21.05.2017
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar mánudaginn 22. maí 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00.
Dagskrá:
1. Ársreikningur 2016 (seinni umræða)
a. Álit skoðunarmanna
b. Samantekt um ársreikning milli umræðna
c. Ársreikningur 2016 til samþykktar
2. Félagslegar íbúðir
3. Skipun eins fulltrúa í tómstunda og menningarmálanefnd
4. Vegvísir, drög að aðgerðaráætlun fyrir Höfðaskóla
5. Bréf
a. Lyfju hf, Sigurbj. Gunnarssonar, dags. 19. maí 2017
b. Sýslumanns Nl.vestra, dags. 9. maí 2017
c. Samtaka sjárvarútvegssveitarfélaga, dags. 2. maí 2017
i. Ársreikningur 2016
6. Fundargerðir:
a. Aðalfundur Ferðamálafélags A-Hún, 25.04.2017
b. Stjórnar SSNV, 9.05.2017
c. Aðalfundar Farskólans, 10.05.2017
d. Stjórnar Hafnasambands Íslands, 28.04.2017
i. Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2016
7. Önnur mál
Sveitarstjóri
19.05.2017
Diskasala
Á þessari mynd er verið að selja postulínsdiska til styrktar
kirkjubyggingar á Skagaströnd. Á diskunum er mynd og áletrun.
Eins og oft vill verða þá eru þessir diskar að öðlast meira og meira
söfnunargildi eftir því sem lengra líður frá framleiðslu þeirra.
Fólkið á myndinni er frá vinstri: Guðberg Stefánsson (d. 15.9.1991),
Aðalbjörg Hafsteinsdóttir og Jón Ingi Ingvarsson.
Ekki er vitað hvenær myndin var tekin en sennilega hefur það verið
kringum 1990.
Senda upplýsingar um myndinaSkráning
12.05.2017
Skólamynd .
Þessi skólamynd var tekin af stúlkum úr Höfðaskóla á tröppum
"Gamla skólans" eða Bjarmaness eins og húsið heitir.
Í fremri röð eru frá vinstri:
Sigurbjörg Kristjánsdóttir frá Háagerði, Helga Ólafsdóttir í Suður-Skála,
Pálfríður Benjamínsdóttir í Skálholti, Sigríður ?, Þórunn Bernódusdóttir í
Stórholti og Kristín Lúðvíksdóttir í Steinholti.
Aftari röð frá vinstri:
Sigrún Jósteinsdóttir frá Sólvangi, Halla Björg Bernódusdóttir í Stórholti,
Ástríður Bertelsdóttir í Drangey, Dagný ?, Anna Skaftadóttir í Dagsbrún,
Harpa Friðjónsdóttir í Lækjarhvammi og Aðalheiður Jónsdóttir í Hólanesi.
Tröppurnar sem stúlkurnar sitja í voru austan á húsinu með forstofu sem
sér í. Tröppurnar og forstofan hafa nú verið brotin niður og húsið sjálft
verið sett í sitt upprunalega horf. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin
en líklega hefur það verið einhverntíma rétt fyrir 1958 þegar
Höfðaskóli var færður í nýtt hús.
Senda upplýsingar um myndinaSkráning
09.05.2017
Kirkjukórar Hólanes- og Sauðárkrókskirkju ætla að sameina krafta sína í Hólaneskirkju á morgun fimmtudag 11. maí kl 20:30. Kórarnir munu flytja létt og skemmtileg lög og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir mun syngja einsöng.
Stjórnendur eru Rögnvaldur Valbergsson og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir.
Komið og eigið með okkur notalega kvöldstund.
Enginn aðgangseyrir.
06.05.2017
Síldarverksmiðjan í byggingu
Síldaverksmiðjan í byggingu árin 1945 - 1947.
Myndin hefur líklega verið tekin af efstu hæð vinnupalls
sem var utan á stóra verksmiðjuskorsteininum.
Þrærnar sem eru lengst frá á myndinni hafa verið brotnar niður
og fjarlægðar og sama má segja um rörið sem á myndinni liggur
frá verksmiðjunni að mjölskemmunni sem er utan myndar.
