04.05.2018
Við Höfðaskóla eru lausar kennarastöður fyrir næsta skólaár. Um getur verið að ræða almenna kennslu sem og kennslu verk-og listgreina.
Nánari upplýsingar um störfin veitir skólastjóri, Vera Ósk Valgarðsdóttir, í síma 452 2800 , hofdaskoli@hofdaskoli.is
Skólastjóri
03.05.2018
Leiklistardeild Höfðaskóla kynnir gamaleikritið
Lífið er núna!
Sýningar í Fellsborg miðvikudaginn 9. maí kl. 20:00
og föstudaginn 11. maí kl. 20:00
30.04.2018
Sveitarstjórn Skagastrandar afgreiddi ársreikning 2017 á fundi sínum 30. apríl 2018.
Í ársreikningnum kemur fram að rekstrartekjur samstæðunnar voru 577,8 m.kr. en voru 559 m.kr. árið 2016 og hafa hækkað um 3,4% milli ára. Rekstrargjöld samstæðu námu 563,2 m.kr. en voru 551,2 m.kr. 2016 og höfðu aukist um tæp 2,2% milli ára. Rekstrarniðurstaða var jákvæð á árinu um 27,6 m.kr. í samanburði við 22,7 m.kr. jákvæða afkomu árið 2016. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar reyndist 23,6 m.kr. betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
Tekjur A-hluta voru 497,4 m.kr. og rekstargjöld án afskrifta námu 495,5 m.kr. Rekstur A hluta fyrir afskriftir, fjármunatekjur og fjármagnsgjöld var því jákvæður um 1,9 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta að teknu tilliti til fjármunatekna og afskrifta var jákvæð um 7,9 m.kr.
Heildareignir sveitarfélagsins námu í árslok 1.742 m.kr. og eigið fé voru 1.274 m.kr. Langtímaskuldir sveitarfélagsins námu 246,7 m.kr. og tilheyra þær eingöngu félagslegum íbúðum. Veltufjárhlutfall samstæðunnar var 12,77 en var 14,59 í árslok 2016.
Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi var veltufé frá rekstri samstæðunnar 85,4 m.kr. og handbært fé frá rekstri nam 75,6 m.kr. Engin ný lán voru tekin á árinu. Handbært fé samstæðunnar nam 457,9 m.kr. í árslok auk 192,1 m.kr. skammtímaverðbréfaeignar en handbært fé var 539,8 m. kr. í árslok 2016 og þá nam skammtímaverðbréfaeign 124,5 m.kr. Fjárfestingar í varnlegum rekstrarfjármunum námu 73,8 m.kr. hjá samstæðu sveitarfélagsins.
27.04.2018
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar mánudaginn 30. apríl 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00.
Dagskrá:
Ársreikningur 2017, síðari umræða
Samstarfssamningur Rannsóknarseturs HÍ og sveitarfélagsins Skagastrandar
Bréf
Minjastofnunar Íslands, dags. 9. apríl 2018
Hróksins, dags. 12. apríl 2018
Nes listamiðstöðvar, 5. mars 2018
Fundargerðir
Stjórnar Félags og skólaþjónustu A-Hún, 18.04.2018
Skólanefndar FNV, 20.03.2018
Stjórnar SSNV, 6.04.2018
Stjórnar SSNV, 18.04.2018
Önnur mál
Sveitarstjóri
27.04.2018
Guðmundur Jóhannesson.
Guðmundur Jóhannesson lést hinn 17. apríl síðastliðinn og
verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju fimmtudaginn 3. maí klukkan 14:00.
Uppgjöf er orð sem ekki var til í orðabók Guðmundar Jóhannessonar.
Framsækni, stórhugur og dugnaður voru aftur á móti á fremstu síðu í
þeirri bók. Hann kom að stofnun margra fyrirtækja og stofnana sem til
framfara horfðu á Skagaströnd og lagði hart að sér til að koma þeim á fót.
Guðmundur var maður sem allir vildu hafa í sínu liði því þó hann væri
ekki hávær á fundum og mannamótum vann hann heill og ótrauður að
þeim málum sem hann trúði á.
Þegar hann fékk svo áfall eftir miðjan aldur og lamaðist að hluta kom
uppgjöf ekki til greina heldur þjálfaði hann sig og fann leiðir til að gera
ótrúlegustu hluti, sem menn í hans stöðu áttu engan veginn að geta gert.
Nú, þegar þessi aldni höfðingi gengur glaður og óhaltur inn í ljósið, er hugur
okkar hjá aðstendendum sem kveðja Guðmund með söknuði.
27.04.2018
Vortónleikar Tónlistarskólans verða:
Blönduósi: Í Blönduósskirkju miðvikudaginn 2. maí kl: 1700
Skagaströnd: Í Hólaneskirkju mánudaginn 7. maí kl: 1700
Allir velkomnir
Skólastjóri
27.04.2018
Fatamarkaður Rauða krossins á Skagaströnd verður haldinn þriðjudaginn 1. maí frá kl. 13:00-16:00 í húsnæði deildarinnar að Vallarbraut. Fullur poki af fötum á 3000 kr.
Einnig ætlar deildin að vera með Vilko vöfflur og kaffi/djús til sölu.
Allur ágóði af sölunni rennur til styrktar ❤️ hjartastuðtækis fyrir íþróttahúsið.
Rauði krossinn á Skagaströnd
26.04.2018
Krabbameinsfélag
Austur-Húnavatnssýslu
Aðalfundur
félagsins verður haldinn 2. maí
kl. 18:00 á Ömmukaffi. Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál og veitingar eru í boði á fundinum.
Félagsmenn mætið og nýir félagar velkomnir á fundinn.
Munið minningarkort Krabbameinsfélags A-Hún. í Lyfju á Blönduósi og á síðu félagsins á www. krabb.is
Stjórnin.
25.04.2018
Skagastrandarlistin fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar
Framboðslisti Skagastrandarlistans (H-listi) var samþykktur á fjölmennum fundi stuðningsmanna sem haldinn var í Bjarmanesi 24. apríl sl. Val á listann fór þannig fram að boðað var til opins fundar viku fyrr þar sem tekin var ákvörðun um að standa að framboði. Á þeim fundi var einnig kosin þriggja manna uppstillingarnefnd sem lagði tilllögu sína fyrir fundinn 24. apríl, þar sem hún var samþykkt samhljóða.
Framboðslisti Skagastrandarlistans (H-listi)
Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri
Péturína L. Jakobsdóttir, skrifstofustjóri
Róbert Kristjánsson, verslunarstjóri
Hrefna D. Þorsteinsdóttir, skrifstofumaður
Jón Ólafur Sigurjónsson, skrifstofumaður
Hafdís H. Ásgeirsdóttir, hársnyrtir
Ástrós Elísdóttir, leikhúsfræðingur
Gunnar S. Halldórsson, matreiðslumaður og sjómaður
Guðrún Soffía Pétursdóttir, umsjónamaður starfs eldri borgara
Adolf H. Berndsen, framkvæmdastjóri