27.03.2015
Minnt er á að þeir sem hyggjast sækja um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins vegna ofnakaupa þurfa að sækja um og leggja fram gögn fyrir 1. maí 2015.
Einstaklingar sem eru eigendur íbúðarhúsa og þurfa að endurnýja ofna í húsum sínum geta fengið kostnaðarþátttöku sem nemur allt að 75% af kostnaði við ofnakaup í hús sitt, sbr. þó 3. tl. Kostnaðarþátttakan nær til ofnakaupa og/eða efnis í pípukerfi í gólfhitabúnað eingöngu en ekki til stýribúnaðar, ofnloka eða lagnakerfis að ofnum.
Til að eiga rétt á framangreindri kostnaðarþátttöku þarf viðkomandi að leggja fram reikning sem sýnir að umræddur búnaður hafi verið keyptur og sé að fullu greiddur. Starfsmaður sveitarfélagsins skal hafa fullan aðgang að viðkomandi fasteign í því skyni að sannreyna að ofnarnir hafi verið keyptir til notkunar þar.
Hámark kostnaðarþátttöku til eigenda hverrar íbúðar vegna 1. og 2. tl. er 250 þús. kr. Skilgreining íbúðar er að hún sé skráð sem sérstakt fasteignanúmer og/eða sé sannanlega íbúð í skilningi byggingarreglugerðar.
Kostnaðarþátttaka þessi gildir frá 1. maí 2008 til 1. maí 2015 og skulu húseigendur hafa skilað inn umræddum reikningum og óskað eftir greiðslu fyrir þann tíma til að eiga rétt á greiðslum skv. 1. og 2. tl.
Ákvæði um kostnaðarþátttöku getur átt við þær eignir sem standa utan þess svæðis sem hitaveita býðst á Skagaströnd og gildir þá um kaup á ofnum fyrir vatnshitunarkerfi og hönnun á því kerfi. Litið er svo á að þar með sé stutt við undirbúning að mögulegri hitveituvæðingu umræddra húseigna.
Sveitarstjóri
27.03.2015
Heyskapur
-
Heyskapur upp á gamla mátann.
Myndin er líklega tekin í Laxárdal við heimili
Guðmundar Guðnasonar (d. 21.11.1988) en fjölskylda hans bjó
í dalnum á nokkrum bæum áður en þau fluttu að Ægissíðu á
Skagaströnd.
Konan lengst til vinstri er Klemensína Klemensdóttir (d.12.6.1966)
móðir Guðmundar. Ungi maðurinn sem bindur bagga er Pálmi
(d. 23.3.1994), Ingvi (d. 31.12.1991), eða Rósberg (d. 9.1.1983)
en þeir voru bræður Guðmundar.
Guðmundur sjálfur heldur í hestinn og faðir hans Guðni Sveinsson
(d. 15.11.1971) hleður fúlgu úr heyinu í baksýn.
Ef þú þekkir hver þeirra bræðra bindur baggann vinsamlega
sendu okkur þá athugasemd.
25.03.2015
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar föstudaginn 27. mars 2015
kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Dagskrá:
Framkvæmdir 2015
Atvinnumál
Héraðsfundur-fundarboð
Reglur um ungmennaráð
Jafnréttisáætlun sveitarfélagsins
Bréf:
Menningarfélagsins Spákonuarfs, dags. 25. febrúar 2015
Skipulagsfulltrúa Sveitafélagsins Skagafjarðar, dags. 25. febrúar 2015
Bæjarmálafélags Skagastrandar, dags. 19. mars 2015
Fundargerðir:
Tómstunda og menningarmálanefndar, 25.03.2015
Skólanefndar FNV, 26.02.2015
Heilbrigðisnefndar Nl. vestra, 12.03.2015
Stjórnar Róta bs. 16.02.2015
Stjórnar Hafnasambands Íslands, 13.03.2015
Stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 11.02.2015
Stjórnar Samtaka sveitarfél. á köldum sv., 10.03.2015
Stjórnar Sambands ísl. sveitarf., 16.02.2015
Stjórnar Sambands ísl. sveitarf., 27.02.2015
Önnur mál
Sveitarstjóri
23.03.2015
Umsóknir um styrki til menningarstarfs, atvinnuþróunar og nýsköpunar
Þann 10. febrúar sl. var skrifað undir samning milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og ríkisins um Sóknaráætlun 2015-2019. Markmið Sóknaráætlunar er m.a. að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls.
