04.07.2018
Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa dagana 9. – 20. júlí 2018.
Skrifstofan opnar aftur eftir sumarleyfi 23. júlí.
Sveitarstjóri
02.07.2018
Á réttri leið
Konur á Skagaströnd voru duglegar að taka þátt í átakinu
"Á réttri leið - bætt heilsa, betri líðan" sem hófst þegar þessi
mynd var tekin 16. febrúar 2011. Átakið hófst með að allar konurnar
mættu á hafnarvigtina þar sem hópurinn var vigtaður sem heild.
Niðurstaðan var að konurnar á myndinni voru fimm tonn og 360 kíló við
upphaf átaksins, sem fól í sér ýmis konar líkamsrækt en jafnframt andlega
uppbyggingu.
Ekki liggur fyrir hve mörg kíló hurfu við átakið en þau skiptu hundruðum.
Senda upplýsingar um myndina
25.06.2018
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 27. júní 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 17.30.
Dagskrá:
Kosning í nefndir sveitarfélagsins
Kjörstjórn
Fræðslunefnd
Skoðunarmenn
Refa og minkaeyðing
Reglur um refa og minkaveiði
Samningur við veiðitaka
Persónuverndarstefna sveitarfélagsins
Endurskoðun
Aðalskipulag sveitarfélagsins
Bréf
Tónlistarskólans á Akureyri
Jóns H. Daníelssonar, dags.
Fundargerðir
Stjórnar Hafnarsamands Íslands. 28.05.2018
Önnur mál
Sveitarstjóri
22.06.2018
Nes listamiðstöð 10 ára
Um þessar mundir (júní 2018) eru liðin tíu ár síðan
Nes listamiðstöðin tók til starfa. Á þessum tíu árum
hafa hundruð listamanna allstaðar að úr heiminum
dvalið á Skagaströnd um lengri eða skemmri tíma til að
vinna að hugðarefnum sínum.
Í hverjum mánuði hefur verið haldið opið hús í miðstöðinni þar sem sýnt
er hvað listamennirnir eru að skapa hverju sinni.
Oft hefur það komið íbúum Skagastrandar á óvart hvað listamennirnir
koma auga á í hversdagsleikanum. Þessi mynd er dæmi um efnivið í
listaverk eftir Marian Bijlenga sem við íbúarnir gengum framhjá án þess
að virða viðlits. Marian dvaldi í Nesi í júlí 2008 og var því ein af fyrstu
listamönnunum sem þar dvöldu.
Til að halda upp á afmæli Ness verður boðið upp á margs konar uppákomur
um helgina 23. og 24. júní þar sem allir eru boðnir velkomnir til að koma
og njóta veitinga og lista í listamiðstöðinni og í Bjarmanesi.
Senda upplýsingar um myndina
21.06.2018
10 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ NES LISTAMIÐSTÖÐVAR
Við bjóðum þér að fagna með okkur 10 ára afmæli Nes listamiðstöðvar helgina 23. og 24. júní. Á hátíðinni verður sýning fjölmargra listamanna sem dvalið hafa í Nes listamiðstöð, bæði innsetningar og gjörningur, ásamt nýjum verkum þeirra listamanna sem dvelja nú í Nes listamiðstöð. Alls er um að ræða 80 listaverk, ljósmyndir, málverk, teikningar og margt fleira. Flest listaverkin verða einnig til sölu.
We invite you to celebrate 10 years of Nes Listamiðstöð at the festival weekend on Saturday 23 June and Sunday 24 June. The festival will include an alumni exhibition, as well as installation, performance and new works from current artists in residence. The alumni exhibition includes up to 80 works of photography, painting, drawings, prints and other works on paper. Artworks will be available to purchase.
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ
Kl. 15:00-18:00: Nes listamiðstöð. Opnun sýningar á verkum listamanna sem dvalið hafa í Nes listamiðstöð. Á sýningunni eru m.a. ný listaverk eftir Jérémy Pailler (Frakklandi) og Danielle Rante (USA) sem dvelja nú aftur í listamiðstöðinni.
Kl. 15:30: Nes listamiðstöð. Hátíðin sett. Kaffi og afmælisterta í boði.
