Vinnuskóli á Skagaströnd

Vinnuskóli Skagastrandar hefst miðvikudaginn 6. júní 2018. Nemendur sem eru skráðir í vinnuskólann mæti við áhaldahús kl 9.00. Skráning í Vinnuskóla Skagastrandar fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins. Störf í vinnuskóla verða einungis fyrir nemendur sem eru að ljúka 8., 9. og 10. bekk. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700. Sveitarstjóri

Götusópun

Nú stendur yfir götusópun á Skagaströnd. Bæjarbúar eru vinsamlega beðnir að færa bíla sína frá svo sópurinn komist að og sem bestur árangur náist.

OPIÐ HÚS // SUNN 27 maí // 15.00 - 17.00

Literally, art is bursting out of the walls and spaces! Rock sculpture, fences, video, paintings, words, creativity and dreams...all congregating at Nes .... Come and have a chat with these artists and find out what on earth they are doing!

Mynd vikunnar.

Hvalreki Vorið 1992 fóru þessir þrír krakkar í fjöruferð í fjöruna fyrir neðan rækjuvinnsluna. Þar rákust þau á þennan smáhval - hnýðing - rekinn í fjörunni. Að sjálfsögðu létu þau vita af þessum merka fundi og fengu mynd af sér í Morgunblaðinu að launum. Krakkarnir eru frá vinstri: María Markovic, Eva Dögg Bergþórsdóttir og Sveinþór Ari Arason.

SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 26. maí 2018

AUGLÝSING UM KJÖRFUND Kjörfundur í Sveitarfélaginu Skagaströnd vegna kosninga til sveitarstjórnar fer fram 26. maí 2018 í Fellsborg og hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 21.00 Talning atkvæða verður á sama stað og gæti hafist um kl. 21.30 Kjörstjórnin

Rannsóknir á örplasti í Húnaflóa

Frá árinu 2012 hefur Sjávarlíftæknisetrið Biopol ehf, yfir vor og sumarmánuði, fylgst með eðlis- og lífffræðilegum þáttum sjávar fyrir utan Skagaströnd. Í þessum sýnatökum hefur hitastig og selta verið mæld á mismunandi dýpum og fylgst hefur verið með tegundasamsetningu og fjölda svifþörunga. Einnig hafa sérstök sýni verið tekin til þess að fylgjast með stærð og magni kræklingalirfa. Starfsmaður var í upphafi þjálfaður til þess að fara í gegnum lirfusýnin og hefur sami aðili því sinnt þeim talningum frá upphafi. Fljótlega fór þessi samviskusami starfsmaður að veita athygli torkennilegum þráðum í mörgum litum sem sáust undir víðsjánni við lirfutalningarnar. Við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða plastþræði sem ákveðið var að telja ásamt kræklingalirfunum. Í vor var síðan ákveðið að taka þessa talningu á plastþráðum alvarlegri tökum í ljósi þeirrar mikilvægu umræðu sem plastmengun í hafinu hefur fengið undanfarið. Í dag eru tekin vikulega sérstök sýni til þess að meta magn örplasts í Húnaflóa. Sýnatakan fer þannig fram að netháfi, sem hefur möskva sem eru 100 míkron (0,1mm) að stærð, er sökkt niður á 20 metra dýpi og síðan dreginn rólega upp á yfirborðið aftur. Við þá aðgerð er áætlað að í gegnum háfinn pressist 1413 lítrar af sjó og allar agnir sem er stærri en 100 míkron sitji eftir í háfnum. Innihaldi háfsins er síðan safnað í ílát og meðhöndlað á rannsóknastofu BioPol þar sem efni eru notuð til þess að leysa upp öll lífræn efni. Það sem eftir situr er í framhaldinu síað í gegnum síupappír og á honum koma því hugsanlegar plastagnir í ljós. Á meðfylgjandi mynd sem tekin er í gegnum víðsjá má sjá það sem finna mátti í einu sýni sem tekið var í síðustu viku. Dæmi hver fyrir sig en okkur finnast þessar myndir frekar óhugnarlegar og varpa ljósi á að pastmengun í hafinu er ekki endilega bara vandamál sem snerta aðrar þjóðir og fjarlæg hafsvæði. Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri BioPol

FRAMBOÐSFUNDUR

Þriðjudaginn 22.maí nk. verður haldinn sameiginlegur framboðsfundur vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Fundurinn verður haldinn í Fellsborg og hefst kl 20:00. Fyrirkomulag fundarins verður með þeim hætti að þrír frambjóðendur frá hvoru framboði munu flytja framsöguerindi. Eftir að þeim er lokið mun verða tekið á móti fyrirspurnum úr sal. Einnig mun verða mögulegt að leggja fram skriflegar fyrirspurnir og skila í kassa sem staðsettur verður í anddyri Fellsborgar. Fundarstjórn mun verða í höndum Lárusar Æ. Guðmundssonar. Frambjóðendur

Mynd vikunnar

Sjómennska Við lendinguna í Bæjarvíkinni á Finnsstaðarnesi. Maðurinn sem stendur aftan við bátinn er Gunnlaugur Björnsson frá Efri-Harrastöðum og maðurinn fremst við bátinn er Davíð Sigtryggsson frá Neðri-Harrastöðum. Maðurinn á milli þeirra er óþekktur. Útræði var úr Bæjarvíkinni og enn má sjá ummerki eftir byggingar við víkina. Bátar voru sjósettir með handafli og síðan róið og eða siglt á miðin. Þegar komið var úr róðri var báturinn síðan dregin á land oft með hjálp snúningsspils en einnig oft bara á höndum. Þá skipti miklu máli að hafa góða hlunna til að draga bátinn eftir til að draga úr mótstöðunni. Þegar báturinn var svo kominn á sinn stað var oft borið í hann grjót til að hann fyki nú ekki og skemmdist. Aflanum var svo skipt á milli sjómannanna í fjörunni eftir ákveðnum reglum þar sem eigandi bátsins fékk meira en hinir. Senda upplýsingar um myndina