Einn hluti Sóknaráætlunarinnar er stofnun svokallaðs Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra sem kemur í stað þeirra vaxtar- og menningarsamninga sem verið hafa í gangi á undanförnum árum. Uppbyggingarsjóðurinn er samkeppnissjóður og því þarf að sækja um styrki í sjóðinn.
Nú er komið að fyrsta umsóknar- og úthlutunarferlinu. Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki á menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarsviðum. Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl nk.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu SSNV, www.ssnv.is. Einnig veita starfsmenn SSNV atvinnuþróunar upplýsingar og aðstoð eftir þörfum.
23.03.2015
Námsstyrkir
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2015 tók sveitarstjórn Skagastrandar ákvörðun um að veita styrki til nemenda á framhalds- og háskólastigi sem nemur 20 þús. kr. skólaárið 2014-2015 en styrkirnir eru veittir til jöfnunar á námskostnaði fjarri heimabyggð.
Umsóknum um styrki skal skilað til skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 31. mars 2015.
Umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest verða ekki teknar til greina.
Nemendur á framhalds- og háskólastigi sem eiga lögheimili á Skagaströnd og fullnægja skilyrðum í reglum um styrkina eiga rétt á umræddum námsstyrk frá Sveitarfélaginu Skagaströnd.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu sveitarfélagsins og á heimasíðunni http://www.skagastrond.is/samthykktir.asp og þar má einnig fá/finna umsóknareyðublöð.
Reglur um styrkina má finna hér.
Umsókn um styrk má finna hér.
Aksturstyrkur vegna dreifnáms
Jafnframt er auglýstur frestur til 1. maí 2015 til að sækja um sérstakan stuðning vegna dreifnáms fyrir vorönn 2015.
Sveitarstjórn samþykkti Reglur um stuðning vegna dreifnáms veturinn 2014-2015 á fundi 12. september 2014 og vísast til þeirra á heimasíðu sveitarfélagsins. Hér
Sveitarstjóri
20.03.2015
Í Þórskaffi 1977.
Starfsmenn og stjórn Skagstrendings hf gerðu sér glaðan dag í
Þórskaffi 1977.
Í forgrunni myndarinnar er Gylfi Guðjónsson, annars eru frá
vinstri: Sigurður Óli Sigurðsson, Helga Ottósdóttir,
Guðmunda Árnadóttir, Guðrún Þórbjarnardóttir, Ásdís Þórbjarnardóttir,
Vilhjálmur Sigurðsson, Hafþór Gylfason, Egill Bjarki Gunnarsson,
Birgir Þórbjarnarson, Þórbjörn Jónsson (d. 22.1.1996) og aftan við
hann er Árni Ólafur Sigurðsson.
18.03.2015
Byggðasamlagið Norðurá bs. auglýsir laust starf við urðunar-staðinn Stekkjarvík við Blönduós.
Lýsing á starfinu: Í því felst almenn umsjón með urðunarstaðnum, móttaka, vigtun og skráning á sorpi til urðunar. Einnig vinna á sorptroðara og öðrum vinnuvélum við frágang í urðunarhólfi.
Hæfniskröfur:
Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er skipulagður og sýnir frumkvæði og sveigjanleika í starfi.
Lögð er áhersla á að viðkomandi sé úrræðagóður og stundvís.
Gerð er krafa um vinnuvélaréttindi og almenna tölvukunnáttu ásamt því að viðkomandi geti unnið sjálfstætt.
Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund er skilyrði.
Laun og önnur starfskjör fara eftir samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2015
Nánari upplýsingar um starfið veita:
Fannar J. Viggósson, s: 845 6111, stekkjarvik@simnet.is.
Magnús B. Jónsson, s: 455 2700, magnus@skagastrond.is.
Sótt er um starfið á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, www.skagafjordur.is (störf í boði).
13.03.2015
Þessi mynd var tekin á leikskólanum Barnaból á
litlu jólunum 1981.
