Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar mánudaginn 30. apríl 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00. Dagskrá: Ársreikningur 2017, síðari umræða Samstarfssamningur Rannsóknarseturs HÍ og sveitarfélagsins Skagastrandar Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 9. apríl 2018 Hróksins, dags. 12. apríl 2018 Nes listamiðstöðvar, 5. mars 2018 Fundargerðir Stjórnar Félags og skólaþjónustu A-Hún, 18.04.2018 Skólanefndar FNV, 20.03.2018 Stjórnar SSNV, 6.04.2018 Stjórnar SSNV, 18.04.2018 Önnur mál Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Guðmundur Jóhannesson. Guðmundur Jóhannesson lést hinn 17. apríl síðastliðinn og verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju fimmtudaginn 3. maí klukkan 14:00. Uppgjöf er orð sem ekki var til í orðabók Guðmundar Jóhannessonar. Framsækni, stórhugur og dugnaður voru aftur á móti á fremstu síðu í þeirri bók. Hann kom að stofnun margra fyrirtækja og stofnana sem til framfara horfðu á Skagaströnd og lagði hart að sér til að koma þeim á fót. Guðmundur var maður sem allir vildu hafa í sínu liði því þó hann væri ekki hávær á fundum og mannamótum vann hann heill og ótrauður að þeim málum sem hann trúði á. Þegar hann fékk svo áfall eftir miðjan aldur og lamaðist að hluta kom uppgjöf ekki til greina heldur þjálfaði hann sig og fann leiðir til að gera ótrúlegustu hluti, sem menn í hans stöðu áttu engan veginn að geta gert. Nú, þegar þessi aldni höfðingi gengur glaður og óhaltur inn í ljósið, er hugur okkar hjá aðstendendum sem kveðja Guðmund með söknuði.

Frá Tónlistarskóla A-Hún

Vortónleikar Tónlistarskólans verða: Blönduósi: Í Blönduósskirkju miðvikudaginn 2. maí kl: 1700 Skagaströnd: Í Hólaneskirkju mánudaginn 7. maí kl: 1700 Allir velkomnir Skólastjóri

Fatamarkaður-vöfflusala 1. maí

Fatamarkaður Rauða krossins á Skagaströnd verður haldinn þriðjudaginn 1. maí frá kl. 13:00-16:00 í húsnæði deildarinnar að Vallarbraut. Fullur poki af fötum á 3000 kr. Einnig ætlar deildin að vera með Vilko vöfflur og kaffi/djús til sölu. Allur ágóði af sölunni rennur til styrktar ❤️ hjartastuðtækis fyrir íþróttahúsið. Rauði krossinn á Skagaströnd

Aðalfundur Krabbameinsfélags A-Hún

Krabbameinsfélag Austur-Húnavatnssýslu Aðalfundur félagsins verður haldinn 2. maí kl. 18:00 á Ömmukaffi. Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál og veitingar eru í boði á fundinum. Félagsmenn mætið og nýir félagar velkomnir á fundinn. Munið minningarkort Krabbameinsfélags A-Hún. í Lyfju á Blönduósi og á síðu félagsins á www. krabb.is Stjórnin.

Skagastrandarlisti býður fram til sveitarstjórnar

Skagastrandarlistin fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar Framboðslisti Skagastrandarlistans (H-listi) var samþykktur á fjölmennum fundi stuðningsmanna sem haldinn var í Bjarmanesi 24. apríl sl. Val á listann fór þannig fram að boðað var til opins fundar viku fyrr þar sem tekin var ákvörðun um að standa að framboði. Á þeim fundi var einnig kosin þriggja manna uppstillingarnefnd sem lagði tilllögu sína fyrir fundinn 24. apríl, þar sem hún var samþykkt samhljóða. Framboðslisti Skagastrandarlistans (H-listi) Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri Péturína L. Jakobsdóttir, skrifstofustjóri Róbert Kristjánsson, verslunarstjóri Hrefna D. Þorsteinsdóttir, skrifstofumaður Jón Ólafur Sigurjónsson, skrifstofumaður Hafdís H. Ásgeirsdóttir, hársnyrtir Ástrós Elísdóttir, leikhúsfræðingur Gunnar S. Halldórsson, matreiðslumaður og sjómaður Guðrún Soffía Pétursdóttir, umsjónamaður starfs eldri borgara Adolf H. Berndsen, framkvæmdastjóri

Kjörstjórn Sveitarfélagsins Skagaströnd auglýsir:

Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 26. maí 2018. Framboðsfrestur rennur út þann 5. maí 2018 klukkan 12 á hádegi. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Skagaströnd mun taka á móti framboðslistum þann 5. maí 2018 frá klukkan 11 til 12 fyrir fyrir hádegi á 2. hæð að Einbúastíg 2 á Skagaströnd. Kjörstjórnin á Skagaströnd Lárus Ægir Guðmundsson Guðbjörg Ólafsdóttir Ingibjörg Kristinsdóttir

Mynd vikunnar

Hafís á Víkinni Vorið 1965 fylltist Húnaflói af hafís. Meðal annars kom ísinn auðvitað inn á höfnina á Skagaströnd. Til að sporna við því og vernda bátana í höfninni var strengdur sterkur vír frá Ásgarði (gömlu löndunarbryggjunni) og yfir í enda Skúffugarðs. Vírinn var látinn vera rétt við yfirborðið og þannig stöðvaði hann ísrekið inn í höfnina. Myndin sýnir aftur á móti víkina austan við Skúffugarðinn en hún fylltist af ís eins og sjá má. Senda upplýsingar um myndina

Útboð Skagaströnd - Smábátahöfn 2018

Útboð Skagaströnd – Smábátahöfn 2018 Skagastrandarhöfn óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Um er að ræða gerð smábátahafnar sem felst í dýpkun, byggingu skjólgarðs og uppsetningu landstöpla. Helstu verkþættir og magntölur eru: Dýpkun í -2,5 m, 9.500 m3 Flokkað grjót og sprengdur kjarni, 6.500 m3 Fyllingarefni, 3.600 m3 Uppsetning landstöpla, 2 stk. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. nóvember 2018. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni, Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 24. apríl 2018. Verð útboðsgagna er 5.000 kr. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 8. maí 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.