Kl. 16:00-18:00: Innsetning og opin vinnustofa listamanna í Bjarmanesi (kjallara). Anna Rosa Hiort-Lorenzen (Danmörku) verður með innsetningu gerða úr hljóði, ljósum og textíl. Pam Posey (USA) býður þér að skoða teikningar og málverk.
Kl. 17:00: Gjörningur með Sophie Gee (Kanada) í Frystinum í Nes listamiðstöð.
Saturday 23 June
15.00-18.00 Alumni exhibition opening at Nes Listamiðstöð.
The exhibition includes new artworks by Jérémy Pailler (France) and Danielle Rante (USA), Nes alumni currently in residence.
15.30 Opening speeches. Coffee and birthday cake to celebrate.
16.00–18.00 Installation and open studio at Bjarmanes (downstairs). Anna Rosa Hiort-Lorenzen (Denmark) will create an installation of sound, light and textiles. Pam Posey (USA) invites you to visit her drawing and painting lab.
17.00 Performance by Sophie Gee (Canada) in the Freezer, Nes Listamiðstöð.
SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ
Kl: 14:00 - 18:00 Nes listamiðstöð. Sýning á verkum listamanna sem dvalið hafa í Nes listamiðstöð.
Kl. 14:00-18:00: Innsetning og opið stúdíó í Bjarmanesi (kjallara).
Kl. 16:00-17:00: Sýning níu stuttmynda eftir listamenn sem dvalið hafa í Nes listamiðstöð. Sýningin er í Frystinum í Nes listamiðstöð.
Kl. 18:00-19:00: Sýning stuttmyndanna endurtekin í Frystinum
í Nes listamiðstöð.
Sunday 24 June
14.00-18.00 Alumni exhibition continues at Nes Listamiðstöð
14.00-18.00 Installation and open studio continues at Bjarmanes (downstairs).
16.00-17.00 Film screening of 9 short films by Nes alumni in the Freezer, Nes Listamiðstöð.
18.00-19.00 Film screening repeats.
LIST UTANHÚSS
Sjáið nýja vegglistaverkið af Spákonufelli eftir Frank Webster (USA) og nýja höggmynd “Árbakkasteinn í steinboga” eftir Nicole Shaver (USA).
Fimmtudaginn 21. júní: Taktu þátt í sólstöðugöngu á Spákonufell og hlustaðu á hljóðlistaverkið “Hrafn. Gáttir. Helgisiður” eftir Melody Woodnutt og Burke Jam. Brottför frá golfskálanum kl. 22.30. Skráning á netfanginu ody.who@gmail.com.
OUTSIDE ART
Look outside Nes for a new mural of the mountain by Frank Webster (USA) and a new sculpture “Arch for Árbakkasteinn” by Nicole Shaver (USA).
On Thursday 21 June, take a Summer Solstice walk up Spákonufell and listen to a sound art piece “Raven. Portal. Ritual” by Melody Woodnutt and Burke Jam. Departs the golf club at 22.30. Register by email ody.who@gmail.com.
Sjáumst þar!
21.06.2018
Bókasafn Skagastrandar auglýsir breyttan opnunartíma í júní og júlí.
Bókasafnið er opið klukkan 17-20 á miðvikudögum, gengið er inn að sunnanverðu.
Lokað verður í ágúst.
Sumarkveðja
Bókavörður.
19.06.2018
Starfsfólk sundlaugar Skagastrandar er á öryggisnámskeiði í dag, þriðjudaginn 19.júní og er því sundlaugin lokuð.
15.06.2018
Gönguleið um Höfðann opnuð
17. júní 2008 var formlega opnuð merkt gönguleið um
Spákonufellshöfða.
Á þessari mynd er Egill Örn Ingibergsson að fara að klippa á borða og
opna þannig gönguleiðina.
Steindór Haraldsson til vinstri og Ingibergur Guðmundsson til hægri halda
borðanum. Eins og sjá má mætti fjöldi manns við opnunina og gengu
síðan hringinn um Höfðann. Síðan þá hefur gönuleiðin um Höfðann notið
mikilla vinsælda enda býður hún upp á fallegt útsýni, og holla útiveru.
Senda upplýsingar um myndina