12.10.2012
Spákonuhofið á Skagaströnd verður opið á laugardag og sunnudag eins og önnur söfn og setur á svæðinu í tengslum við Sögulega safnahelgi. Opið verður frá klukkan 12 til 18.
Sögustundir og Spádómar- Bókin um Þórdísi spákonu á tilboði þessa helgi.
Árnes á Skagaströnd verður opið á sama tíma .
Kaffi og kleinur í boði fyrir gesti.
Alltaf gaman að koma í Spákonuhofið .... sjáumst.
10.10.2012
Badminton
Við spilum badminton í Íþróttahúsinu á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 18:30-20:00.
Bjóðum velkomna þá sem vilja kynna sér þessa skemmtilegu íþrótt.
Badmintonklúbbur Skagastrandar
10.10.2012
Bókasafn Skagastrandar verður lokað um óákveðinn tíma vegna flutninga.
Opnun í Fellsborg verður auglýst síðar.
Bókavörður
10.10.2012
Skagstrendingum og nærsveitamönnum boðið að skoða myndir af höfninni og sjálfum sér
Í húsnæði Rannsóknaseturs HÍ í gamla kaupfélagshúsinu
kl. 12-18 laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. október 2012
Rannsóknasetur HÍ og sveitarfélagið Skagaströnd vinna nú saman að því að gera myndasafn sveitarfélagsins aðgengilegt almenningi á heimasíðu sveitarfélagsins. Ljósmyndasafnið telur nú um 13000 myndir sem allar tengjast Skagaströnd á einn eða annan hátt.
Hver er á myndinni? – klukkan 12-18
Á laugardag og sunnudag liggur frammi hluti af ljósmyndasafni Sveitarfélagsins Skagaströnd og er fólk beðið um að hjálpa til við að þekkja fólk og staði á myndunum.
Þetta er tilvalið tækifæri fyrir Skagstrendinga og nærsveitamenn til að rifja upp gamlar minningar og gera gagn á sama tíma.
Óformleg dagskrá kl. 14. báða dagana
Höfnin á Skagaströnd – myndir og spjall
Klukkan tvö á laugardag og sunnudag sýnir Ólafur Bernódusson myndir úr fórum sveitarfélagsins af hafnarframkvæmdum og stiklar á stóru um sögu þeirra allt frá því fyrir aldamótin 1900 til dagsins í dag.
Gestir eru beðnir um að taka þátt í frásögninni: leiðrétta, bæta við og segja frá því sem þeir vita. Öllum er boðið til leiks – sérstaklega þeir sem muna tímana tvenna.
Í húsnæði Rannsóknarsetursins er Bókasafn Halldórs Bjarnasonar en það hefur að geyma mikinn fróðleik um sögu og ættfræði.
Heitt verður á könnunni báða dagana og allir eru velkomnir.
Ókeypis rútuferð frá Blönduósi á kl. 13 – brottför frá Kvennaskólanum.
Rútan fer frá Skagaströnd kl. 15
Viðburðurinn er haldinn í samhengi við Sögulega safnahelgi á Norðurlandi vestra en þessa helgi taka nærri 30 söfn og setur á Norðurlandi vestra á móti gestum. Sjá nánar http://www.huggulegthaust.is/
09.10.2012
Kjörskrá
vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012
liggur frami á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar frá 10. október til kjördags.
Kjörskrárstofninn miðast við þá sem áttu
lögheimili í sveitarfélaginu
samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 29. september 2012.
Sveitarstjóri
08.10.2012
Árleg inflúensubólusetning haustið 2012
Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Blönduósi
Föstudaginn 12/10 kl: 13:00-15:00
Mánudaginn 15/10 kl: 13:00-15:00
Fimmtudaginn 18/10 kl: 11:30-13:30
Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Skagaströnd
Fimmtudaginn 18/10 kl: 9:30-11:00
Föstudaginn 19/10 kl: 13:00-14:30
Sérstaklega er mælt með að einstaklingar 60 ára og eldri, einstaklingar með langvinna sjúkdóma, heilbrigðisstarfsfólk og þungaðar konur láti bólusetja sig. Þessir áhættuhópar fá bóluefnið frítt en þurfa að greiða komugjald.
