09.10.2015
Við Blöndu.
Veiðimenn við Blöndu áður en hún var virkjuð. Algengt var að menn keyptu sér saman eina stöng því áin þótti erfið.
Hún var alltaf kolmórauð eins og kakósúpa og mest var veitt á spún af stærstu gerð þannig að oftar en ekki var laxinn húkkaður tilviljanakennt. Menn skiptust því á um að veiða en settust bara og fylgdust með félaganum meðan þeir voru ekki sjálfir að kasta fyrir laxinn og voru tilbúnir að stökkva af stað til að aðstoða við löndunina.
Þá var líka algengt að áhugasamir gestir kæmu í heimsókn til að fylgjast með hvernig veiðin gengi.
Á þessari mynd frá 1982 eru frá vinstri: Jóhann Björn (Baddi) Þórarinsson, Bernódus Ólafsson (d. 18.9.1996), Jósef Stefánsson (d. 9.12.2001) allir frá Skagaströnd og Lárus Jónsson Blönduósi (frá Bakka í Vatnsdal).
07.10.2015
Starfsmann vantar við ræstingar á Heilsugæslustöðinni á Skagaströnd.
Starfshlutflall er 12,5%, vinnutími getur verið samkomulag.
Nánari upplýsingar gefur Ásdís Arinbjarnardóttir yfirhjúkrunarfræðingur í síma 4554100.
06.10.2015
Vefmyndavélar á höfn eru óvirkar um stund vegna endurnýjunnar.
02.10.2015
Höfðaborg Hu 10.
Í bókinni "Sjósókn frá Skagaströnd & Vélbátaskrá 1908 - 2010" eftir
Lárus Ægi Guðmundsson segir eftirfarandi um þetta skip:
"Höfðaborg Hu 10. Togarinn var smíðaður úr stáli í Selby á
Englandi árið 1916 og keyptur til Íslands 1919.
Hann var 337 brl. með 600 ha. 3ja þjöppu gufuvél og var fyrsti
togarinn sem Skagstrendingar eignuðust.
Skipið hét Belgaum RE 153 þegar það var keypt til Skagastrandar í
nóvember 1951 og gert út til 1954 af Höfðaborg h/f.
Eigendur þess voru Höfðahreppur og allmargir íbúar í kauptúninu.
Þetta reyndust fremur slæm kaup því skipið var lélegt og t.d. urðu
menn að strengja segldúksbleðla yfir efstu kojurnar til að beina
dekklekanum fram á gólfið.
Síðasta sumarið sem togarinn var gerður út fór hann á síldveiðar
en árangur varð ekki mikill.
Togarinn var seldur í niðurrif til útlanda og tekinn af skrá í
maímánuði 1955.
" Myndin er í eigu Muna- og Minjasafns Skagastrandar.
Gefandi: Helga Berndsen Karlsskála á Skagaströnd í júlí 1996.
01.10.2015
Við Höfðaskóla er laus staða skólaliða, 75% starf.
Vinnutími er frá kl. 9 til 16 virka daga.
Starfið felur í sér þrif og gæslu nemenda.
Umsóknarfrestur er til 16. október 2015.
Nánari upplýsingar veita húsvörður og skólastjóri í síma 4522800
Skólastjóri.