13.12.2017
Fundur sveitarstjórnar fimmtudaginn 14. desember hefst kl 10.00 en ekki kl 8.00 eins og fram kemur í fyrri auglýsingu um fundinn.
Sveitarstjóri
12.12.2017
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar fimmtudaginn 14. desember 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00.
Dagskrá:
Álagningareglur útsvars og fasteignagjalda 2018
Fjárhagsáætlun 2018 (seinni umræða)
Umsókn til Húsafriðunarsjóðs
Byggðakvóti
Fundargerðir:
Sameiningarnefndar A-Hún, 6.12.2017
Þjónusturáðs um málefni fatlaðra, 5.12.2017
Hafnasambands Íslands, 1.12.2017
Önnur mál
Sveitarstjóri
08.12.2017
Á jólaballi
Myndin var sennilega tekin á jóla- barnaballi í Tunnunni upp úr 1960.
Þá sátu ballgestir á bekkjum meðfram veggjunum sitt hvoru megin í
salnum, gjarnan strákar öðru megin og stelpur hinum megin.
Á myndinni eru frá vinstri: Óskar Kristinsson úr Héðinshöfða,
Elínborg Jónsdóttir (d. 7.1.2007) kennari í Röðulfelli,
Örn Berg Guðmundsson (Assi) úr Höfðabrekku, Árni Ingibjörnsson á
Hólabraut, Rúnar Ingvarsson á Bogabraut, Ísleifur Þorbjörnsson í Akurgerði,
Jóhannes Pálsson (d.23.11.1986) á Bogabraut, Guðmundur Guðmundsson í
Skeifunni, Sævar Hallgrímsson í Bragganum, Bergur Þórðarson í Herðubreið,
Eðvarð Ingvason (d.29.5.2011) í Valhöll og Ómar Jakobsson í Grund.
Senda upplýsingar um myndina
07.12.2017
Jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún
Verða sem hér segir:
Húnavöllum þriðjudaginn 12. des. kl: 1530.
Blönduósi í Blönduóskirkju miðvikudaginn 13. des. kl: 1700.
Skagaströnd í Hólaneskirkju fimmtudaginn 14. des. kl: 1700.
Allir velkomnir.
Kennsla hefst á nýju ári miðvikudaginn 3.jan. samkvæmt stundaskrá.
Skólastjóri
05.12.2017
Þriðjudaginn 5. des. kl. 18.00 verður aðventurhátíð Skagastrandarprestakalls í Hólaneskirkju.
Kirkjukór Hólaneskirkju, Sunnudagskóla- og TTT- börnin flytja jóla- og aðventusöngva undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista.
Fermingarbörn flytja hugvekjuþátt um ljósið og Litli jólakórinn, barna í 4. og 5. bekk Höfðaskóla syngja falleg lög undir stjórn Ástrósar Elísdóttur. Jón Ólafur Sigurjónsson flytur jólahugleiðingu og Sr. Bryndís Valbjarnardóttir jólasögu.
Verið öll hjartanlega velkomin.
04.12.2017
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar fimmtudaginn 7. desember 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00.
Dagskrá:
Fjárhagsáætlun 2018 (fyrri umræða)
Félags- og skólaþjónustua A-Hún
Fundur stjórnar 28. nóv. 2017
Fjárhagsáætlun 2018
Tónlistarskóli A-Hún
Fundur stjórnar 7. nóv. 2017
Fjárhagsáætlun 2018
Málefni fatlaðra
Fundur þjónusturáðs 2. nóvember 2107
Rekstraryfirlit jan-sept 2017
Sameiginleg lögreglusamþykkt sveitarfélaga á Nl. vestra
Samningur um refaveiðar 2017-2019
Hólanes ehf - hlutafjáraukning
Bréf
Atvinnu og nýsköpunarráðuneytisins, 21. nóv. 2017
Hólaneskirkju, dags. 12. nóv. 2017
Snorraverkefnisins, 20. nóv. 2017
Sambands ísl. sveitarfélaga, 4. des. 2017
Fundargerðir:
Tómstunda- og menningarmálanefndar, 7.11.2017
Hafnar og skipulagsnefndar, 6.11.2017
Sameiningarnefndar 31.011.2017
Stjórnar Norðurár bs., 1.11.2017
Stjórnar SSNV, 7.11.2017
Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 27.10.2017
Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 24.11.2017
Önnur mál
Sveitarstjóri
01.12.2017
Erlingur Hugi Kristvinsson háls, -nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi fimmtudaginn 14. desember 2017.
Tímapantanir í síma 455-4100 milli kl.08:00 og 16:00.
01.12.2017
Þrjár blómarósir.
Stúlkurnar á myndinni voru nágrannar í útbænum þegar
þær voru að alast upp.
Lengst til vinstri er Matthildur Fossdal Hafsteinsdóttir í Dvergasteini.
Dvergasteinn er horfinn fyrir löngu en hann stóð milli Skálholts og
Bankastrætis.
Í miðið er svo Sóley Benjamínsdóttir í Skálholti, sem enn stendur við
Skagaveg.
Lengst til hægri er Áslaug Hrólfsdóttir úr Bjarmalandi sem
stendur í skakkhorn við Skálholt hinum megin við Skagaveginn en þar hefur
engin búið í mörg ár.
Matthildur átti þrjá bræður en tveir þeirra eru nú látnir.
Sóley átti tvær systur og er önnur þeirra látin. Áslaug var einbirni.
Allar fluttu þessar blómarósir ungar burt frá Skagaströnd.
Myndina tók Guðmundur Guðnason líklega kringum 1960.
Senda upplýsingar um myndina
30.11.2017
Sálfræðisetrið ehf. hefur starfsemi
á Blönduósi í desember 2017
Sofia B. Krantz, sálfræðingur, býður upp á
sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna og verður
hún með viðveru á skristofu Félags- og skólaþjónustu A-Hún, Flúðabakka 2
á miðvikudögum og fimmtudögum
kl. 09:00 – 17:00.
Opnað hefur verið fyrir tímabókanir.
Sími: 894-3204
Heimasíða: www.salfraedisetrid.is
Tölvupóstur: sofia@salfraedisetrid.is
30.11.2017
Rafmagnslaust verður á Litla Felli, hesthúsahverfi Skagastrandar og Vatnsveitu Hrafndal fimmtudaginn 30.11.2017 frá kl 13:00 til kl 15:45 vegna spennaskipta á Litla Felli.
Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690.