28.08.2012
HITAVEITUDAGAR
Opið hús og kynning á væntanlegri hitaveitu verður í Íþróttahúsinu föstudag 31. ágúst frá 14-18 og laugardag 1. september frá 10-16.
Komið og fræðist þar sem ýmsir sérfræðingar í hitaveitumálum sitja fyrir svörum.
Sveitarfélagið Skagaströnd RARIK
21.08.2012
Við verðum með kaffihlaðborð laugardaginn 25 ágúst. Kl. 15 – 18 (aðeins opið á þessum tíma þennan dag) Kaffihlaðborðið kostar 1.500 krónur fyrir 14 ára
og eldri, 1.000 krónur fyrir 7-13 ára og
frítt fyrir 6 ára og yngri. Verið velkomin.
A.T.H Þetta er síðasti opnunardagur sumarsins Og vil ég þakka kærlega fyrir góðar mótökur. Kær kveðja Áslaug Ott
16.08.2012
Laugardaginn 18. ágúst kl 17.00, á Kántrýdögum, verður frumsýnd heimildarmyndin
„Sumar á Skagaströnd“
í félagsheimilinu Fellsborg.
Frumsýning myndarinnar er öllum opin og íbúum á Skagaströnd og gestum Kántrýdaga boðið að koma og njóta sýningarinnar.
Myndin var unnin á árunum 2008-2011. Í henni er skoðað hvernig atvinnumálum á staðnum er háttað í víðu samhengi og horft til hátækni og menningar. Í myndinni er fjallað um kántrýtónlist, NES listamiðstöð, Spákonuhof, BioPol og fylgst með fjölbreyttu lista- og mannlífi á Kántrýdögum.
Gerð myndarinnar var styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra og unnin í samstarfi við Sveitarfélagið Skagaströnd.
Höfundur myndarinnar er Halldór Árni Sveinsson
16.08.2012
Tómstunda- og menningarmálanefnd hefur ákveðið að veita viðurkenningu fyrir best/skemmtilegast/frumlegast /fallegast skreyttu götuna um Kántrýdaga.
Nokkrir smekkvísir listamenn í Nes listamiðstöð hafa tekið að sér að úrskurða um ágæti skreytinga í götum og munu meta skreytingamál á föstudagskvöldi og laugardegi.
Tilkynnt verður um niðurstöðu og viðurkenning veitt á fjölskylduskemmtun á laugardagskvöldi.
Tómstunda og menningarmálanefnd
15.08.2012
Laugardaginn 18. ágúst klukkan 10:00 verður lagt af stað í Þórdísargöngu á Spákonufell. Mæting er við golfskálann að Háagerði .
Fararstjóri verður göngugarpurinn Halldór Ólafsson og mun hann segja sögur af Þórdísi spákonu og öðru skemmtilegu.
Að lokinni göngu verður boðið uppá kaffihlaðborð í golfskálanum sem er innifalið í þátttökugjaldi sem er kr. 2.500.-
Frítt fyrir yngri en 16 ára.
Upplýsingar í síma 861 5089
Menningarfélagið Spákonuarfur
14.08.2012
Á Kántrýdögum opnar Árni Geir Ingvarsson ljósmyndasýninguna "Mannlíf á Skagaströnd". Eins og nafnið bendir til verða þar sýndar myndir úr hinu daglega lífi á Skagaströnd en Árni Geir hefur verið með vakandi auga linsunnar á atburðum og augnablikum mannlífsins. Hann er reyndar ekki einn um myndirnar því Herdís Jakobsdóttir kona hans og dóttirin Ásdís Birta eiga einnig hlut í sýningunni.
Ljósmyndasýingin verður í íþróttahúsinu og sýningartími á Kántrýdögum:
Föstudaginn 17. ágúst kl. 18:00 - 20:00
Laugardaginn 18. ágúst kl. 13:00 - 18:00
Sunnudaginn 19. ágúst kl. 13:00 - 17:00
13.08.2012
Götumarkaður verður á Bogabrautinni á Kántrýdögum!Auglýstur tími er frá kl. 13-15 á laugardaginn - en fólki er guðvelkomið að vera lengur.
Hvetjum alla til að koma og vera með - saman getum við skapað skemmtilega stemningu.
Ekki þarf að panta pláss né borga fyrir aðstöðuna, bara koma með dót sem þið viljið selja (og kannski borð og stól), svo er bara að velja sér góðan stað í götunni.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Nefndin.
27.07.2012
Kántrýdagar verða 17.-19. ágúst nk. Dagskrá þeirra er nokkuð hefðbundin. Kántrýsúpan er á sínum stað í tjaldinu. Þar verða líka tónleikar föstudags og laugardagskvöld. Í Kántrýbæ verða böll og sýning kvikmyndarinnar Kúrekar norðursins. Hljómsveitirnar Gildran, Klaufar, Illgresi, 1860 og Sefjun eru kallaðar til leiks. Ljósmynda- og listsýningar ásamt handverkssölu eru einnig í boði ásamt spádómum og gönguferðum. Drög að dagskrá hátíðarinnar má finna hér:
http://www.skagastrond.is/kantrydagskra2012.pdf
26.07.2012
Það verður opið hús fimmtudaginn 26. júlí. Það verður skemmtilega öðruvísi og vonandi verður veðrið gott.
Byrjað verður á slaginu 16:00 með gjörningi, á efstu hæð gamla frystihússins að Einbúastíg, sem stendur til 16:30. Á eftir mun verða hægt að sjá eftirstöðvar gjörningsins sem lista innsetningu.
Kl. 16:30 verður lítil myndbands innsetning sýnd á leynistað í gamla frystihúsinu.. lítið eftir merkingum!
Síðan er hægt að ganga til baka fyrir víkina að kaffihúsinu þar sem hljóðlistamaðurinn Askel Strimm mun flytja tónlist með vindinum.
Að því loknu er haldið áfram að listamiðstöðinni þar sem hægt verður að skoða það sem listamenn eru að starfa við. Boðið er upp á kaffi, te og kex.
Vonumst til að sjá ykkur þar, þar og þar!
Melody
26.07.2012
Kaffi Bjarmanes
föstudag 27. júlí kl. 21:30
FRÍTT INN
Rökkvi Vésteinsson verður með um 30 mínútna uppistand þar sem allt fær að flakka, enda þekktur fyrir að vera sérstaklega hömlulaus grínisti. Rökkvi hefur verið með uppistönd í 7 löndum á 4 tungumálum og hefur komið fram í öllum landshlutum Íslands. Árið 2006 sigraði hann í fyrstu umferð af Great Canadian Laugh Off keppninni í Kanada. Rökkvi er ekki síst þekktur fyrir video á netinu, meðal annars þar sem hann hleypur niður Laugaveginn í Borat sundskýlu, auk uppistandsmyndbanda og grínlaga.