23.12.2016
Miðvikudagur 28. Desember Opið klukkan 15-17
Fimmtudagur 29. Desember - LOKAÐ.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra bókajóla, árs og friðar og hlökkum til að sjá ykkur öll á komandi ári.
Bókaverðir
22.12.2016
Gleðileg jól 2016
Ljósmyndasafn Skagastrandar óskar öllum gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
Um leið þakkar safnið heimóknir og ábendingar sem það
hefur fengið og hafa orðið til að lýsingar myndanna eru réttari og betri
en annars hefði verið.
Þá auglýsum við eftir myndum til að bæta við safnið og heitum
endurskilum á öllum myndum sem okkur eru lánaðar til birtingar á vef
Ljósmyndasafnsins. Nýverið náðum við að setja inn 10 þúsundustu myndina
og hvetjum við fólk til að skoða safnið og senda inn athugasemdir
ef einhverjar eru.
Mynd vikunnar var tekin nýlega og getur fólk spreytt sig á að finna
út hvar hún var tekin.
21.12.2016
Jólamarkaður
fimmtudaginn 22. desember 2016
kL. 20:00-22:00
Allir eru velkomnir!
20.12.2016
Árleg jólatréskemmtun Lionsklúbbs Skagastrandar
verður haldin í Fellsborg mánudaginn 26. desember (annan í jólum).
Skemmtunin hefst kl. 15:00.
Fjölskyldur eru hvattar til að fjölmenna og eiga notalega stund með börnunum. Enginn aðgangseyrir.
20.12.2016
Lionsklúbbur Skagastrandar hefur ákveðið að bjóða upp á ókeypis blóðsykursmælingar í tengslum við skötuveisluna í Fellsborg á Þorláksmessu. Mælingar á blóðsykri er tiltölulega einföld mæling sem gefur til kynna hvort fólk sé með sykursýki eða ekki. Verkefnið er unnið í samstarfi við Heilsugæsluna á Skagaströnd. Fólk er hvatt til að nýta sér þessa þjónustu.
Með jólakveðju Lionsklúbbur Skagastrandar
20.12.2016
Vinsamlegast athugið
Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur orðið að gera eftirfarandi breytingar á opnunartíma Lyfju Skagaströnd útibúi í Desember.
20. Desember opið 10-13
21. Desember opið 12-16
22. Desember opið 10-13
23. Desember Lokað
28. Desember opið 12-16
29. Desember opið 10-13
30. Desember opið 12-16
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta getur valdið. Bent er á að næstu Lyfju er að finna á Blönduósi sem er opin 10-17 virka daga S:452-4385 og Lyfja Sauðárkróki S:453-5700 sem er opin 10-18 virka daga og 11-13 laugardaga.
19.12.2016
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 641/2016 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2016/2017
Vesturbyggð (Patreksfjörður)
Kaldrananeshrepp (Drangsnes)
Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 1081/2016 í Stjórnartíðindum
Sveitarfélagið Ölfus (Þorlákshöfn)
Sveitarfélagið Garður
Vesturbyggð (Brjánslækur, Bíldudalur)
Sveitarfélagið Skagaströnd
Fjallabyggð (Siglufjörður, Ólafsfjörður)
Langanesbyggð (Þórshöfn, Bakkafjörður)
Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna hér. Umsóknum þarf að fylgja samningur við vinnslu á eyðublaði sem er að finna hér.
Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi.
Umsóknarfrestur er til og með 28. desember 2016.
Fiskistofa 9. desember 2016
19.12.2016
Lokað verður fyrir vatn í dag, mánudaginn 19. desember, frá hádegi og fram eftir degi í efri hluta Bogabrautar, efri hluta Fellsbrautar og Hólabrautar ofan Sólarvegar
Sveitarstjóri
16.12.2016
Laugardagur 17 desember
15.00 - 17.00
Come watch animation and video works, and a performance with puppetry!
Some works are also for sale, including Photos and Jewellery :)
Allir eru velkomnir!
16.12.2016
Róið í land.
Þegar vélin bilar er gott að geta gripið til
vöðvaaflsins til að koma sér í land.
Á þessari mynd eru mágarnir Hjörtur Guðmundsson
til vinstri og Stefán Jósefsson til hægri
að róa í land með bilaðan utanborðsmótor á
lítilli skektu í austan kælu.