03.03.2005
Vek athygli á 2. fréttabréfi Barnabóls 2005 og mánaðarskipulagi fyrir mars og apríl.
02.03.2005
Laugardaginn 26. febrúar fór “Útivistarklúbbur” félagsmiðstöðvarinnar “Undirheima” á Skagaströnd að Langavatni í dorgveiði undir styrkri stjórn klúbbstjórans Patriks Snæs Bjarnasonar. Engum öðrum sögum fer af veiði en að ekki náðist að veiða allan kvótann. Veðrið lék við veiðimennina sem reyndu fyrir sér á nokkrum stöðum í vatninu. Ætlunin er að fara í aðra veiðiferð seinna í vetur.
Tómstunda- og íþróttafulltrúi.
01.03.2005
Togarinn Örvar kom í höfn á Skagaströnd sl. mánudag eftir rúmlega 5 sólarhringa siglingu frá Póllandi.Skipið fór í slipp í Gdyna í byrjun janúar og voru gerðar á því talsverðar breytingar. Skut skipsins var slegið út, fiskmóttaka stækkuð og klæðning á millidekki endurnýjuð. Örvar var einnig sandblásinn og málaður hátt og lágt og er nú hinn glæsilegasti. Má segja að það hafi verið gömlum Skagstrendingum mikið gleðiefni að sjá skipið málað í togaralitum Skagstrendings. Örvar fer á veiðar eftir uþb. 10 daga en nú er unnið að því að setja veiðarfæri um borð í skipið og ganga frá vinnslubúnaði á millidekki.
22.02.2005
Hið árlega grímuball staðarins var haldið í Fellsborg fimmtudaginn 10. febrúar. Mættu þar margvíslegar furðuverur á öllum aldri og skemmtu sér vel. Verðlaun, fyrir bestu búningana, voru veitt í þremur aldursflokkum, þá var marserað og svo kötturinn sleginn úr tunnunni. Það er skólafélagið Rán sem stendur að grímuballinu með góðri aðstoð foreldra og kennara.
09.02.2005
Námsstofan á Skagaströnd
Nú er vorönn hjá þeim skólum sem eru með fjarnám.
Fjarnámsnemendur eru farnir að mæta í Námsstofuna
eftir jólafrí og áramótaannir. Tveir nýir nemendur hafa
gert samning um aðgang að aðstöðunni eftir áramót.
Enn skal ítrekað að í Námsstofunni er góð aðstaða til
að stunda fjarnám, nokkrar tölvur og lesstofa. Nú er
búið að tengja fjarfundabúnaðinn sem þýðir að nú er
hægt að sitja kennslustundir í Námsstofunni. Þrír
nemendur hafa nýtt sér það á nýju ári.
Föstudaginn 18. febrúar kemur hingað ungur maður
sem er að vinna lokaverkefni sitt við Háskólann í
Kaupmannahöfn í rafmagnsverkfræði og
tölvunarfræðum. Verkefni hans er unnið í samvinnu við
Flugmálastjórn og er örsmár hluti af
flugumferðarstjórnunarkerfinu á Atlandshafinu. Hann
kemur hingað með sína tölvu og prentara, tengist
kerfinu hér og nýtir sér fjarfundabúnaðinn til að vera í
sambandi við Kaupmannahöfn og Reykjavík. Hann
reiknar með að vera hér í 1-2 vikur. Við lítum á þetta
sem tilraun og ef hún gefst vel og allt virkar eins og það
á að gera geta aðrir fylgt í kjölfarið.
Þriðjudaginn 8. febrúar hófst tilraunaverkefni
Námsstofunnar og Trésmiðju Helga Gunnarssonar ehf.
Helgi kemur inn á Námsstofuna með 1-2 starfsmenn
með sér á morgnanna og er um 2 klst. Umsjónarmaður
Námsstofunnar leiðbeinir þeim um Internetið, póstforrit,
Exel, Word o.s.frv. allt eftir þörfum hvers einstaklings.
Næst mætir Helgi föstudaginn 11. febrúar og síðan
verður næsti dagur ákveðinn.
Þriðjudaginn 22. febrúar verður fyrri hluti námskeiðs í
AutoCAD í tölvuveri Höfðaskóla. Seinni hlutinn verður
þriðjudaginn 15. mars. Fyrirtækið Snertill sem er
viðurkenndur sölu- þjónustu- og kennsluaðili Autodesk
og CADPOINT verður með námskeiðið. Námskeiðið er
á vegum Námsstofunnar og á milli fyrri og seinni hluta
verður hægt að koma í tölvur Námsstofunnar og æfa
sig í verkefnum í AutoCAD eftir samkomulagi við
umsjónarmann.
Þeir sem vilja aðstoð eða nýta aðstöðuna í
Námsstofunni á Skagaströnd er bent á að hafa
samband við undirritaðan.
