1935 og hófst þá þegar söltun
þar. Hafnarhúsið sem sér í til vinstri á myndinni var byggt sumarið
1935 en seinna (1943 - 1945) flutt á núverandi stað til að rýma fyrir
verksmiðjubyggingunni.
Bryggjan skemmdist um veturinn 1936 þannig að hún gekk upp um
miðbikið (allt að 1 metra) og var hún því rifin niður og endurbyggð vorið
1937.
Húsin í baksýn eru frá hægri: Lækjarbakki (gamli bærinn),
Jaðar (Efri Jaðar), Lækur og Karlsskáli.
Á bak við staur sem er á planinu má sjá Brúarland og lengst
til vinstri er Gamla búðin.
Önnur hús eru óþekkt.
03.11.2015
Laugardaginn 7. nóvember næstkomandi efna Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og sagnfræðideild Háskóla Íslands til málstofu um byggð og samfélag í Húnavatnssýslu á 18. öld. Málstofan er hluti af námskeiði í sagnfræði og gera sjö sagnfræðinemar grein fyrir rannsóknum sínum um efnið. Kennari námskeiðsins er Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur.
Fundarstjóri er Harpa Ásmundsdóttir sagnfræðinemi.
Málstofan fer fram í Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra að Einbúastíg 2 á Skagaströnd. Hún hefst kl. 14 og eru allir velkomnir og frítt inn.
Átjándu aldar kökur í kaffihléinu.
DAGSSKRÁ
í Rannsóknasetri Háskólans, Skagaströnd 7. nóvember kl. 14.
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og sagnfræðideild Háskóla Íslands efna til málstofu um byggð og samfélag í Húnavatnssýslu á 18. öld. Málstofan er hluti af námskeiði í sagn-fræði og gera sjö sagnfræðinemar frá rannsóknum sínum um efnið. Kennari námskeiðsins er Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur. Fundarstjóri er Harpa Ásmundsdóttir sagnfræðinemi.
Málstofan hefst kl. 14 og eru allir velkomnir og frítt inn.
Átjándu aldar kökur í kaffihléinu.
14:00: Setning
14:10-14:30
Baldur Þór Finnsson: Ríkidæmi Þingeyraklausturs. Óánægður almúgi og innheimta yfirvalda
14:30-14:50
Þórður Vilberg Guðmundsson: Hungurdauði og hallæri í Húnavatnssýslu 1755 -1756
14:50-15:10
Brynhildur L. Ragnarsdóttir: Dauðamein Húnvetninga í Tjarnarsókn 1785 til 1815
Kaffihlé 15:10-15:40
15:40-16:00
Bjarni Þ. Hallfreðsson: Fólk á Vatnsnesi.
Hvernig þróaðist byggð og félagsgerð byggðarinnar á norðanverðu Vatnsnesi á 18.öld?
16:00-16:20
Hafdís Líndal: Byggð og búfé í Vatnsdal
16:20-16:40
Linda Ösp Grétarsdóttir: Sakamál í Húnavatnssýslu á árunum 1756-1760.
Framkvæmd refsinga
16:40-17:00
Þórdís Lilja Þórsdóttir: Blóðskömm í Húnavatnssýslu 1720 – 1806.
Dómar og refsingar fyrir blóðskömm í Húnavatnsýslu
Vinsamlegast,
Vilhelm Vilhelmsson
03.11.2015
Málstofa um byggð og samfélag í Húnavatnssýslu á 18. öld
í Rannsóknasetri Háskólans, Skagaströnd 7. nóvember kl. 14.
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og sagnfræðideild Háskóla Íslands efna til málstofu um byggð og samfélag í Húnavatnssýslu á 18. öld. Málstofan er hluti af námskeiði í sagnfræði og gera sjö sagnfræðinemar frá rannsóknum sínum um efnið. Kennari námskeiðsins er Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur. Fundarstjóri er Harpa Ásmundsdóttir sagnfræðinemi.
