15.08.2017
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 16. ágúst 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00.
Dagskrá:
Fundarboð héraðsfundar A-Hún
Bréf Blönduósbæjar dags. 5. júlí 2017
Framkvæmdir 2017
Ársreikningur Félags og skólaþjónustu A-Hún
Ársreikningur Byggðasamlags um menningu og atvinnumál
Bréf
Íbúðalánasjóðs, dags. 28. júní 2017
Þjóðskrár Íslands, dags. 12. júlí 2017
Forsætisráðuneytisins, dags. 5. júlí 2017
Vegagerðarinnar, dags. 15. júní 2017
Fundargerðir:
Tómstunda og menningarmálanefndar, 02.07.2017
Aðalfundar Norðurár bs, 29. júní 2017
Stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 30.05.2017
Stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 07.06.2017
Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 30. 06.2017
Önnur mál
Sveitarstjóri
03.07.2017
Golf á Skagaströnd: Háagerðisvöllur er fínn, krefjandi og þrifalegur
Í fréttamiðlinum Miðjunni er góð og jákvæð umfjöllun um golfvöllinn á Skagaströnd. Þar segir:
Það fyrsta sem mætir fólki sem kemur á Háagerðisvöll á Skagaströnd er snyrtimennska. Þar er allt hreint og öllu er sýnilega vel viðhaldið. Það næsta sem leitar á hugann, er hvernig unnt er að hafa eins góðan golfvöll, og Háagerðisvöll, í eins fámennu sveitarfélagi og Skagaströnd er. Það er nokkuð merkilegt.
Svarið er eflaust það sama. Mikil vinna fárra manna sem greinilega telja ekki eftir sér að sinna vellinum. Þeim hefur tekist vel upp.
Golfskálinn er lítill, en hann, sem og annað, er hreinn og umgengnin er til fyrirmyndar. Völlurinn er níu holur og par 36, eða 72 þegar leiknar eru átján brautir, tveir hringir. Völlurinn er 2543 metrar, eða 5086, af gulum teigum og 2254, eða 4508, af rauðum teigum.
http://www.midjan.is/golf-skagastrond-haagerdisvollur-er-finn-krefjandi-og-thrifalegur/
03.07.2017
Skrifstofa Sveitarfélagsins Skagastrandar
Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa dagana 10. – 21. júlí 2017.
Skrifstofan opnar aftur eftir sumarleyfi 24. júlí.
Sveitarstjóri
28.06.2017
Bjarmanes Café
- Húsið við hafið -
Afgreiðslutímar / Opening hours
Mánudagur - Miðvikudagur / Monday - Wednesday
11:30-18:00
Fimmtudagur – Föstudagur / Thursday - Friday
11:30-22:00
Laugardagur / Saturday
14:00-22:00
Sunnudagur / Sunday
14:00-18:00
Súpa dagsins og brauð / Soup of the day, served with bread 990 kr.
Terta dagsins / Cake of the day 1190 kr.
Sími/Phone 452-2850
28.06.2017
Hjallastefnuleikskólinn Barnaból á Skagaströnd óskar eftir kennara
til starfa með leikskólakennaramenntun eða aðra uppeldismenntun
á háskólastigi.
Jafnréttisuppeldi, jákvæðni, agi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og
einstaklingsstyrking eru innviðir hugmyndafræði Hjallastefnunnar, öllum
börnum til hagsbóta.
Hæfniskröfur og viðhorf:
● Hæfni í mannlegum samskiptum
● Brennandi áhugi fyrir jafnrétti
● Gleði og jákvæðni
● Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
● Frumkvæði, áræðni og metnaður
● Stundvísi og snyrtimennska
Áhugasömum er bent á að senda okkur umsókn í gegn um heimasíðu
leikskólans: www.barnabol.hjalli.is og hægt er að hafa samband með
tölvupósti á mariaosp@hjalli.is.
Umsóknarfrestur rennur út 3.júlí 2017
Hlökkum til að fá umsókn frá þér!
Kv.María Ösp Ómarsdóttir
27.06.2017
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar fimmtudaginn 29. júní 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00.
Dagskrá:
Fjárhagsyfirlit 1. ársfjórðungur
Málefni fatlaðra
Erindi frá SSNV
Ársreikningur Hólaness ehf
Endurreikningur fasteignagjalda
Bréf
Lánasjóðs sveitarfélaga ehf
SSNV, 10. maí 2017
Nes listamiðstöðvar, 12. júní 2017
Fundargerðir:
Fræðslunefndar,15.06.2017
Stjórnar Byggðasamlags um menningur og atvinnumál, 9.03.2017
Stjórnar Norðurár bs, 13. júní 2017
Stjórnar Félags- og skólaþjónustu, 19.06.2017
Stjórnar Hafnasambands Íslands, 23.05.2017
Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 19. 05.2017
Önnur mál
Sveitarstjóri
20.06.2017
Nes Listamiðstöð Opið hús
It’s that time again folks!
This month there are many stories to share.....
personal, political and global stories, stories of light and fire,
and mythical beings, stories that are sewn, projected, cellotaped and spoken.
Come to the Nes studio and experience some happiness !
16.06.2017
Þórdísarganga
Fjallganga á Spákonufellsborg er hressandi og á allflestra færi
enda nýtur leiðin sívaxandi vinsælda. 5. júlí 2008 var farin
Þórdísarganga á Spákonfellsborg á vegum Spákonuhofsins á Skagaströnd.
Leiðsögumaður var Ólafur Bernódusson en milli 60 og 70 manns
kom með í gönguna í blíðu veðri.
Á myndinni er gönguhópurinn búinn að stilla sér upp til myndatöku
við vörðuna uppi á Borgarhausnum.
Eins og sjá má er fólkið á öllum aldri 6 - 74 ára.
Senda upplýsingar um myndina
16.06.2017
Í vikunni, 19. – 23. júní mun fimm manna hópur sjálfboðaliða frá Umhverfisstofnun vinna að eyðingu lúpínu á Spákonufellshöfða. Hópurinn mun vinna í nánu samstarfi við áhaldahús og vinnuskóla.
Markmið með verkefninu er að hefta útbreiðslu lúpínunnar í friðlandi Höfðans og endurheimta þau gróðursvæði sem lúpínan hefur þegar lagt undir sig. Þetta er ekki auðvelt viðureignar og því er auglýst eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í verkefninu. Með samstilltu átaki má ná enn betri árangri.
Hópurinn mun hittast við áhaldahúsið á mánudaginn 19. júní kl 9.00 og þeir sem hefðu áhuga á að mæta þar eru velkomnir. Sömuleiðis er fólki velkomið að koma inn í vinnuhópinn þegar hentar síðar í vikunni og leggja sitt að mörkum í samráði við hópinn.
Sveitarstjóri
09.06.2017
Fjör á netaveiðum.
Karlinn brosir í brúnni enda úrgreiðsluborðið fullt af fiski eins og hann
vill hafa það. Myndin var tekin um borð í Ólafi Magnússyni Hu 54 á
netavertíð.
Karlarnir eru, frá vinstri: Kristján Karlsson á rúllunni, Stefán Jósefsson
skipstjóri og útgerðamaður í brúnni,
Ragnar Ingvarsson og Hjörtur Guðmundsson við úrgreiðsluborðið.
Maðurinn bak við Ragnar er Kristinn Thor Sigurðsson.
Myndina tók Árni Geir Ingvarsson sem var einn af hásetunum á
Ólafi á þessum tíma.
Senda upplýsingar um myndina