Samið um talþjálfun gegnum netið

  Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu og Trappa ehf undirrituðu 2ja ára samning þann 30. mars sl. og bættust sveitarfélögin í A-Hún þar með í stóran hóp sveitarfélaga sem nýta sér talþjálfun í gegnum netið. Samningurinn lýtur að talmeinaþjónustu í skólum og leikskólum sveitarfélaganna og munu fyrstu börnin byrja fljótlega í talþjálfun. Greiningar verða ennþá í höndum Ingibjargar Huldar Þórðardóttur, talmeinafræðings A-Hún. Hér sjást Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri Austur-Húnavatnssýslu og Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Tröppu við undirritun samningsins í húsakynnum Tröppu í Aðalstræti, Reykjavík.   

Námsstyrkir til nemenda á framhalds- og háskólastigi

Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2017 tók sveitarstjórn Skagastrandar ákvörðun um að veita styrki til nemenda á framhalds- og háskólastigi sem nemur 20 þús. kr. skólaárið 2016-2017 en styrkirnir eru veittir til jöfnunar á námskostnaði fjarri heimabyggð. Umsóknum um styrki skal skilað til skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 25. apríl 2017. Umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest verða ekki teknar til greina. Nemendur á framhalds- og háskólastigi sem eiga lögheimili á Skagaströnd og fullnægja skilyrðum í reglum um styrkina eiga rétt á umræddum námsstyrk frá Sveitarfélaginu Skagaströnd. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu sveitarfélagsins og á heimasíðunni  http://www.skagastrond.is/samthykktir.asp og þar má einnig fá/finna umsóknareyðublöð. Reglur um styrkina má finna hér. Umsókn um styrk má finna hér.     Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Sjoppan á Karlsskála Myndin er af fyrstu sjoppunni á Skagaströnd en hún var rekin í græna timburhúsinu sem stendur vinstra megin við við Karlsskála. Ernst Berndsen (d. 21.8.1983) á Karlsskála var umboðsmaður fyrir olíufélagið BP á Íslandi og rak hann sjoppuna með Helgu dóttur sinni. Bensíndæla frá BP var fyrir utan sjoppuna eins og sést á myndinni. Ein af nýungunum sem sjoppan var með á sínum tíma var að fara að selja ís, pinnaís og ís í pökkum, upp úr frystikistu í sjoppunni. Lengst af var ekki fastur opnunartími í sjoppunni heldur þurfti að fara og banka á dyrnar á Karlsskála og biðja um afgreiðslu. Sjoppan var rekin í allmörg ár á árunum um og eftir 1960. Konurnar og börnin á myndinni eru óþekkt en ef þú þekkir þau vinsamlega sendu þá Ljósmyndasafninu athugasemd. Senda upplýsingar um myndinaSkráning