Skagaströnd tryggð fjarskipti um gervihnattasamband
07.04.2025
Míla hefur komið á varasambandi um lágsporbrautargervihnattasamband á Skagaströnd til að tryggja að neyðarsímtöl geti borist af svæðinu ef ljósleiðaraslit á sér stað. Skagaströnd er eitt þeirra sveitarfélaga á Íslandi sem eru eintengd með einum ljósleiðarastreng. Ef tengingin slitnaði, eins og hefur gerst nýlega tvisvar sinnum í vondu veðri, var samfélagið nánast skilið frá nútímanum og sett aftur um hundrað ár í tímann hvað varðar samskipti.