02.11.2011
Sjónvarpsstöðin N4 hefur nýlega sent út viðtöl frá Skagaströnd.
Viðtal við Halldór Ólafsson framkvæmdastjóra BioPol má nálgast hér: http://www.n4.is/tube/file/view/2076/
Viðtal við Fjólu Jónsdóttur og Sólveigu Róarsdóttur eigendur saumastofunnar írisi má finna hér: http://www.n4.is/tube/file/view/2096/1/
26.10.2011
Fimmtudaginn 27. október nk. kl 15.00 - 20.00 verður opið hús hjá Nes listamiðstöðinni. Þá munu listamennirnir Georgina Criddle og Dario Lazzaretto kynna hljóðlistaverk sitt Soundscapes - Hljóðsýn.
Lifandi listviðburður sem áhugavert er að skoða og upplifa.
17.10.2011
Dansverkið SKAGI verður frumflutt fimmtudaginn 20. október kl 20.00 í gamla Kaupfélagshúsinu að Einbúastíg 2 á Skagaströnd. Sýningar verða fimmtudag, föstudag, laugardag og síðasta sýning sunnudaginn 23. október. Allar sýningar hefjast kl 20.00
SKAGI Dansviðburður er saminn, stjórnað og fluttur af Andreu RC Kasper. Með henni dansa þrír af nemendum hennar, Sigurlaug Máney Hafliðadóttir, Sigurbjörg Katla Valdimarsdóttir og Guðrún Anna Halldórsdóttir.
Kvöldið kannar einangrun, einmannaleika og það að vera einn. Viðburðurinn byrjar á mynd sem heitir Peninsula og er samvinnuverkefni milli Andreu RC Kasper sem er dansari búsett á Skagaströnd og Rebecca Levy sem er kvikmyndagerðarkona frá Bandaríkjunum. Eftir myndina er dansverkið SKAGI flutt.
Miðaverð er:
1000 kr fyrir fullorðna
500 kr fyrir grunnskólabörn
Dansverkið er styrkt af Menningarráði Norðurlands Vestra og Minningarsjóðnum um hjónin frá Garði og Vindhæli.
Það eru takmörkuð sæti á hverri sýningu og móttaka eftir sýninguna.
13.10.2011
Lokað verður fyrir vatnið í Mýrinni og á Fellsbrautinni föstudaginn 14. okt. 2011
frá kl. 13:00 og frameftir degi.
Sveitarstjóri.
07.10.2011
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
mánudaginn 10. október 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Fjárhagsyfirlit
a) Samantekt um rekstur fyrstu 8 mánuði ársins
b) Bréf EFS um fjármál sveitarfélaga
2. Fellsborg endurbætur
3. Fræðslumál
a) Samantekt um kennslukvóta og stöðuhlutföll
b) Skólastefna
4. Samantekt um umhverfismál
5. Tjaldsvæði – útilegukort
6. Nes listamiðstöð
7. Bréf
a) Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 5. ágúst 2011
b) Velferðarráðuneytis, dags. 9. september 2011
c) Guðmundar S. Jóhannssonar, dags 7. september 2011
d) Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 5. september 2011
e) Menningarráð Norðurlands vestra, dags. 30. september 2011
8. Fundargerðir
a) Hafnarnefndar, 6.10.2011
b) Skipulags- og byggingarnefndar, 25.07.2011
c) Stjórnar Norðurár bs., 5.09.2011
d) Ársfundar Norðurár bs. 15.09.2011
e) Almannavarnarnefndar Húnavatnssýslna, 27.09.2011
f) Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 4.08.2011
g) Stjórnar Tónlistarskóla A-Hún, 21.09.2011
h) Aðalfundar Menningarráðs Nl.vestra, 26.08.2011
i) Menningarráðs, 27.09.2011
j) Ársþings SSNV, 26.-27.08.2011
k) Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 9.09.2011
9. Umferðar- og löggæslumál
10. Önnur mál.
Sveitarstjóri
07.10.2011
Á viðburðaskrá fyrir huggulegt haust er gert ráð fyrir fjórum möguleikum á Skagaströnd:
Rannsóknasetur HÍ á Norðurlandi vestra á Skagaströnd:
Lau. 13-17.
Kl. 13 -15: Skemmtilegt námskeið fyrir unga og aldna um íslenska handritamenningu.
Leiðbeinandi Reynir Þór Eggertsson.
Kl. 15 verður sýnd heimildamynd um ferðir
Emily Lethbrigde á söguslóðum;
kl. 16 - 17 : Emily Lethbridge segir frá ferð sinni um Ísland þegar hún las Íslend-ingasögurnar þar sem þær áttu sér stað.
