Afmæli saumastofunnar

Afmæli Saumastofan Íris er orðin 10 ára. Í tilefni af þeim tímamótum verðum við með opið hús í kjallara Gamla Kaupfélagsins mánudaginn 7. desember kl. 17- 19. Það verður heitt á könnunni og boðið upp á kakó og smákökur. Vonumst eftir að sjá sem flesta. Fjóla og Didda Frestað til miðvikudags vegna veðurs

Mynd vikunnar

Guðbjörg Gylfadóttir Íslandsmeistari. Guðbjörg Gylfadóttir fær hamingjuóskir frá Magnúsi B. Jónssyni sveitarstjóra á Skagaströnd eftir að hún hafði sett nýtt Íslandsmet í kúluvarpi kvenna. Íslandsmetið, sem var kast upp á 16.33 metra, setti hún 17. maí 1992. Metið stendur enn og er að verða eitt af elstu Íslandsmetunum. Myndin var tekin í júní 1992 á hótel Dagsbrún þar sem haldið var upp á afrek þessarar glæsilegu íþróttakonu með litlu kaffiboði. Í baksýn sér í Guðbjörgu Viggósdóttur en myndina tók Ólafur Bernódusson.

Jólabókakvöld í Bjarmanesi

Jólabókakvöld í Bjarmanesi miðvikudaginn 2. des., kl. 20 Heimamenn lesa úr eftirtöldum bókum: Dagný Rósa Úlfarsdóttir Hersetan á Norðurlandi vestra Sigríður Stefánsdóttir Hundadagar Valtýr Sigurðsson Syndarinn Lárus Ægir Guðmundsson Kvenfélagið Eining 1927-2013 Guðmundur Egill Erlendsson Útkall Hugrún Sif Hallgrímsdóttir Dimma Hjörtur Guðmundsson Utangarðs? Vera Ósk Valgarðsdóttir Hvítir veggir og Öskraðu gat á myrkrið Aðgangur ókeypis. Allir hjartanlega velkomnir. Bjarmanes verður með kakó, kaffi og smákökur til sölu.

Mynd vikunnar

99 ára heiðurskona. Jónína Guðrún Valdimarsdóttir frá Kárastöðum á 99 ára afmæli 29. nóvember 2015. Þessi aldna heiðurkona er mannasættir sem talar aldrei illa um nokkurn mann þrátt fyrir oft erfiða æfi. Lengi var hún ráðskona hjá bræðrunum Kára (d.11.12.1990) og Sigurbirni Kristjánssonum (d.10.9.1989) á Kárastöðum og hélt þeim heimili ásamt dóttur sinni. Jónína eignaðist tvö börn, Svavar Bergmann Indriðason 1939, sem lést 1.nóv. 2010, og Kristínu Ragnheiði Sigurðardóttur 1949, sem var með móður sinni á Kárastöðum. Jónína dvelur nú á Sæborg í góðu yfirlæti og eru henni færðar innilegar hamingjuóskir með afmælið. Myndina af Nínu tók Jón Jónsson árið 1990.

Mál- og læsisstefna

Sameiginleg mál- og læsisstefna leik-og grunnskóla í Húnavatnssýslum og leikskólanum á Hólmavík Skólastjórnendur leik-og grunnskóla í Austur Húnvatnssýslu, Húnaþingi vestra og leikskólanum á Hólmavík hafa ákveðið að vinna að sameiginlegri mál- og læsisstefnu skólanna í samræmi við ákvæði í Aðalnámskrá leik- og grunnskóla og þann 24. nóv. s.l. undirrituðu skólastjórar viljayfirlýsingu um að stefna sameiginlega að þessu markmiði. Stefnt skal að því að vinna heildstæða mál- og læsisstefnu fyrir leik- og grunnskóla en hver skóli mun síðan í framhaldinu móta sína eigin stefnu sem tekur mið af þeirri sameiginlegu. Í grunnskólunum er nú unnið að þróunarverkefninu Orð af orði undir handleiðslu Guðmundar Engilbertssonar lektors við Háskólann á Akureyri. Í leikskólunum er unnið að þróunarverkefninu Málþroski og læsi, færni til framtíðar og þar er verkefnastjóri Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur. Í hverjum skóla er starfandi teymi sem ber ábyrgð á faglegri vinnu varðandi mál og læsi innan hvers skóla en tengiliðir frá skólunum hittast reglulega og vinna að sameiginlegri stefnu. Markmiðið með þessari vinnu er að efla málþroska og færni allra nemenda á báðum skólastigum er varðar læsi í víðum skilningi og með áherslu á snemmtæka íhlutun. Ábyrgðamenn verkefnisins í leikskólunum eru Guðrún Lára Magnúsdóttir leikskólastjóri í Ásgarði og Borðeyri og Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri Austur Húnavatnssýslu sem einnig er ábyrgðarmaður fyrir verkefninu í grunnskólunum ásamt Kristínu Ólöfu Þórarinsdóttur aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra.