Einnig er mælt með því að sömu einstaklingar séu bólusettir á 10 ára fresti gegn lungnabólgu.
08.10.2012
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
þriðjudaginn 9. október 2012 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2013 - forsendur
2. Ársfundur SSNV
3. Bjarmanes
4. Lokun urðunarstaðar
5. Fundur með þingmönnum Norðvesturkjördæmis
6. Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu
7. Bréf:
a. Stjórnar USAH, dags. 4. október 2012
b. Karlakórs Bólstaðahlíðarhrepps, dags. 2. október 2012
c. Innanríkisráðuneytisins, dags. 21. september 2012.
d. Skipulagsstofnunar, dags. 24. september 2012.
e. Umhverfis og auðlindaráðuneytisins, dags. 25. september 2012.
f. EBÍ – Brunabót, dags. 13. september 2012
g. Atvinnu og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 10. september 2012
8. Fundargerðir:
a. Stjórnar Byggðasamlags um atvinnu og menningarmál, 3.10.2012
b. Stjórnar Byggðasamlags um Tónlistarskóla A-Hún, 24.09.2012
c. Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 5.09.2012
d. Stjórnar SSNV, 5.09.2012
e. Menningarráðs Nl. vestra, 5.09.2012
f. Hafnasambands Íslands, 19.09.2012
g. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 7.09.2012
9. Önnur mál
Sveitarstjóri
28.09.2012
Þriggja kvölda spilavist hefst þann 1. okt. Síðan 8. okt. og 15. okt. og verður spilað í félagsheimilinu Fellsborg frá kl:20:00 stundvíslega. Verðlaun verða veitt fyrir hvert kvöld og síðan heildarverðlaun fyrir öll kvöldin. 800kr. fyrir hvert kvöld en ef borgað er fyrir öll kvöldin þá 2.000kr. kaffiveitingar innifaldar.
Kvenfélagið Eining.
28.09.2012
Laugardaginn 29. september klukkan 1600 - 18:00 verður boðið upp á námskeið og umræðufund um áhrif óhóflegrar tölvunotkunar unglinga með sérstaka áherslu á ofbeldisleiki.
Námskeiðið fer fram í húsnæði Simey á Akureyri en verður sent gegnum fjarfundabúnað í námsstofuna á Skagaströnd, sem er á efstu hæðinni á gamla kaupfélaginu.
Námskeiðið er ókeypis og allir eru velkomnir.
Dagskrá:
1.Erindi frá Arnari Arngrímssyni og Guðjóni H. Haukssyni þar sem velt er fyrir sér spurningum sem varða tölvunotkun og áhrif á félagsfærni og þátttöku unglinga í samfélaginu.
2. Reynslusaga tölvufíkils
3. Þátttakendur fá tækifæri til að prófa ofbeldisfulla tölvuleiki og upplifa stemninguna fyrir framan skjáinn (EKKI Í BOÐI Á SKAGASTRÖND)
4. Pétur Maack, sálfræðingur fjallar um áhrif tölvuleikjanna og hvað er hægt að gera
5.Umræður
Námsstofan
24.09.2012
Vísindavaka er haldin árlega í Reykjavík í samvinnu margra skóla og aðila úr atvinnulífinu. Á vísindavöku er fjallað um allt milli himins og jarðar á skemmtilegan og skiljanlegan hátt. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má sjá hvað er í boði á vökunni í ár. Kynntu þér málið og sjáðu hvort þú finnur ekki eitthvað sem þig langar að sjá og heyra.
Fjölbreytt verkefni kynnt á Vísindavöku Úrval spennandi rannsóknaverkefna verður kynnt á Vísindavöku í ár, en hún verður í Háskólabíói, föstudaginn 28. september kl. 17-22.Sjá nánar
http://www.rannis.is/visindavaka/frettir/nr/2786/