Febrúar 2005
Umsjónarmaður Námsstofunnar á Skagaströnd
Hjálmur Sigurðsson
S: 8440985
09.02.2005
Furðuverur dagsins sýndu ýmis skemmtileg tilþrif við
söng og spil á öskudegi. Ungir Skagastrendingar fóru
ótroðnar slóðir og bættu nokkrir upp sönginn með
gítarspili. Íklæddir á ýmsa vegu mættu tónlistarmenn
framtíðarinnar og létu sér ekki muna um að skemmta
starfsfólki á hreppsskrifstofunni og hlutu að sjálfsögðu
góðgjörning að launum. Grímuballið verður haldið í
Fellsborg á fimmtudag milli kl. 19.00-21.00 og eru allir
hvattir til að mæta í grímubúningum.
07.02.2005
Kynning á námi við Háskólann á Akureyri
Laugardaginn 12. febrúar nk. verður kynning á
námsframboði Háskólans á Akureyri. Kynningin verður
haldin í rannsóknar- og nýsköpunarhúsinu Borgum kl.
13:00 til 17:00. Boðið verður upp á kaffiveitingar og
tónlistaratriði. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér
starfsemi háskólans og skoða ný húsakynni að
Borgum eru hvattir til að taka daginn frá fyrir öðruvísi
laugardagsbíltúr.
Dagskrá
13:30 – Kynning á auðlindadeild
Gengið verður um rannsóknarstofur auðlindadeildar um
leið og brautskráðir nemendur kynna nám við deildina.
14:00 – Kynning á félagsvísinda- og lagadeild
Nemendur og starfsmenn kynna nám við félagsvísinda-
og lagadeild.
14:30 – Kynning á heilbrigðisdeild
Nemendur á 4. ári í hjúkrunarfræði og iðjuþjálfun segja
frá reynslu sinni af námi við heilbrigðisdeild.
15:00 – Kynning á kennaradeild
Nemendur á grunnskólabraut og leikskólabraut segja
frá námi við kennaradeild.
15:30 – Tónlistaratriði
Helena Guðlaug Bjarnadóttir, sópran syngur við
undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur.
16:00 – Kynning á upplýsingatæknideild
Deildarforseti og nemendur segja frá námi við deildina.
16:30 – Kynning á viðskiptadeild
Nemandi á 2. ári og brautskráður nemandi kynna nám
við deildina og alþjóðlegt verkefni sem unnið er að um
þessar mundir.
Nemendur og kennarar allra deilda verða á staðnum og
svara fyrirspurnum á meðan opið er.
Kemstu ekki???
Fyrir þá sem hafa ekki tök á að koma á þessum tíma
vek ég athygli á námskynningu í Borgarleikhúsinu 5.
mars nk. kl. 11 – 17. Sjá nánar á slóðinni:
http://www.unak.is/template1.asp?
pageid=1025&newsid=799
04.02.2005
Það kom skemmtilega á óvart að Ingvar Jónsson,
brottfluttur Skagstrendingur kom í heimsókn í
íþróttahúsið færandi hendi. Var honum hugsað til
æskunnar sem nú vex úr grasi á Skagastönd minnugur
þess þegar hann ólst sjálfur þar upp að hluti af því er
þátttaka í bolta og keppnisleikum. Færði hann húsinu
keppnistreyjur og bolta til að nota við íþróttaiðkunn.
Árni Geir húsvörður tók við gjöfunum og færi honum
þakklæti Skagstrendinga fyrir þær. Ingvar er eigandi
Nike-búðarinnar á Laugarveginum.
01.02.2005
Undanfarin ár hefur það verið venja að nemendur í 9. og
10. bekk hafa farið í skólaferðalag til Danmerkur annað
hvort ár.
Síðastliðinn vetur barst ósk frá vinabæ okkar í Noregi,
sem heitir Hönefoss, um gagnkvæm nemendaskipti.
Var það einn bekkur í Hov ungdomsskole sem vill
gjarnan koma til Íslands og kynnast landi og þjóð.Var
það samþykkt og hafa nokkur samskipti verið milli
nemenda síðan.
Nú hefur verið ákveðið að norsku nemendurnir verði á
Skagaströnd 24.-26. maí en að nemendur 9. og 10.
bekkjar Höfðaskóla verði í Noregi 7.-12. júní. Munu þeir
dvelja í Hönefoss 7.-9. júní en að öðru leyti hefur
dagskráin ekki enn verið fullmótuð.
31.01.2005
Þriðjudaginn 18. janúar sl. var haldinn fræðslufundur
í Höfðaskóla á vegum foreldrafélags skólans. Fyrirlesari
var Jón Páll Hallgrímsson, starfsmaður
Regnbogabarna, sem eru landssamtök gegn einelti.
Jón Páll skipti fyrirlestri sínum í tvennt. Í fyrri hlutanum
ræddi hann eineltismál og aðgerðir gegn þeim en
seinni hlutanum varði hann í forvarnir vegna
vímuefnaneyslu.
Um þrjátíu foreldrar sátu fundinn.
Sama dag hitti Jón Páll nemendur 8.-10. bekkjar og
ræddi við þau um sömu málefni.
Fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemi
Regnbogabarna þá er heimasíðan
www.regnbogaborn.is .