Fremst til vinstri er Jón Ólafur Sigurjónsson, Jón Örn Stefánsson
situr hægra megin við hann í rauðleitri peysu og
Arnar Ólafur Viggósson er lengra til hægri í bláum smekkbuxum
og Gunnar Guðmundsson hægra megin við hann.
Við hlið Jóns Ólafs í fölbleikum fötum situr Árný Guðrún Ólafsdóttir.
Hildur Inga Rúnarsdóttir stendur með aðra hönd á mjöðm en framan
við hana til hægri situr flötum beinum Viktor Pétursson en við hlið
hennar í ljósblárri peysu er Jóhannes William Grétarsson.
Aftan við Viktor, í brúnleitu vesti, er Þorlákur Guðjónsson og aftan
við hann til vinstri er Írena Rúnarsdóttir.
Sitt hvoru megin við Írenu eru systkin, Jósep ? og Sara?
Aftan við Hildi Ingu til vinstri er Ólafur Magnússon og vinstra
megin við hann, í rauðum kjól, er Þóra Ágústsdóttir.
Stúlkan í dökk bláa kjólnum sitjandi til vinstri er
Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir og á endanum til vinstri við Bergþóru
sér í Salóme Ýr Rúnarsdóttur. Aftan við Bergþóru, með fingurinn
við munninn, er Auðna Ýrr Oddsdóttir.
Konan vinstra megin er óþekkt en hún heldur á Björgvin Ragnarssyni.
Framan við hana örlítið hægra megin er María Jóna Gunnarsdóttir.
Konan hægra megin er Bára Þorvaldsdóttir með Elínu Ósk Ómarsdóttur
í fanginu og leggur hönd á höfuð Kolbrúnar Jennýar Ragnarsdóttur.
Aðrir á myndinni eru óþekktir en ef þú þekkir eitthvert þeirra
vinsamlega sendu okkur þá athugasemd.
11.03.2015
Bæjarmálafundur í dag 12. mars
Nú er boðað til fundar í Bæjarmálafélaginu, kl. 18.00 þann 12. mars.
Fundarstaður er Félagsheimilið Fellsborg, „rauði salurinn“
Markmið félagsins er að ræða allt sem varðar samfélagið okkar.
En í þetta skiptið einbeitum við okkur sérstaklega að íþrótta og útivistarmálum:
Sundlaug: eigum við að byggja nýja?
Er sundlaugin sem við eigum nóg?
Gönguleiðir: þarf eitthvað að ræða það?
Aðstaða til íþróttaiðkunar í heild sinni.
Er eitthvað annað sem við þurfum að ræða og gætum nefnt á þessum fundi og skoðað betur á næstu fundum?
Samfélagið erum við sem eigum heima hér og auðvitað höfum við áhuga á að allt sé sem best og skemmtilegast.
Endilega gefið ykkur smá tíma og látið sjá ykkur.
Bæjarmálafélagið
09.03.2015
Ráðstefna um lífrænan úrgang
Gunnarsholti á Rangárvöllum
20. mars 2015 kl. 10-17
Fjallað verður á margvíslegan hátt um þá möguleika sem felast í nýtingu lífræns úrgangs, meðal annars til skógræktar og landgræðslu. Í hádegishléi verður í boði léttur málsverður.
Viðfangsefni ráðstefnunnar er nýting þeirra verðmæta sem felast í lífrænum úrgangi. Fjallað verður um hugtökin úrgang og hráefni og farið yfir stöðuna hérlendis, hvaða farvegir eru fyrir lífrænan úrgang og um lausnir sem notaðar eru á ýmsum stöðum á landinu. Rætt verður um lög og reglugerðir í nútíð og framtíð, þróun vinnslutækni og nýtingar, stefnumótun hjá ríki og sveitarfélögum og hver skuli draga vagninn í þessum efnum. Sömuleiðis verða sagðar reynslusögur af ræktun með hjálp lífræns úrgangs, lífrænni ræktun í Skaftholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, notkun kjötmjöls í Hekluskógum og landgræðslu með kjötmjöli og gor.
