29.08.2019
Í tilefni af 30 ára starfsafmæli Bryndísar Guðmundsdóttur talmeinafræðings færði hún nýverið öllum leikskólum í Austur Húnavatnssýslu málþjálfunarefnið Leikum og lærum með hljóðin. Efnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar og áratuga reynslu Bryndísar í starfi með íslenskum börnum.
28.08.2019
Fyrri haustgöngur fara fram föstudaginn 6. september. Seinni haustgöngur fara fram föstudaginn 13.september. Eftirleitir verða föstudaginn 20. september.
27.08.2019
Þriðjudaginn 3. september kl 13-17 fer fram stórfundur fyrir íbúa Norðurlands vestra í Menningarhúsinu Miðgarði.
23.08.2019
Nú styttist í að nýjar flotbryggjur verði teknar í notkun hér á Skagaströnd. Legupláss verða leigð til eins árs í senn og verður leigan kr. 117.140 að viðbættum virðisaukaskatti.
23.08.2019
Síldarævintýri. Guðbjörg Guðjónsdóttir saltar.
18.08.2019
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar þriðjudaginn 20. ágúst 2019 á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 18:00.
16.08.2019
Hofskirkja að lokinni endurbyggingu í desember 1989.
15.08.2019
Dagana 17. og 18. ágúst 2019 verður þess minnst í Skagabyggð og á Skagaströnd að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Árnasonar landsbókavarðar og þjóðsagnasafnara en hann fæddist að Hofi í Skagabyggð 17. ágúst 1819.