06.05.2017
Síldarverksmiðjan í byggingu
Síldaverksmiðjan í byggingu árin 1945 - 1947.
Myndin hefur líklega verið tekin af efstu hæð vinnupalls
sem var utan á stóra verksmiðjuskorsteininum.
Þrærnar sem eru lengst frá á myndinni hafa verið brotnar niður
og fjarlægðar og sama má segja um rörið sem á myndinni liggur
frá verksmiðjunni að mjölskemmunni sem er utan myndar.
Eftir þessu röri var mjölinu blásið heim í skemmuna þar sem það
var sekkjað og geymt þar til það var selt og sent í burtu.
Eins og sjá má á myndinni var hafnargarðurinn - Útgarður- ekki
kominn nema að litlu leiti.
06.05.2017
Kirkjukór Sauðárkrókskirkju heldur tónleika í Hólaneskirkju fimmtudaginn 11. maí kl 20:30.
Stjórnandi kórsins er Rögnvaldur Valbergsson organisti og kynnir er Sigríður Gunnarsdóttir.
Ath. Í auglýsingu í Sjónhorninu eru tónleikarnir sagðir á mánudag. Þeir verða fimmtudaginn 11. maí kl 20:30
05.05.2017
Leiklistardeild Höfðaskóla frumsýnir í dag, föstudaginn 5. maí, söngleikinn "Allt er nú til (Anything goes)" með tónlist eftir Cole Porter. Frumsýning er klukkan 20 í Fellsborg.
Leikarar í sýningunni eru nemendur í 8.-10. bekk og er leikstjóri Ástrós Elísdóttir. Söngleikurinn gerist um borð í skemmtiferðaskipi á fjórða áratug síðustu aldar og fjallar um ástina og örlög farþeganna.
Söngleikurinn er settur upp í fyrsta sinn á Íslandi í glænýrri þýðingu Ástrósar Elísdóttur, en hann hefur lengi þekkst erlendis undir nafninu Anything goes. Framleiðsla uppsetningarinnar er samkvæmt samkomulagi við rétthafa söngleiksins, TAMS-WITMARK MUSIC LIBRARY, INC. í New York. Höfundar texta eru Wodehouse & Bolton og Lindsay & Crouse (upphaflega), Crouse & Weidman (seinni útgáfa).
Í sýningunni er fjallað um kabarettstjörnuna Nínu Sveins sem gerir hosur sínar grænar fyrir hinum unga Bjössa Kristjáns, en hann hugsar ekki um aðra en Höllu Hjaltalín. Hann laumast um borð í farþegaskipið S.S. American til að reyna að koma í veg fyrir að Halla giftist lávarðinum Blængi Blandon. Þar sem Bjössi er með falsað vegabréf og þar að auki að skrópa í vinnunni mega hvorki yfirmaður hans né kafteinninn komast að því að hann sé á skipinu. Þar hittir hann fyrir ýmsa kynlega kvisti: aðalsfólk, mafíósa, sjóliða og fjárhættuspilara svo eitthvað sé nefnt.
Sýningin er sannkölluð skemmtun fyrir alla fjölskylduna, stútfull af söng og dansi. Ekki missa af þessu!
Fyrirhugaðar eru þrjár sýningar:
Frumsýning: föstudagur 5. maí 2017 kl. 20:00
Önnur sýning: laugardagur 6. maí 2017 kl. 14:00
Þriðja sýning: laugardagur 6. maí 2017 kl. 17:00
Sýnt í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd, miðasala við innganginn.
Miðaverð:
Grunnskólanemar: 1.000 kr.
Fullorðnir: 2.000 kr.