Fyrirlesarar eru úr ýmsum áttum. Nefna má Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðing hjá Environice, sem svarar spurningunni um hvers vegna sveitarfélag ætti að velta lífrænum úrgangi fyrir sér, Björn Hafsteinn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir frá nýrri gas- og jarðgerðarstöð á höfuðborgarsvæðinu, Teitur Guðmundsson hjá Mannviti fjallar um umhverfisáhrif nýtingar, Elsa Ingjaldsdóttir hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Guðrún Lind Rúnarsdóttir hjá Mast fjalla um hvað má og má ekki. Einnig ávarpar Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra ráðstefnuna. Sjá nánar í dagskrá ráðstefnunnar.
Aðstandendur ráðstefnunnar eru Sorpurðun Vesturlands, Molta ehf. Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga ásamt Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, verður ráðstefnustjóri.
Rútuferð verður í boði frá BSÍ ef nógu margir sækjast eftir því. Takið fram í tölvupósti til Eddu ef þið hafið áhuga á að nýta rútuferð. Látið verður vita 19. mars hvort af rútuferðinni verður. Rétt er að hvetja sem flesta til að nýta sér rútuna til að draga úr mengun Farið kostar 3.500 kr.
Skráning fer fram í tölvupósti til Eddu Linn Rise á netfangið eddalinn@land.is. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig sem fyrst og í allra síðasta lagi 17. mars. Þetta gildir bæði um skráningu á ráðstefnuna og í rútuna.
Undirbúningsnefndina skipa:
Eiður Guðmundsson formaður
Hrefna B. Jónsdóttir – Sorpurðun Vesturlands
Lúðvík Gústafsson – Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Magnús H. Jóhannsson – Landgræðslu ríkisins
Ólöf Jósefsdóttir – Moltu ehf.
Pétur Halldórsson – Skógrækt ríkisins
Þórarinn Egill Sveinsson – SASS, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga
Dagskrá
9.30 Skráning gesta, morgunkaffi og horft til himins. Allt að 98% deildarmyrkvi á sólu í Gunnarsholti kl. 9.37
10.00 Gestir boðnir velkomnir – Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri
10.05 Setning ráðstefnunnar – fulltrúi vinnuhóps
10.15 Úrgangur eða hráefni, úrgangur í dag, neysluvara á morgun – Lúðvík E. Gústafsson Sambandi íslenskra sveitarfélaga
10.45 Nýting lífræns úrgangs. Staðan um þessar mundir
a. Farvegir og straumar – Eiður Guðmundsson
b. Lausnir á Suðurlandi, Orkugerðin – Guðmundur Tryggvi Ólafsson
11.30 Af hverju ætti sveitarfélag að velta lífrænum úrgangi fyrir sér? – Stefán Gíslason Environice
12.00 Hádegismatur
13.00 Ávarp Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra
13.20 Lög og reglugerðir á mannamáli. Hvað má og hvað má ekki? – Elsa Ingjaldsdóttir Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Guðrún Lind Rúnarsdóttir MAST
13.40 Ný gas- og jarðgerðarstöð á höfuðborgarsvæðinu – Björn Hafsteinn Halldórsson Sorpu
14.00 Vinnslutækni, nýting og umhverfisáhrif. – Teitur Gunnarson Mannviti
14.20 Stefnumótun hjá ríki og sveitarfélögum. Hver á að draga vagninn? – Laufey Guðmundsdóttir, lögfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Lúðvík E. Gústafsson, Sambandi íslenskra sveitarfélaga
14.50 Reynslusögur
a. Lífræn ræktun í Skaftholti
b. Hekluskógaverkefnið
c. Landgræðsla með kjötmjöli og gor
15.20 Kaffi
15.40 „Er ekki tími til kominn að tengja?“ Verkefni og hugmyndir í gangi
a. Verkefni UST. Öflun upplýsinga um lífrænan úrgang. Styrkt af norrænu ráðherranefndinni – Guðrún Lilja Kristinsdóttir Umhverfisstofnun
b. Verkefni Landgræðslunnar í nýtingu lífræns úrgangs – Magnús H. Jóhannsson Landgræðslunni
c. Hagkvæmni metanframleiðslu – Dofri Hermannsson Íslenska gámafélaginu
16.30 Pallborðsumræður – Guðrún Lind Rúnarsdóttir, Lúðvík E. Gústafsson, Stefán Gíslason og Teitur Gunnarsson
16.50 Ráðstefnuslit, samantekt