22.11.2017
Árshátíð Höfðaskóla
2017
fimmtudaginn, 30. nóv. n.k.
Hátíðin hefst kl. 18:00 og verður í Fellsborg.
Fjölbreytt skemmtiatriði að hætti skólans.
MIÐAVERÐ:
Fullorðnir:
1500 kr fyrir árshátíð og kaffihlaðborð
1000 kr fyrir árshátíð
Börn:
Frítt á árshátíð ; 500 kr kaffihlaðborð f grunnskólanemendur
Frítt fyrir börn á leikskólaaldri.
17.11.2017
Skarfur kemur úr kafi
Í ágúst 1988 var stór kranbíll að slaka bát á sjóinn við Skúffugarðinn.
Ekki fór betur en svo að stuðningsfótur kranans gaf sig og hann steyptist
í sjóinn ofan á bátinn sem hann var að hífa og lenti líka á trillunni Skarfur
í eigu Þorvalds Skaftasonar sem lá við garðinn.
Allt fór á bólakaf, kraninn, báturinn sem verið var að hífa og Skarfur.
Ung kona sem var inni í kranabílnum þegar óhappið varð slapp naumlega
út um framrúðu hans eftir að hann var kominn á botninn.
Á þessari mynd er síðan annar krani að hífa Skarfinn úr kafinu eftir
óhappið.
Senda upplýsingar um myndina
16.11.2017
Erlingur Hugi Kristvinsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi fimmtudaginn 23.nóvember 2017. Tímapantanir í síma 455-4100 milli kl 08:00 og 16:00.
10.11.2017
Þessi mynd, þar sem allir eru í sparifötunum sínum, var tekin í
10 ára afmæli Fjólu Jónsdóttur í Asparlundi, 10. nóvember árið 1957.
í Aftari röð eru frá vinstri: Pálfríður Benjamínsdóttir í Skálholti,
Ingibjörg Kristinsdóttir úr Héðinshöfða og Helga Guðmundsdóttir
Hólabraut 25.
Í fremri röð eru frá vinstri: Magnús B. Jónsson úr Asparlundi, bróðir Fjólu,
afmælisbarnið sjálft, Fjóla Jónsdóttir, sem situr með bróður þeirra,
Gunnar Jónsson.
Þá kemur Guðbjörg Þorbjörnsdóttir í Akurgerði og lengst til hægri er
Sóley Benjamínsdóttir systir Pálfríðar í efri röðinni.
Senda upplýsingar um myndina
03.11.2017
Húni Hu 1 á síldveiðum
Myndin var tekin um borð í Húna Hu 1 sumarið 1964 þegar
hann var á síldveiðum. Á myndinni er verið að þurrka upp
úr nótinni til að hægt sé að háfa síldina um borð. Karlarnir þurftu að
draga netið/nótina inn á höndum til að mynda poka á móti korkateininum
sem sést hanga strekktur í bómunni að framan. Síðan var háfnum sökkt í
síldarkösina og hann hífður fullur um borð og þar hleypt úr honum.
Karlarnir á myndinni eru óþekktir nema Gunnlaugur Árnason
(d.14.9.2016)stýrimaður sem er fremstur og næstur honum er
Herbert Ólafsson (d. 25.4.2007).
Myndina tók Páll J. Pálsson frá Bakka en hann var háseti á Húna á
þessum tíma.
Senda upplýsingar um myndina
31.10.2017
Er styrkur í þér?
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð og Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2018. Sækja þarf um rafrænt á heimasíðu SSNV með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember nk.
Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra
Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar
Verkefnastyrkir til menningarstarfs
Stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs
Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra
Styrkir til nýsköpunar og atvinnuþróunar fyrir 35 ára og yngri
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu SSNV, www.ssnv.is.
31.10.2017
Fimmtudaginn 2.nóv. kl. 17:15 ætla hagsmunaðilar í ferðaþjónustu á Skagaströnd að hittast í Kaffi Bjarmanesi. Þar ætlum við að ræða stöðu ferðaþjónustunnar á svæðinu og fara yfir hvað vel er gert og hvað má bæta.
Fundurinn er öllum opinn.
Áhugafólk.
30.10.2017
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar fimmtudaginn 2. nóvember 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00.
Dagskrá:
Forsendur fjárhagsáætlunar 2018
Álagngingareglur útsvars og fasteignagjalda
Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Lífeyrisskuldbinding hjúkrunarheimilia
Tónlistarskóli A-Hún
Fundur stjórnar 10. október 2017
Ársreikningur 2016
Málefni fatlaðra
Fundur þjónustuhóps 19. september 2107
Ársyfirlit Málefna fatlaðs fólks á Nl. vestra 2016
Bréf
Skógræktarfélags Skagastrandar, 27.10.2017
Skógræktarfélags Skagastrandar, dags. 5. október 2017
Foreldrafélags Barnabóls, dags. 25. október 2017
Flugklasans Air 66N, dags. 25. október 2017
Stígamóta, dags. 15. október 2017
Farskóla Norðurlands vestra, dags. 19. október 2017
Verkefnahópsins; Fullveldi Íslands 1918, dags. 16. október 2017
Fundargerðir:
Stjórnar Félags og skólaþjónustu A-Hún, 19.10.2017
Skólanefndar FNV, 13.10.2017
Stjórnar Norðurár bs., 21.08.2017
Stjórnar Norðurár bs., 5.09.2017
Stjórnar SSNV, 19.10.2017
Önnur mál
Sveitarstjóri