Málstofan hefst kl. 14 og eru allir velkomnir og frítt inn.
Átjándu aldar kökur í kaffihléinu.
14:00: Setning
14:10-14:30
Baldur Þór Finnsson: Ríkidæmi Þingeyraklausturs. Óánægður almúgi og innheimta yfirvalda
14:30-14:50
Þórður Vilberg Guðmundsson: Hungurdauði og hallæri í Húnavatnssýslu 1755 -1756
14:50-15:10
Brynhildur L. Ragnarsdóttir: Dauðamein Húnvetninga í Tjarnarsókn 1785 til 1815
Kaffihlé 15:10-15:40
15:40-16:00
Bjarni Þ. Hallfreðsson: Fólk á Vatnsnesi.
Hvernig þróaðist byggð og félagsgerð byggðarinnar á norðanverðu Vatnsnesi á 18.öld?
16:00-16:20
Hafdís Líndal: Byggð og búfé í Vatnsdal
16:20-16:40
Linda Ösp Grétarsdóttir: Sakamál í Húnavatnssýslu á árunum 1756-1760.
Framkvæmd refsinga
16:40-17:00
Þórdís Lilja Þórsdóttir: Blóðskömm í Húnavatnssýslu 1720 – 1806.
Dómar og refsingar fyrir blóðskömm í Húnavatnsýslu
03.11.2015
Nes Listamiðstöð hefur verið starfrækt frá árinu 2008 og hefur gengið í gegnum ýmislegt í rekstri sínum frá stofnun. Það er vissulega eðlilegt að ný starfsemi geti átt erfitt uppdráttar fyrstu árin og ákveðið gleðiefni að á síðustu tveimur árum hefur verið meiri stöðugleiki í rekstri listamiðstöðvarinnar og ánægjulegt að segja frá því að undanfarin þrjú ár hefur hún skilað jákvæðri rekstrarniðurstöðu. Horfur eru einnig nokkuð góðar því allt komandi ár er að mestu fullbókað.
Fasteignakaup
Í sumar var tekin nokkuð stór stefnumarkandi ákvörðun þegar stjórn félagsins samþykkti að kaupa efri hæð Fellsbrautar 2. Kaupin voru gerð til að hýsa þá listamenn sem eru gestir Nes Listamiðstöðvar á hverjum tíma. Kaupin voru fjármögnuð með eigin fé og lántöku í Landbankanum. Stjórn telur að þessi ráðstöfun muni létta rekstur félagsins m.a. í ljósi þess að sagt hefur verið upp leigu á þremur íbúðum sem áður voru notaðar í þessum tilgangi.
Stefnumótunarvinna/fundarboð
Stjórn Nes Listamiðstöðvar hefur einnig ákveðið að ráðast í stefnumótun fyrir listamiðstöðina. Njörður Sigurjónsson sérfræðingur frá Háskólanum í Bifröst hefur verið ráðinn til þess að stjórna þeirri vinnu. Markmið stefnumótunarinnar er í raun að greina núverandi hlutverk félagsins og marka því stefnu til komandi ára. Haldinn hefur verið einn undirbúningsfundur með stjórn félagsins en fimmtudaginn 12. nóvember nk. er fyrirhugað að halda opinn fund um málið. Þar býðst öllum að koma sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu eða lýsa skoðun sinni á starfsemi félagsins. Fundurinn verður auglýstur nánar þegar nær dregur en stjórn bindur miklar vonir við að fólk hafi áhuga á að taka þátt í þessari vinnu.
Stjórn Nes listamiðstöðvar þakkar þeim mörgu sem hafa beint og óbeint stutt við þetta óvenjulega verkefni og þannig hjálpað til að gera það að frumkvöðlaverkefni sem litið er til víða um land.
Fh Nes Listamiðstöðvar
Halldór Gunnar Ólafsson
Stjórnarformaður