11.09.2018
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 12. september 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00.
Dagskrá:
Staða framkvæmda
Viðauki við fjárhagsáætlun 2018
Ráðning sveitarstjóra
Ársreikningur Hólaness ehf
Sameining sveitarfélaga
Tilnefning í starfshóp SSNV
Bréf
Þjóðskrár Íslands, dags. 27. ágúst 2018
Náttúruhamfaratrygginga, dags. 21. ágúst 2018
Hestamannafélagsins Snarfara, dags. 21. ágúst 2018
Fundargerðir
Hafnar og skipulagsnefndar, 29.08.2018
Atvinnumálanefndar, 21.08.2018
Stjórnar Félags og skólaþjónustu A-Hún, 25.06.2018
Stjórnar SSNV, 4.08.2018
Aukaársþings SSNV, 22.08.2018
Stjórnar Hafnasambands Íslands, 27.08.2018
Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29.06.2018
Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 31.08.2018
Önnur mál
Sveitarstjóri
08.09.2018
Starf sveitarstjóra var auglýst öðru sinni í byrjun síðasta mánaðar en umsóknarfrestur rann út 27. ágúst síðastliðinn. Þegar staðan var auglýst í fyrra skiptið sóttu sjö um en eftir seinni auglýsinguna bættust níu umsækjendur við. Þeir eru:
Alexandra Jóhannesdóttir
Arnar Kristinsson
Gerður Ólína Steinþórsdóttir
Guðbrandur Jóhann Stefánsson
Heimir Eyvindsson
Kristinn Óðinsson
Jón Sigurðsson
Snorri S. Vidal
Sveinbjörn Freyr Arnaldsson
Umsækjendur sem sótt höfðu áður um stöðuna og ekki dregið umsókn til baka eru:
Gunnólfur Lárusson
Hjörleifur H. Herbertsson
Ingimar Oddsson
Kristín Á. Blöndal
Linda B. Hávarðardóttir
Ragnar Jónsson
Sigurbrandur Jakobsson
Ráðið verður í stöðuna fljótlega.
06.09.2018
Örn Sveinsson augnlæknir verður með móttöku á Heilbrigðsstofnun Norðurlands á Blönduósi dagana 12., 13. og 14. september 2018
Tímapantanir í síma 4554100 virka daga milli kl 9-15.
05.09.2018
Malbikun á Skagaströnd hófst í gær þegar malbikunarflokkurinn lagði fyrstu fermetrana á útsýnsistaðinn á Spákonufellshöfða. Næstu daga verður lagt malbik víða um bæinn bæði á plön og götur. Alls er gert ráð fyrir að malbika 15.700 fermetra. Þar af verða 8.500 fm nýlagnir á plön og götur og 7.200 fm yfirlagnir á gamalt og lélegt slitlag gatna. Reiknað er með að malbikunarframkvæmdir standi yfir fram til 15. september en getur þó farið eftir veðri hvernig gengur.
Íbúar eru beðnir að virða athafnasvæði malbikunarflokksins og þær lokanir sem nauðsynlegt er að setja bæði í öryggisskyni og til að malbikið skemmist ekki á meðan það er að kólna. Sömuleiðis er fólk beðið að leggja ekki bílum í þær götur og á þau svæði sem malbikun er að hefjas á.
Sveitarstjóri
04.09.2018
Eitthvað verður um vatnstruflanir í Bankastræti og á Skagavegi í dag 04. sept 2018.
Sveitrstjóri
03.09.2018
Adolf J. Berndsen
Adolf Jakob Berndsen verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju
föstudaginn 7. september næstkomandi klukkan 14:00
Með Adolf er fallinn frá öflugur forystumaður í málefnum samfélagsins
á Skagaströnd.
Maður sem tróð slóðina til að auðvelda okkur hinum leiðina til aukinnar
hagsældar og velferðar. Hann þjónaði í hreppsnefnd um árabil og var
oddviti nefndarinnar í 12 ár.
Adolf var eindreginn baráttumaður fyrir því sem hann taldi rétt og
sanngjarnt og lét þá ekki hlut sinn fyrir neinum hvort sem um var að
ræða ráðherra í ríkisstjórn eða gagnrýnendur sína hér heima. Fyrst og fremst var
hann þó fjölskyldumaður sem setti velferð barna sinna og barnabarna ávallt í
fyrsta sæti.
Aðstandendum er vottuð samúð nú þegar Adolf hverfur inn í ljósið eftir
erfið veikindi í nokkur ár.
29.08.2018
Vatnslaust í Bankastræti og norðurhluta Skagavegar
, lokað verður fyrir vatnið í Bankastræti og norðurhluta Skagavegar
fimmtudaginn 30. ágúst 2018 eftir hádegi og eitthvað frameftir.
Sveitarstjóri.
28.08.2018
Fyrri haustgöngur fara fram föstudaginn 7. september. Seinni haustgöngur fara fram föstudaginn 14.september. Eftirleitir verða 21. september.
Gangnaforingi er Jón Heiðar Jónsson.
Réttarstjóri í báðum réttum er Hrönn Árnadóttir.