Leikarar eru:
Anita Ósk Ragnarsdóttir
Arna Rún Arnarsdóttir
Auðunn Árni Þrastarson
Ástríður Helga Magnúsdóttir
Benóný Bergmann Hafliðason
Birgitta Rut Bjarnadóttir
Bylgja Hrund Ágústsdóttir
Dagur Freyr Róbertsson
Freydís Ósk Kristjánsdóttir
Freyja Dís Jóhannsdóttir
Guðný Eva Björnsdóttir
Guðrún Helga
Hallbjörg Jónsdóttir
Haraldur Bjarki Guðjónsson
Hekla Guðrún Þrastardóttir
Ingólfur Eðvald Björnsson
Jóhann Almar Reynisson
Kristmundur Elías Baldvinsson
Laufey Lind Ingibergsdóttir
Leifur Örn Ragnarsson
Magnús Sólberg Baldursson
Ólafur Halldórsson
Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir
Sveinn Halldór Hallgrímsson
söngleikinn hefur undanfarið unnið að uppsetningu á söngleiknum
28.04.2017
Jónmundur Ólafsson
Jónmundur Ólafsson lést 19. apríl síðast liðinn
og verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju á 83.afmælisdegi sínum 3. maí næstkomandi klukkan 14:00.
Jónmundur gekk ávallt galvaskur til allra verka, kátur og hress. Hann lét áföll lífsins ekki beygja sig andlega þó líkaminn bognaði og gæfi eftir. Nú gengur hann glaður inn í eilífa vorið, eins og hann gerði öll vor lífsins, óhræddur og iðandi af starfsorku.
Í þetta sinn gengur hann beinn í baki og verkjalaus til að kanna nýjar lendur og tilbúinn að taka til hendinni ef þarf. Jónmundar er minnst fyrir atorkusemi og góðmennsku en hann rétti mörgum hjálparhönd án þess að aðrir vissu. Við sem þekktum Jónmund þökkum honum farsæla samfylgd gegnum lífið
27.04.2017
Opið Hús @ Nes Listamiðstöð
View this email in your browser
Nes Listamiðstöð Opið hús
Copyright © 2017 Nes Listamiðstöð Ehf. All rights reserved.
You are receiving this email because you have subscribed to our newsletter or given us your email so we can keep in touch :) How nice!
Our mailing address is:
Nes Artist Residency
Fjörubraut 8
545 Skagaströnd
http:\\neslist.is
We hope you don’t want to leave us but if by some remote chance you do, then please click the unsubscribe link below.
unsubscribe from this list
25.04.2017
Erlingur Hugi Kristvinsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi
fimmtudaginn 4. maí næstkomandi.
Tímapantanir í síma 455-4100 milli kl 08:00 og 16:00.
25.04.2017
Starfsmaður óskast
við sundlaugina á Skagaströnd sumarið 2017. Um er að ræða vaktavinnu og unnið um helgar skv. vaktaskipulagi. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 18 ára til að koma til greina.
Hæfni- og menntunarkröfur:
Viðkomandi þarf að vera kurteis og lipur í mannlegum samskiptum, duglegur, skapgóður og tilbúinn til að takast á við margvísleg verkefni. Skilyrði til að sinna starfinu er að viðkomandi hafi lokið björgunar- og skyndihjálparprófi frá viðurkenndum aðila. Boðið verður upp á slíkt námskeið starfsmanni að kostnaðarlausu. Umsækjendur þurfa að vera vel máli farnir á íslensku og hafa vald á ensku.
Umsókn
Skriflegum umsóknum skal skilað á skrifstofu sveitarfélagsins þar sem umsóknarblöð fást einnig.
Umsóknarfrestur er til 22. maí nk.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um starfið veitir Gígja Óskarsdóttir, s:864 4908, og í netfanginu; ithrottahus@skagastrond.is.
Sveitarstjóri
24.04.2017
Í lúkarnum á Vísi Hu 10
Stund milli stríða í lúkarnum á Vísi Hu 10.
Frá vinstri: Sigurður Árnason (d.26.3.2013) skipstjóri,
Jósef Stefánsson (d.9.12.2001) og Bernódus Ólafsson (d.1.9.1996) hásetar.
Myndin var tekin á hafísárinu 1965.
21.04.2017
Hinir árlegu vortónleikar skólans verða í
Hólaneskirkju fimmtudaginn 4.maí kl. 17
Allir velkomnir.
Skólastjóri