08.11.2018
Rafmagnstruflanir verða á Skagaströnd í nótt, aðfararnótt föstudagsins 09.11.2018 frá kl 00:00 til 00:15 og aftur frá 02:00 til kl 02:15 vegna vinnu í aðveitustöð.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690 og má sjá á www.rarik.is/rof
05.11.2018
Erlingur Hugi Kristvinsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi miðvikudaginn 14/11 2018. Tímapantanir í síma 455-4100 milli kl 08:00 og 16:00.
02.11.2018
Kvennaskólinn á Ytri-Ey.
Kvennaskólinn á Ytri-Ey í Vindhælishreppi (nú Skagabyggð) var rekinn í
þessu húsi.Skólinn var fyrsti kvennaskóli Húnvetninga og hóf starfssemi á
þessum stað 1883. Skólinn var í þessu húsi til 1901 þegar hann var fluttur
í nýbyggt hús á Blönduósi.
Á myndinni eru skólastúlkur ásamt kennurum og gestum einhverntíma á
þessu tímabili.
Skagfirðingar tóku þátt í rekstrinum meðan skólinn var á Ytri-Ey en hættu
þátttöku þegar hann var fluttur til Blönduóss.
Við þjóðveginn sunnan við Ytri-Ey er minnismerki um þennan merka skóla.
Fyrsta skólastýra skólans var sú merka kona Elín Briem sem var þá
nýútskrifuð úr húsmæðrakennaraskóla í Kaupmannahöfn. Hún kenndi og
stýrði skólanum frá stofnun til 1895 er hún flutti til Reykjavíkur þar sem hún
stofnaði hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Elín kom svo aftur norður og tók
við stjórn kvennaskólans er hann flutti 1901 til Blönduóss í tvö ár og svo
enn á ný 1910 til 1915.
Elín fékk riddarakross Hinnar íslensku fálkaorði árið 1921 og var þá önnur
af tveim fyrstu konunum sem þann heiður hafa hlotið.
Senda upplýsingar um myndina