Tilkynning frá Rarik

Rafmagnslaust verður á Litla Felli, hesthúsahverfi Skagastrandar og Vatnsveitu Hrafndal fimmtudaginn 30.11.2017 frá kl 13:00 til kl 15:45 vegna spennaskipta á Litla Felli. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690.

Sundlaugin lokuð fimmtudaginn 30.nóv.2017

Sundlaug Skagastrandar verður lokuð fimmtudaginn 30.nóvember 2017 vegna árshátíðar Höfðaskóla. Sundlaugarverðir.

Opið hús hjá Nes Listamiðstöð 25.nóv.2017

Mynd vikunnar

Jónas Skaftason Jónas Skaftason frá Dagsbrún á Skagaströnd lést 17. nóvember síðastliðinn, 76 ára að aldri. Jónas var einn af þeim sem trúðu á sjálfan sig í lífinu og gekk sína götu, sannfærður um að vera á réttri leið, hvað sem öðrum fannst. Oft var hann með storminn í fangið en hélt alltaf ótrauður áfram, teinréttur, þrátt fyrir að stundum hefði kannski verið auðveldara að beygja af leið. Jónas bjó lengst af á Skagaströnd eða Blönduósi og var einn af þessum mönnum sem setti svip á bæinn þar sem hann átti heima hverju sinni. Samúð okkar er hjá börnum hans og öðrum aðstandendum sem nú kveðja mann sem ávallt sópaði af. Útför Jónasar fer fram í kyrrþey.

Árshátíð Höfðaskóla verður 30. nóv 2017

Árshátíð Höfðaskóla 2017 fimmtudaginn, 30. nóv. n.k. Hátíðin hefst kl. 18:00 og verður í Fellsborg. Fjölbreytt skemmtiatriði að hætti skólans. MIÐAVERÐ: Fullorðnir: 1500 kr fyrir árshátíð og kaffihlaðborð 1000 kr fyrir árshátíð Börn: Frítt á árshátíð ; 500 kr kaffihlaðborð f grunnskólanemendur Frítt fyrir börn á leikskólaaldri.

Mynd vikunnar

Skarfur kemur úr kafi Í ágúst 1988 var stór kranbíll að slaka bát á sjóinn við Skúffugarðinn. Ekki fór betur en svo að stuðningsfótur kranans gaf sig og hann steyptist í sjóinn ofan á bátinn sem hann var að hífa og lenti líka á trillunni Skarfur í eigu Þorvalds Skaftasonar sem lá við garðinn. Allt fór á bólakaf, kraninn, báturinn sem verið var að hífa og Skarfur. Ung kona sem var inni í kranabílnum þegar óhappið varð slapp naumlega út um framrúðu hans eftir að hann var kominn á botninn. Á þessari mynd er síðan annar krani að hífa Skarfinn úr kafinu eftir óhappið. Senda upplýsingar um myndina

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi auglýsir

Erlingur Hugi Kristvinsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi fimmtudaginn 23.nóvember 2017. Tímapantanir í síma 455-4100 milli kl 08:00 og 16:00.

Mynd vikunnar

Þessi mynd, þar sem allir eru í sparifötunum sínum, var tekin í 10 ára afmæli Fjólu Jónsdóttur í Asparlundi, 10. nóvember árið 1957. í Aftari röð eru frá vinstri: Pálfríður Benjamínsdóttir í Skálholti, Ingibjörg Kristinsdóttir úr Héðinshöfða og Helga Guðmundsdóttir Hólabraut 25. Í fremri röð eru frá vinstri: Magnús B. Jónsson úr Asparlundi, bróðir Fjólu, afmælisbarnið sjálft, Fjóla Jónsdóttir, sem situr með bróður þeirra, Gunnar Jónsson. Þá kemur Guðbjörg Þorbjörnsdóttir í Akurgerði og lengst til hægri er Sóley Benjamínsdóttir systir Pálfríðar í efri röðinni. Senda upplýsingar um myndina