19.01.2005
Nokkrir vaskir krakkar ætla á sunnudaginn að taka þátt
í Gríslingamóti ÍA í badminton á Akranesi. Lagt verður
af stað í bítið og komið heim að kvöldi. Mótið er ætlað
11 ára og yngri og fara foreldrar með undir fararstjórn
Hjálms, tómstunda- og íþróttafulltrúa sem veitir allar
nánari upplýsingar í síma 844 0985.
19.01.2005
Vetur konunugur hefur ráðum ríkjum á síðustu vikum og
minnt á sig í ýmsum myndum. Snjór hefur lagst yfir allt
sem bætir þó birtuleysið í dimmasta skammdeginu.
Vel hefur gengið að halda götum og gönguleiðum
opnum og tækifærin á milli þegar dúrar notuð til að
hreinsa snjó út úr götum og breikka þær þar sem það á
við. Þannig hafa orðið til snjófjöll víða og eru þau
sumstaðar notuð til þess að stýra snjóum og að draga
úr skafrenningi þar sem það er hægt. Með þeim hætti
næst jákvæðri árangur út úr snjómokstrinum og hann
hjálpar til við að draga úr enn meiri snjósöfnun. Lögð
hefur verið áhersla á að auka hálkuvarnir og eru götur
og gangstéttar sandaðar þegar svellar til að draga úr
slysahættu.
03.01.2005
Áramótin voru haldin með hefðbundnu sniði á
Skagaströnd. Björgunarsveitin Strönd og
Ungmennafélagið Fram stóðu fyrir flugeldasölu í Gamla
Kaupfélagshúsinu. Þar fóru allir viðskiptavinir sem
versluðu fyrir 12 þúsund krónur eða meira í pott, síðan
var dregið úr pottinum og var Árni Sigurðsson skipstjóri
sá heppni og fékk í verðlaun tertur og flugelda að
verðmæti 20 þúsund.
Hátiðahöldin um kvöldið hófust með blysför að
brennunni og var svo kveikt í henni, við brennuna er
öllum gefin stjörnuljós, sem vekur sérstaka ánægju hjá
unga fólkinu og síðan hófst glæsileg flugeldasýning að
hætti Björgunarsveitarinnar Strandar.
Veðurútlit fyrir kvöldið lofaði ekki góðu, en
Björgunarsveitin Strönd og Umgmennafélgaið Fram
voru bænheyrðir og fór brennan og flugeldasýningin
fram í góðu veðri og skyggni.
Björgunarsveitin Strönd og Ungmennafélagið Fram vilja
þakka öllum þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg við
undirbúning brennu og flugeldasýningar, gestum og
styrktaraðilum.