Fræsingaþjónusta

Dimension of sound bíður uppá fræsiþjónustu á Skagaströnd, Hægt er að fræsa í allskonar timbur sem og léttari málma eins og t.d ál. Fræsum eftir teikningum, ásamt því bjóðum við uppá teikniþjónustu þannig að það eina sem þú þarft að koma með eru hugmyndir og við sjáum um restina. Vélin getur fræst í hluti sem eru allt að 124cm X 249cm X 15cm Vélin fræsir í 2D og 3D. Verð; 1Klst teiknivinna er 2.500kr 1klst vél+maður á vél er 10.000kr Hægt er að hafa samband í síma 868 8257 eða senda póst á fraesing@gmail.com með fyrirspurnir. https://www.facebook.com/Fr%C3%A6si%C3%BEj%C3%B3nusta-Nor%C3%B0urlands-Vestra-1634827400112658/timeline

Umsókn um byggðakvóta

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2015/2016 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 605/2015 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2015/2016 Grundarfjarðarbær (Grundarfjörður) Vesturbyggð (Patreksfjörður) Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 1043/2015 í Stjórnartíðindum Árborg (Stokkseyri, Eyrarbakki) Garður Vogar Vesturbyggð (Brjánslækur/Barðaströnd) Ísafjarðarbær (Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Hnífsdalur, Ísafjörður) Strandabyggð (Hólmavík) Húnaþing vestra (Hvammstangi) Blönduósbær (Blönduós) Sveitarfélagið Skagaströnd Fjallabyggð (Siglufjörður, Ólafsfjörður) Dalvíkurbyggð (Dalvík, Árskógssandur, Hauganes) Breiðdalshreppur (Breiðdalsvík) Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna hér. Umsóknum þarf að fylgja samningur við vinnslu á eyðublaði sem er að finna hér. Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi. Umsóknarfrestur er til og með 7. desember 2015. Fiskistofa 20. nóvember 2015

Mynd vikunnar

Grjótnám í Höfðanum. Á þessari mynd eru verkamenn við grjótnám í Höfðanum vegna hafnargerðar á Skagaströnd 1934. Milli 40 og 60 verkamenn unnu við hafnargerðina þetta sumar. Grjótið var sprengt úr Höfðanum og komið upp á vörubíl, oftast með handafli, og síðan flutt í uppfyllingu frá landi og út í Spákonufellsey, sem einnig var brotin niður að hluta og notuð í uppfyllinguna. Strax sumarið 1935 var svo söltuð síld á tréplani í höfninni, sem gjörbreytti allri aðstöðu fyrir báta og fiskmóttöku. Húsin í baksýn voru Melstaður (nær) og Laufás lengst til vinstri.

Mynd vikunnar

Kántrýhátíð 2001. Margt var um manninn á Kántrýhátíðinni um verslunarmannahelgina 2001 og margt í boði fyrir hátíðagesti. Meðal annars var hægt að leigja þennan glæsilega tveggja hestafla hestvagn til að koma sér á milli staða í góða veðrinu. Myndina tók Árni Geir Ingvarsson.

Framhaldsaðalfundur Foreldrafélags Höfðaskóla

Framhaldsaðalfundur Foreldrafélags Höfðaskóla verður haldinn í íþróttahúsinu miðvikudaginn 18. nóv. og hefst kl. 18. Fundarefni: - Kosning stjórnar. Ath. að tillaga að stjórn er komin - Önnur mál s.s. o starfið í vetur  Spjaldtölvuvæðing  Lestrarátak/lestrarömmur/afar  Viðhorf til skólastarfs  Jólaföndur – af eða á?  Grímuball á öskudegi  Annað sem kemur upp í hugann og fólk vill ræða. Endilega mætið sem flest því þannig getið þið haft áhrif. Foreldrafélag Höfðaskóla