Fellsbraut lokuð vegna fráveituframkvæmda

Fimmtudaginn 15. desember verður Fellsbraut lokuð frá húsi nr 9 að húsi nr. 17 vegna framkvæmda við fráveitu. Lokað verður frá morgni og fram eftir degi. Sveitarstjóri

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2016/2017

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 641/2016 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2016/2017   Vesturbyggð (Patreksfjörður) Kaldrananeshrepp (Drangsnes)   Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 1081/2016 í Stjórnartíðindum   Sveitarfélagið Ölfus (Þorlákshöfn) Sveitarfélagið Garður Vesturbyggð (Brjánslækur, Bíldudalur) Sveitarfélagið Skagaströnd Fjallabyggð (Siglufjörður, Ólafsfjörður) Langanesbyggð (Þórshöfn, Bakkafjörður)   Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna hér.  Umsóknum þarf að fylgja samningur við vinnslu á eyðublaði sem er að finna hér.  Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi.   Umsóknarfrestur er til og með 28. desember 2016.   Fiskistofa 9. desember 2016  

Mynd vikunnar

Áhöfn Húna 1 Áhöfn Húna 1 prúðbúin á góðri stund. Aftari röð frá vinstri: Gunnar Sveinsson, Gylfi Sigurðsson, Sigmundur Magnússon og Indriði Hjaltason (d. 2.4.2006). Sitjandi frá vinstri: Gunnar Albertsson, Guðmundur Lárusson og Hákon Magnússon. Hákon og Gunnar voru meðal eigenda Húna og var Hákon farsæll skipstjóri en Gunnar var vélstjóri um borð. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin en hún kemur úr safni Gunnars Albertssonar.

Jólabókakvöld í Bjarmanesi

mánudaginn 12. desember kl. 20.00 Heimamenn lesa úr eftirtöldum bókum: Sara Diljá Hjálmarsdóttir Ör Sigríður Stefánsdóttir Tvísaga Lilja Ingólfsdóttir Hestvík Lárus Ægir Guðmundsson Skátarnir á Skagaströnd Ólafur R. Ingibjörnsson Útkall Jón Ólafur Sigurjónsson Eyland Guðmundur Ólafsson Verndarinn Dagný M. Sigmarsdóttir Tengdadóttirin Ástrós Elísdóttir Nóttin sem öllu breytti Aðgangur ókeypis. Allir hjartanlega velkomnir. Bjarmanes verður með kakó, kaffi og vöfflur til sölu.

Jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún. 2016

  Hinir árlegu jólatónleikar skólans verða sem hér segir: Á Skagaströnd í Hólaneskirkju þriðjudaginn 13.des. kl. 17 Á Húnavöllum miðvikudaginn 14.des. kl. 1530 Á Blönduósi í Blönduósskirkju fimmtudaginn 15.des. kl . 17 Allir velkomnir. Kennsla hefst á nýju ári miðvikudaginn 4.jan. samkvæmt stundaskrá.                                                         Skólastjóri

Lokað fyrir vatn í útbænum

Lokað verður fyrir vatn í útbænum á morgun fimmtudag frá kl. 8 til 11.

HSN Blönduósi óskar eftir starfsmanni í 50 % stöðu

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi óskar eftir starfsmanni til að skipuleggja og hafa umsjón með félagsstarfi aldraðra á dvalar-/hjúkrunardeild. Gerðar eru kröfur um Metnað og ábyrgð í starfi - Jákvætt viðmót og góða samskiptahæfileika - Nám sem félagsliði er kostur Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 27.12.2016 Nánari upplýsingar veitir Ásdís H Arinbjarnardóttir - asdis.arinbjarnardottir@hsn.is - 455 4100 Helga M Sigurjónsdóttir - helga.margret.sigurjonsdottir@hsn.is - 455 4141

Næsti fundur sveitarstjórnar

  FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 7. desember 2016 kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins.   Dagskrá:   1.   Bréf: a.    Aflsins, samtaka gegn ofbeldi, dags 1. desember 2016 b.    Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 15. nóvember 2016 c.    Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. nóvember 2016 d.    Hestamannafélagsins Snarfara, dags. í nóvember 2016 e.    Skólastjóra Höfðaskóla, dags. 22. ágúst 2016 f.     Stígamóta, dags. 10. október 2016 g.    Byggðasafnsins að Reykjum, dags. 8. nóvember 2016 h.   Farskólans, dags. 28. september 2016 i.     Heimilisiðnaðarsafnsins, dags. 23. nóvember 2016   2.   Fjárhagsáætlun 2017-2020 (seinni umræða)   3.   Fundargerðir: a.    Stjórnar félags- og skólaþjónustu A-Hún, 24.11.2016                                          i.    Fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustu A-Hún 2017 b.    Stjórnar Tónlistarskóla A-Hún, 1.12.2016                                          i.    Fjárhagsáætlun Tónlistarskólans c.    Stjórnar SSNV, 8.11.2016 d.    Stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 24.11.2016 e.    Stjórnar Hafnasambands Íslands, 11.11.2016 f.     Stjórnar Sambands ísl sveitarfélaga, 30.11.2016   4.   Önnur mál                                          Sveitarstjóri  

DESEMBERTILBOÐ

DESEMBERTILBOÐ Í ÍÞRÓTTAHÚSINU!! Mánaðaráskrift - 4200 kr. Tilboð: 3200 kr. Þriggja mánað áskrift - 9300 kr. Tilboð: 7900 kr. Tilboð gilda út desember. Íþróttahúsið býður upp á opið hús á þriðjudögum og fimmtudögum í desember á milli kl. 18-19 fyrir þá sem vilja ganga inni í hlýjunni. Hugmyndin er hugsuð fyrir fullorðið fólk sem hefur verið að ganga mikið úti en þegar hætta er á hálku og misjöfnum veðrum er gott að geta komið inn í hlýjuna og ganga hringi í salnum. Léttar styrktaræfingar í boði fyrir þá sem vilja. Að hittast, spjalla, hreyfa sig og hafa gaman saman inni í hlýjunni. Það skal tekið fram að þetta er öllum að kostnaðarlausu. Ef þetta heppnast vel og fólk er áhugasamt, verður framhald á þessu eftir áramót. Venjulegur opnunartími er alla dagana í desember: Mán.-fim. 7:40-20:00 Föstudaga 7:40-16:00 LOKAÐ VERÐUR MÁNUDAGINN 26. DESEMBER. Starfsfólk Íþróttahúss.

Mynd vikunnar

Bátaleikur. Þessi bátur, Bliki, endaði ævidaga sína á túninu á Litla Felli eftir að hafa gegnt hlutverki sínu á sjó. Börnin frá Felli skemmta sér um borð. Axel Gígjar Ásgeirsson er í stýrishúsinu, Einar Ásgeirsson heldur á fánanum og hjá honum stendur Ólafur Ásgeirsson. Stúlkan í grænu buxunum er líklega Anna Guðrún Ásgeirsdóttir en barnið í köflóttu peysunni er óþekkt. Ef þú þekkir barnið vinsamlega sendu okkur þá athugasemd.