Kveikt á jólatré

Við munum tendra ljósin á jólatrénu á Hnappstaðatúni miðvikudaginn 5. desember kl 17.00. Heyrst hefur að einhverjir jólasveinar séu sloppnir til byggða og muni líta við. Sveitastjóri

Mynd vikunnar

Elsti Skagstrendingurinn. Þessi mynd var tekin 2009 af Jónínu Valdimarsdóttur sem varð 102 ára 29. nóvember síðast liðinn. Hún er því elsti Skagstrendingurinn í dag og líklega hefur enginn annar Skagstrendingur náð svo háum aldri áður. Jónína, eða Nína á Kárastöðum eins og hún er oft kölluð, hefur búið síðustu 30 árin á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Sæborg. Áður bjó hún á Kárastöðum í áratugi sem ráðskona hjá bræðrunum Kára og Sigurbirni Kristjánssonum. Nína eignaðist tvö börn, Svavar Sigurðsson, sem er látinn fyrir nokkrum árum og Kristínu Ragnhildi Sigurðardóttur sem býr í Tjaldanesi í Dalabyggð. Nína er sæmilega ern og hefur fótaferð þó heyrn og sjón séu verulega farin að gefa sig. Við óskum Jónínu Valdimarsdóttur innilega til hamingju með afmælið.