Spákonuhof á Skagaströnd
Lau & sun. 13 - 17: Sögusýning um Þórdísi spákonu. Spáð í spil, lesið í lófa, bolla og rúnir.
Kántrýsetrið á Skagaströnd
Lau. & sun. 13 - 17: Opið hús
Árnes,
Elsta hús á Skagaströnd
Lau. 13 - 17: Opið hús
Sýningin: alþýðuheimili 1900 – 1920
Bækling fyrir söfn og viðburði má nálgast hér:
http://www.skagastrond.is/frettir/users3/stjori/Söguleg_safnahelgi2011.pdf
07.10.2011
Söfn og setur á Norðurlandi vestra hafa tekið höndum saman um að bjóða upp á sérstaka safna- og setrahelgi 8. – 9. október nk. í tengslum við verkefnið „Huggulegt haust“.
Það verður opið hús og sérstök dagskrá hjá fjölmörgum söfnum og setrum á Hvammstanga, Laugarbakka, Blönduósi, Skagaströnd og í Skagafirði. Glæsilegir vinningar eru í boði fyrir heppna gesti: Allir sem heimsækja að minnsta kosti 4 söfn lenda í lukkupotti og geta unnið.
Verkefnið er styrkt af Menningaráði Norðurlands vestra. Meiri upplýsingar og dagskrá má finna á vefsíðunni www.huggulegthaust.is.
29.09.2011
Nes listamiðstöð ehf. auglýsir 50% starf verkefnisstjóra fyrir listamiðstöðina laust til umsóknar. Verkefnisstjóri annast daglegan rekstur listamiðstöðvarinnar, s.s. markaðs- og kynningarstarf, samskipti við listamenn og umsýslu með vinnustofum, gistirými, viðburðum og öðrum umsvifum. Verkefnisstjóri starfar jafnframt með stjórn félagsins að stefnumörkun til áframhaldandi uppbyggingar listamiðstöðvarinnar.
Starfsstöð hans er á Skagaströnd.
Hæfniskröfur:
· Háskólamenntun á sviði lista og / eða menningar æskileg eða menntun sem nýtist til starfsins.
· Góð enskukunnátta
· Reynsla af verkefnum á sviði lista- og menningar.
· Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
· Sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð.
· Frumkvæði, áhugi og drifkraftur.
Umsóknarfrestur er til og með 10. október nk. og gildir póststimpill/tölvupóstsending þann dag. Umsóknir með greinargóðum upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila, berist Nes listamiðstöð ehf., Túnbraut 1 – 3, 545 Skagaströnd eða sendist á eftirfarandi netfang: halldor@biopol.is
Nes listamiðstöð ehf. var stofnuð árið 2008 og þar hafa að jafnaði dvalist um 100 listamenn árlega..
Nánari upplýsingar veitir Halldór G. Ólafsson, sími 452 2977, netfang: halldor@biopol.is
26.09.2011
Opið hús í Bjarmanesi á Skagaströnd mánudaginn 26. september kl. 18:00 – 20:00.
Farskólinn býður gesti velkomna kl. 18:00 – 20:00, til að kynna sér námskeið og námsleiðir, raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf, lesblindugreiningar og fleira. Stéttarfélögin Samstaða og Aldan kynna fræðslustyrki, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra kynnir nám við skólann og Vinnumálastofnun kynnir þjónustu sína.
Farskólinn kynnir
Ýmsa ráðgjöf og þjónustu
Tómstunda- og matreiðslunámskeið
Farskólinn býður upp á fjölbreytt úrval af tómstundanámskeiðum, s.s. þæfingu, teikningu, ostanámskeið og súpugerð.
Tungumálanám
Kynning á tungumálanámi. Enska fyrir byrjendur, danska og íslenska fyrir útlendinga. Norska?
Lengri námsleiðir sem gefa einingar
Kynning á lengri námsleiðum eins og Grunnmenntaskólanum, Skrifstofuskólanum, Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum og fl.
Léttar veitingar
Ásta Búadóttir, matreiðslumeistari og kennari hjá Farskólanum eldar dýrindis sjávarréttarsúpu fyrir gesti.
Lifandi tónlist
Ásdís Guðmundsdóttir syngur nokkur lög af nýjum diski Multi Musika.
22.09.2011
Nes listamiðstöð verður með opið hús í listamiðstöðinni í dag, fimmtudaginn 22. september kl 17 - 20. Listamenn mánaðarins verða á staðnum og sýna að hverju þau hafa verið að vinna að undanfarnar vikur. Meðal þess sem gefur að líta er vindharpa í smíðum, teikningar, innsetning um huldufólk og margt fleira.
Það væri gaman að sjá sem flesta.