Eftir þessu röri var mjölinu blásið heim í skemmuna þar sem það
var sekkjað og geymt þar til það var selt og sent í burtu.
Eins og sjá má á myndinni var hafnargarðurinn - Útgarður- ekki
kominn nema að litlu leiti.
06.05.2017
Kirkjukór Sauðárkrókskirkju heldur tónleika í Hólaneskirkju fimmtudaginn 11. maí kl 20:30.
Stjórnandi kórsins er Rögnvaldur Valbergsson organisti og kynnir er Sigríður Gunnarsdóttir.
Ath. Í auglýsingu í Sjónhorninu eru tónleikarnir sagðir á mánudag. Þeir verða fimmtudaginn 11. maí kl 20:30
05.05.2017
Leiklistardeild Höfðaskóla frumsýnir í dag, föstudaginn 5. maí, söngleikinn "Allt er nú til (Anything goes)" með tónlist eftir Cole Porter. Frumsýning er klukkan 20 í Fellsborg.
Leikarar í sýningunni eru nemendur í 8.-10. bekk og er leikstjóri Ástrós Elísdóttir. Söngleikurinn gerist um borð í skemmtiferðaskipi á fjórða áratug síðustu aldar og fjallar um ástina og örlög farþeganna.
Söngleikurinn er settur upp í fyrsta sinn á Íslandi í glænýrri þýðingu Ástrósar Elísdóttur, en hann hefur lengi þekkst erlendis undir nafninu Anything goes. Framleiðsla uppsetningarinnar er samkvæmt samkomulagi við rétthafa söngleiksins, TAMS-WITMARK MUSIC LIBRARY, INC. í New York. Höfundar texta eru Wodehouse & Bolton og Lindsay & Crouse (upphaflega), Crouse & Weidman (seinni útgáfa).
Í sýningunni er fjallað um kabarettstjörnuna Nínu Sveins sem gerir hosur sínar grænar fyrir hinum unga Bjössa Kristjáns, en hann hugsar ekki um aðra en Höllu Hjaltalín. Hann laumast um borð í farþegaskipið S.S. American til að reyna að koma í veg fyrir að Halla giftist lávarðinum Blængi Blandon. Þar sem Bjössi er með falsað vegabréf og þar að auki að skrópa í vinnunni mega hvorki yfirmaður hans né kafteinninn komast að því að hann sé á skipinu. Þar hittir hann fyrir ýmsa kynlega kvisti: aðalsfólk, mafíósa, sjóliða og fjárhættuspilara svo eitthvað sé nefnt.
Sýningin er sannkölluð skemmtun fyrir alla fjölskylduna, stútfull af söng og dansi. Ekki missa af þessu!
Fyrirhugaðar eru þrjár sýningar:
Frumsýning: föstudagur 5. maí 2017 kl. 20:00
Önnur sýning: laugardagur 6. maí 2017 kl. 14:00
Þriðja sýning: laugardagur 6. maí 2017 kl. 17:00
Sýnt í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd, miðasala við innganginn.
Miðaverð:
Grunnskólanemar: 1.000 kr.
Fullorðnir: 2.000 kr.
Leikarar eru:
Anita Ósk Ragnarsdóttir
Arna Rún Arnarsdóttir
Auðunn Árni Þrastarson
Ástríður Helga Magnúsdóttir
Benóný Bergmann Hafliðason
Birgitta Rut Bjarnadóttir
Bylgja Hrund Ágústsdóttir
Dagur Freyr Róbertsson
Freydís Ósk Kristjánsdóttir
Freyja Dís Jóhannsdóttir
Guðný Eva Björnsdóttir
Guðrún Helga
Hallbjörg Jónsdóttir
Haraldur Bjarki Guðjónsson
Hekla Guðrún Þrastardóttir
Ingólfur Eðvald Björnsson
Jóhann Almar Reynisson
Kristmundur Elías Baldvinsson
Laufey Lind Ingibergsdóttir
Leifur Örn Ragnarsson
Magnús Sólberg Baldursson
Ólafur Halldórsson
Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir
Sveinn Halldór Hallgrímsson
söngleikinn hefur undanfarið unnið að uppsetningu á söngleiknum