04.12.2015
Afmæli
Saumastofan Íris er orðin 10 ára.
Í tilefni af þeim tímamótum verðum við með opið hús í kjallara Gamla Kaupfélagsins mánudaginn 7. desember kl. 17- 19.
Það verður heitt á könnunni og boðið upp á kakó og smákökur.
Vonumst eftir að sjá sem flesta.
Fjóla og Didda
Frestað til miðvikudags vegna veðurs
04.12.2015
Guðbjörg Gylfadóttir Íslandsmeistari.
Guðbjörg Gylfadóttir fær hamingjuóskir frá Magnúsi B. Jónssyni
sveitarstjóra á Skagaströnd eftir að hún hafði sett nýtt Íslandsmet í
kúluvarpi kvenna.
Íslandsmetið, sem var kast upp á 16.33 metra, setti hún 17. maí 1992.
Metið stendur enn og er að verða eitt af elstu Íslandsmetunum.
Myndin var tekin í júní 1992 á hótel Dagsbrún þar sem haldið var upp á
afrek þessarar glæsilegu íþróttakonu með litlu kaffiboði.
Í baksýn sér í Guðbjörgu Viggósdóttur en myndina tók Ólafur Bernódusson.
01.12.2015
Jólabókakvöld í Bjarmanesi
miðvikudaginn 2. des., kl. 20
Heimamenn lesa úr eftirtöldum bókum:
Dagný Rósa Úlfarsdóttir Hersetan á Norðurlandi vestra
Sigríður Stefánsdóttir Hundadagar
Valtýr Sigurðsson Syndarinn
Lárus Ægir Guðmundsson Kvenfélagið Eining 1927-2013
Guðmundur Egill Erlendsson Útkall
Hugrún Sif Hallgrímsdóttir Dimma
Hjörtur Guðmundsson Utangarðs?
Vera Ósk Valgarðsdóttir Hvítir veggir og Öskraðu gat á myrkrið
Aðgangur ókeypis. Allir hjartanlega velkomnir. Bjarmanes verður
með kakó, kaffi og smákökur til sölu.