09.12.2011
Næsta kvikmynd og jafnframt sú síðasta fyrir jól verður sýnd í Kántrýbæ n.k. föstudagskvöld kl 21:30.
Um er að ræða Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson.
Nánar um myndina:
Hannes er kominn á eftirlaun eftir 37 ára starf sem húsvörður í skóla þar sem nemendum stóð ætíð stuggur af honum. Hann veltir því nú fyrir sér hvað hann eigi að taka sér fyrir hendur og efst á listanum er að gera upp gamlan bát sem hann á. Annað sem Hannes myndi gjarnan vilja laga er samband hans við tvö uppkomin börn sín, en það samband er ekki upp á marga fiska. Eina ástæðan fyrir því að hann hittir þau endrum og sinnum er að þau koma stundum að heimsækja móður sína, Önnu. Við föður sinn hafa þau hins vegar lítið að tala og enn minni áhuga á því. Kvöld eitt þegar þau Hannes og Anna eru að snæða kvöldverð fær Anna heilablóðfall. Eftir að hún er flutt á sjúkrahús og rannsökuð kemur í ljós að hún mun sennilega aldrei komast til heilsu á ný. Í stað þess að skilja Önnu eftir í höndum lækna og hjúkrunarfólks ákveður Hannes að fara með hana heim þar sem hann tekur til við að hjúkra henni og sjá henni fyrir því sem hún þarf. Um leið fær hann sjálfur nægan tíma til að skoða sjálfan sig og eigið líf og kemst að því að það er aldrei of seint að taka út þroska og laga það sem aflaga hefur farið.
Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og verið valin á ýmsar kvikmyndahátíðir um gjörvallan heim ásamt því að vinna fjölmörg verðlaun, m.a. á spænsku kvikmyndahátíðinni SEMINCI. Eldfjall verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2012.
Miðaverð 1.250 kr
--
Jacob and Andrea Kasper
Nes Artist Residency
Fjörubraut 8
545 Skagaströnd
Iceland
www.neslist.is Follow Us on Twitter Friend Us on Facebook
08.12.2011
Gítarnámskeiði sem hófst í byrjun nóvember lauk fimmtudaginn 7. desember.
Jón Ólafur Sigurjónsson stóð fyrir og kenndi á námskeiðinu sem stóð yfir í 5 vikur 2 kvöld í viku. Á því var bæði fólk sem aldrei hafði snert á gítar og var að læra sín fyrstu grip og aðrir sem notuðu námskeiðið til upprifjunar.
Námskeiðið gekk vonum framar og voru nemendur sammála um það að gítarinn færi ekki aftur inní skáp að því loknu.
Á meðfylgjandi mynd eru Jón Ólafur, Jóhanna Karlsdóttir, Herdís Jakobsdóttir, Guðný Sigurðardóttir en myndina vantar Árna Sigurðsson.
07.12.2011
Fimmtudagskvöldið 8. des . n.k. verður opið í Spákonuhofinu frá kl: 20:00-22:00
Höfundar kynna og árita bók sína um Þórdísi spákonu. Höfum einnig bækur frá Töfrakonum til sölu og fl.
Heitt á könnunni, Kakó og kökur.
Erum með kortagleypi ( posa) .... J
Spákonuhof á Skagaströnd.
02.12.2011
Verða sem hér segir:
Húnavöllum mánudaginn 5. des. kl: 15:00.
Skagaströnd í Hólaneskirkju fimmtudaginn 8. des. kl: 17:00.
Blönduósi í Blönduóskirkju mánudaginn 12. des. kl: 17:00.
Allir velkomnir.
Skólastjóri
02.12.2011
Sunnudaginn 4. desember kl. 17 verður aðventustund í kirkjunni okkar með þátttöku kirkjukórsins, stúlknakórs, TTT barna, fermingarbarna og auðvitað ykkar allra sem mæta. Fjölmennum, tökum þátt og njótum.
01.12.2011
Já, það eru allskonar djásn og dúllerí sem fást í handverksmarkaðnum í kjallara gamla kaupfélagsins á Skagaströnd.
Má þar t.d nefna heklaðar jólabjöllur, útsaumaða púða, jólasveina, járnklukkur, brussubrellur, dömuveski og skartgripi.
Er ekki tilvalið að kaupa jólagjöfina í heimabyggð?
Opið verður allar helgar til jóla frá 14-18 og á Þorláksmessu frá kl. 14-21.
Alltaf kaffi á könnunni og kandís í skál.
29.11.2011
Sveitarfélagið Skagaströnd hefur til leigu íbúðarhúsnæði sem er laust nú þegar. Um er að ræða þriggja herbergja íbúðir bæði í fjórbýli og raðhúsi og fjögurra herbergja íbúð í raðhúsi. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 455-2700 eða með því að senda tölvupóst á skagastrond@skagastrond.is Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu sveitarfélagsins http://skagastrond.is/eydublod.asp
28.11.2011
Vertu öruggari um barnið þitt!
Magnús frá Maríta verður með fræðslu um forvarnir fimmtudaginn 1. desember kl. 20:00 í Fellsborg.
Maríta er forvarnarsvið Samhjálpar. Aðalverkefnið er samstarf á vettvangi forvarnarfélagsins Hættu áður en þú byrjar er varðar fræðslu um skaðsemi fíkniefna.
Fundurinn er fyrir foreldra, kennara og alla aðra sem hafa áhuga á fræðslu um forvarnir.
Allir velkomnir
Kaffi og með því
Lofum góðri fræðslu
„Hjálpaðu barninu þínu að taka afstöðu og segja nei við vímugjöfum“
Foreldrafélagið í Höfðaskóla
27.11.2011
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
mánudaginn 28. nóvember 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Endurskoðuð fjárhagsáætlun
2. Félagslegar íbúðir
3. Tónlistarskóli A-Hún
4. Fellsborg endurbætur
5. Frístundakort
6. Bréf
a) Sávarútvegsráðuneytis, 26. október 2011
b) Félagsmálastjóra, 23. nóvember 2011
c) Björgunarsveitarinnar Strandar, dags 25. nóvember 2011
d) USAH, dags. 26. október 2011
e) Snorraverkefnisins, dags. 7. nóvember 2011
f) Sveitarstjóra til vegamálastjóra, dags. 15. nóvember 2011
g) Sveitarstjóra til Íslandspósts, dags. 21. nóvember 2011
7. Fundargerðir
a) Stjórnar SSNV, 8.09.2011
b) Stjórnar SSNV, 4.10.2011
c) Stjórnar SSNV, 11.11.2011
d) Samráðsfundar ríkis og sveitarfélaga, 5.10.2011
e) Stjórnar Sís og forsvarsmanna landshlutasamtaka, 14.10.2011
f) Heilbrigðisnefndar Nl.vestra, 1.11. 2011
g) Heilbrigðisnefndar Nl.vestra, 22.11. 2011
8. Önnur mál.
Sveitarstjóri
24.11.2011
Kveikt verður á jólatrénu á Hnappstaðatúni
laugardaginn 26. nóvember kl 17.00.
Samkomulag hefur tekist við jólasveinafélagið um að jólasveinar mæti samkvæmt venju þótt opinber starfstími þeirra
hefjist ekki fyrr en eftir nokkra daga.
Börn eru hvött til að koma með foreldra sína og rifja upp jólalögin.
Sveitarstjóri.