11.08.2014
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
miðvikudaginn 13. ágúst 2014 kl 800 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Dagskrá:
Fjármál:
Yfirlit jan – júní 2014
Bréf EFS um fjármálastjórn sveitarfélaga
Siðareglur sveitarstjórnar
Leikskólinn
Viljayfirlýsing v/atvinnuuppbyggingar í A-Hún
Kosning fulltrúa á ársfund Róta bs.
Tilnefningu fulltrúa í svæðisbundinn stýrihóp v/ferðaþjónustu
Erindisbréf nefnda
Bréf:
Áslaugar Ottósdóttur
Sambands íslenskra sveitarfélaga
Landssambands Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
Fundargerðir:
Stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún, 7.08.2014
Menningarráðs Norðurlands vestra, 4.06.2014
Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 27.06.2014
Önnur mál
Sveitarstjóri
11.08.2014
Ráðstefna um auðlindir standmenningar
verður í Fellsborg Skagaströnd laugardaginn 16. ágúst 2014 kl 9.00 – 16.00.
Dagskrá ráðstefnunnar sem nefnist Rusl - RASK er:
09:15 Opnun ráðstefnunnar
Adolf H. Berndsen, oddviti Skagastrandar
09:30 “Fram með ruslið,” RASK verkefnið kynnt
Heidi Rognskog and Mona Eckhoff, listamenn og verkefnisstjórar
09:15 Menningarverkefni í litlu samfélagi
Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri Skagaströnd
09:45 Nes listamiðstöð
Hrafnhildur Sigurðardóttir, listamaður og stjórnarmaður í Nes listamiðstöð
0:15 Sjálfbærni í vanþakklátum heimi
Mark Swilling, prófessor við Stellenbosch háskóla
11:00 Kaffihlé
11:15 Staðblær í samfélögum og sjálfboðastarf
Laila Skaret, menningarfulltrúi í sveitarfélaginu Smøla
11:35 Innri og ytri landakort
Hilde Rognskog, listamaður
12:00 Hádegisverður
12: 45 “Stórar frásagnir vaxa upp á litlum stöðum”
Olav Juul fyrrv. bæjarstjóri í sveitarfélaginu Læsø
13:15 Draumalandið
Andi Snær Magnason, rithöfundur og aðgerðarsinni
14:30 Upplifun af samfélögum – ímynd og áhrif
Selma Dôgg Sigurjónsdóttir – Nýsköpunarmiðstöð Íslands
15:15 Samantekt og lok ráðstefnu
Ráðstefnan er öllum opin og þeir sem hafa áhuga á nýjum hugmyndum, skapandi hugsun og listrænni nálgun ættu ekki að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara.
11.08.2014
Tónlistarhátíðin Gæran verður haldin fimmta árið í röð í húsakynnum Loðskinns á Sauðárkróki, dagana 14.- 16. ágúst 2014.
Um næstu helgi gefst tónlistarunnendum einstakt tækfæri að taka þátt í árlegum viðburði í litlu sjávarplássi úti á landi. Stór geymslusalur, sem hýsir gærur í stöflum stóran hluta ársins, er í ágúst tæmdur til að rýma fyrir stóru sviði og fólki sem vill skemmta sér og hlusta á góða tónlist. Það eru yfir 100 hæfileikaríkir tónlistarmenn sem skipa þau 24 tónlistaratriði sem koma fram á
hátíðinni. Þar á meðal eru heitustu nöfn dagsins í dag ásamt stærstu nöfnum morgundagsins. Sauðárkrókur iðar af lífi þegar Tónlistarhátíðin Gæran stendur yfir og er þetta upplifun sem engin má missa af! Örfáar breytingar hafa orðið á þeim listamönnum sem koma fram í ár, en þeir eru:
Fimmtudagur:
Hafdís Huld, Sister Sister, Hlynur Ben, Val--‐kirja og Bergmál.
Föstudagur:
Kiriyama family, Úlfur Úlfur, HIMBRIM, Johnny and the rest, Myrká, The Bangoura band, Sjálfsprottin spévísi, Una Stef, Klassart og Boogie Trouble.
Laugardagur:
Dimma, Reykjavíkurdætur, Nykur, Rúnar Þóris, Kvika, Mafama, Skúli Mennski,
Beebee and the Bluebirds og Sunny side road.
Nú er undirbúningur fyrir hátíðina á lokastigi og standa aðstandendur hátíðarinnar ásamt stórum hópi sjálfboðaliða í ströngu að því að vinna þau fjölmörgu handtök sem þarf til. Dagskrá hátíðarinnar teygir sig yfir þrjá daga. Sólóistakvöld verður haldið á fimmtudeginum 14. ágúst á
Skemmtistaðnum Mælifelli og tónleikarnir á föstudeginum 15. og laugardeginum 16. verða á aðalsvæði hátíðarinnar. Það er 18 ára aldurstakmark en yngri tónlistarunnendur eru velkomnir í
fylgd með foreldri/forráðamanni, 12 ára og yngri fá frítt inn. Miðasala er hafin á midi.is og í Gestastofu Sútarans á Sauðárkróki og kostar einungis 6.500kr inn á hátíðina.
Bestu
Kveðjur frá Sauðárkróki!
Laufey Kristín s. 823 8087
Sigurlaug Vordís s. 618 7601
06.08.2014
Sunnudaginn 10. ágúst, kl. 14:00, verður opnuð sýning á um 30 listaverkum úr járni í miðbænum á Skagaströnd.
Erlendur Finnbogi Magnússon er höfundur þessara verka sem hann hefur unnið úr gömlu efni frá sjósókn, landbúnaði og öðrum atvinnugreinum.
Í myndverkunum, sem eru frá einum og upp í sex metra að hæð, má einnig sjá margs konar handverk frá fyrri tímum.
Fimmtíu ár eru síðan Erlendur sýndi fyrstu járnverk sín á umdeildri myndverkasýningu á Skólavörðuholtinu í Reykjavík. Eitt þeirra verka er í eigu Reykjavíkurborgar.
06.08.2014
Listamaðurinn Adam Wojcinski, sem dvelur og starfar við Nes listamiðstöð á Skagaströnd, stóð fyrir gjörningi, te athöfn, sem stóð yfir í 24 klukkustundur. Klukkan 8:15 þann 5. ágúst hófst te athöfnin þar sem Adam bauð til japanskrar tedrykkju til minningar um þá sem fórust við kjarnorkusprenginguna í Hiroshima. Athöfnin fór fram í friðsæld þagnar og íhugunar þar sem beðið var fyrir friði í heiminum. Fyrst var lagað te fyrir þá sem fórust í Hiroshima, síðan lagað te fyrir þá sem komnir voru til tedrykkju og var athöfnin endurtekin í sífellu. Þegar klukkan var orðin 8:15 þann 6. ágúst endaði gjörningur Adams á því að hinn friðsæli staður tedrykkjunnar var brenndur, en einmitt á þeim tíma árið 1945 var sprengjunni varpað á borgina Hiroshima.