05.02.2018
Höfðaskóli verður með OPIÐ HÚS miðvikudaginn 7. febrúar n.k. frá kl. 10:30 til 12 í tilefni nýafstaðinna breytinga á húsnæðinu.
Gestir og gangandi eru velkomnir að ganga um sali, fylgjast með kennslu og þiggja kaffi og vöfflur þess á milli í boði 10.bekkjar.
Starfsfólk Höfðaskóla
05.02.2018
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir starf í íþróttahúsi/sundlaug laust til umsóknar.
Starfið er fólgið í vaktavinnu í íþróttahúsi og sundlaug. Um er að ræða fullt starf.
Leitað er eftir reglusömum starfsmanni sem er lipur í samskiptum, fær um sjálfstæð vinnubrögð og hefur hæfni til að starfa með börnum og unglingum.
Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar og hægt að sækja þau á vef sveitarfélagsins www.skagastrond.is
Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2018.
Nánari upplýsingar veitir Gígja í síma: 864 4908.
Sveitarstjóri
05.02.2018
Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra. Í nóvember sl. var auglýst til umsóknar starf forstöðumanns rannsóknasetursins með áherslu á sagnfræði. Tvær umsóknir bárust um starfið. Að loknu dómnefnar- og valnefndarferli var Vilhelm ráðinn forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Norðurlandi vestra frá 1. febrúar.
02.02.2018
Þorrablótið nálgast
Þessi mynd var tekin á þorrablótsæfingu, líklega 2013.
Á henni eru Magnús B. Jónsson til vinstri og Einar Haukur Arason
til hægri í hlutverkum sínum sem Sigurbjörn Björgvinsson bifreiðastjóri
og Guðmundur J. Björnsson gröfumaður í kaffi á áhaldahúsinu að
bíða eftir að fá einhver verkefni fyrir tæki sín.
Senda upplýsingar um myndina
01.02.2018
Forsætisráðuneytið leitar að 13 til 18 ára ungmennum í ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Opið verður fyrir umsóknir til og með 16. febrúar nk.
Leitað er að áhugasömu ungu fólki til að taka sæti í ungmennaráði heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna (SDG – Sustainable Development Goals). Ungmennaráðið hefur það skemmtilega hlutverk að kynna sjálfbæra þróun fyrir jafnöldrum sínum og vera ríkisstjórninni til ráðgjafar um hvernig ná megi sem best heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun. Ferðakostnaður vegna funda verður greiddur.
Meðfylgjandi er auglýsing með nánari upplýsingum.