26.09.2011
Opið hús í Bjarmanesi á Skagaströnd mánudaginn 26. september kl. 18:00 – 20:00.
Farskólinn býður gesti velkomna kl. 18:00 – 20:00, til að kynna sér námskeið og námsleiðir, raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf, lesblindugreiningar og fleira. Stéttarfélögin Samstaða og Aldan kynna fræðslustyrki, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra kynnir nám við skólann og Vinnumálastofnun kynnir þjónustu sína.
Farskólinn kynnir
Ýmsa ráðgjöf og þjónustu
Tómstunda- og matreiðslunámskeið
Farskólinn býður upp á fjölbreytt úrval af tómstundanámskeiðum, s.s. þæfingu, teikningu, ostanámskeið og súpugerð.
Tungumálanám
Kynning á tungumálanámi. Enska fyrir byrjendur, danska og íslenska fyrir útlendinga. Norska?
Lengri námsleiðir sem gefa einingar
Kynning á lengri námsleiðum eins og Grunnmenntaskólanum, Skrifstofuskólanum, Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum og fl.
Léttar veitingar
Ásta Búadóttir, matreiðslumeistari og kennari hjá Farskólanum eldar dýrindis sjávarréttarsúpu fyrir gesti.
Lifandi tónlist
Ásdís Guðmundsdóttir syngur nokkur lög af nýjum diski Multi Musika.
22.09.2011
Nes listamiðstöð verður með opið hús í listamiðstöðinni í dag, fimmtudaginn 22. september kl 17 - 20. Listamenn mánaðarins verða á staðnum og sýna að hverju þau hafa verið að vinna að undanfarnar vikur. Meðal þess sem gefur að líta er vindharpa í smíðum, teikningar, innsetning um huldufólk og margt fleira.
Það væri gaman að sjá sem flesta.
22.09.2011
Fyrirhugað er að halda byrjendanámskeið fyrir fullorðna í gítarleik ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið stendur yfir í 5 vikur, tvö kvöld í viku klukkustund í senn.
Nú er tilvalið fyrir þá sem hafa alltaf langað að kunna undirstöðuatriðin á gítar að skella sér á námskeið og láta drauminn rætast – markmiðið er að hafa gaman saman og læra í leiðinni.
Kennt verður í hóp og farið verður yfir grunnhljóma og undirstöðuatriði. Námskeiðsgjald er 10.000 kr. og eru námskeiðsgögn innifalin í því.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 868-2842 og á netfanginu montecarlo@simnet.is
Síðasti dagur til að skrá sig er 30. September.
Jón Ólafur Sigurjónsson
02.09.2011
Hrefna Jóhannesdóttir verður 100 ára á morgun, laugardaginn 3. september 2011.
Hrefna er fædd á Skagaströnd 3. september 1911, dóttir Jóhannesar Pálssonar og Helgu Þorbergsdóttur sem lengst af bjuggu í Garði á Skagaströnd. Jóhannes og Helga eignuðust 16 börn og af þeim eru 3 á lífi.
Hrefna hefur dvalið allan sinn aldur á Skagaströnd. Hún er nú til heimilis á Dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd.
Hrefna tekur á móti vinum og vandamönnum í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd kl. 14 - 16 á afmælisdaginn.
29.08.2011
Í maí 2011 tók til starfa nýr réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Norðurlandi. Starfið er á vegum Velferðarráðuneytisins og nýtur réttindagæslumaður lögfræðilegrar aðstoðar þaðan. Svæðið sem nýtur þjónustu réttindagæslumanns er frá Hrútafirði til vesturs og að Bakkafirði til austurs. Á sama tíma og starfshlutfall réttingæslumanns var aukið í 75%, þá voru skyldur réttindagæslumanns einnig auknar frá því sem áður var skilgreint í lögum. Það starf sem réttindagæslumaður hefur með höndum samkvæmt reglugerðum í dag er:
· Fylgist með högum fatlaðs fólks og aðstoðar það við hvers konar réttindagæslu.
· Fatlað fólk getur leitað til réttindagæslumanns með hvaðeina sem varðar réttindi þess.
· Réttindagæslumaður veitir, þeim sem leita til hans, stuðning og aðstoðar hann við að leita réttar síns.
· Réttindagæslumaður getur tekið upp mál að eigin frumkvæði.
· Hver sá sem telur að brotið sé á réttindum fatlaðs fólks getur tilkynnt það réttindagæslumanni.
· Réttindagæslumaður stendur fyrir fræðslu fyrir fatlað fólk og þá sem starfa með því.
Sjá nánar um hlutverk réttindagæslumanns fatlaðs fólks í lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk; http://www.althingi.is/altext/139/s/1806.html
Áætlað er að trúnaðarmaður komi reglulega einu sinni í mánuði á Blönduós og verði með viðtöl við þá sem vilja. Næsta heimsókn á Blönduós er 9 september. En réttindagæslumaður mun vera á Blönduósi annan föstudag í mánuði fram til áramóta.
Guðrún Pálmadóttir er skipuð réttindagæslumaður á Norðurlandi til 1 árs. Hún hefur unnið sem þroskaþjálfi og ráðgjafi frá útskrift 1988 úr Þroskaþjálfaskólanum. Hún var uppeldislegur og meðferðalegur ráðgjafi í sínu starfi fyrir Félagsþjónustu Húnvetninga á árunum 1988- 2005. Árið 2004 lauk hún námi í EHÍ í verkefnastjórnun og vann frá 2005 - 2007 við að skipuleggja heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ. Hún hefur verið að vinna við stuðning innan félagsmálakerfisins og fleiri verkefni eftir að hafa lokið BA í sálfræði vorið 2010.
Guðrún Pálmadóttir
gudrun.palmadottir@rett.vel.is
858 1959
Aðsetur á Akureyri: Skrifstofa hjá Vinnueftirlitinu,
Skipagötu 14, 4. Hæð
25.08.2011
Konukvöld verður haldið laugardaginn 27. ágúst Kl.20:30 í Café Bjarmanes.
Þema kvöldsins er rautt. Gaman væri að mæta í rauðri flík eða með rauðan hatt eða rautt hárskraut, skart eða mæta í rauðu dansskónum sínum.
Sigga Kling mætir á svæðið og er með alveg nýtt prógram.
Tískúsýning frá Litlu Skvísubúðinni, og skvísur frá Skagaströnd sýna.
Andrea Kasper verður með zúmbakynningu. Guðlaugur Ómar mætir á svæðið og heldur uppi fjörinu með söng og gítarleik. Miðaverð er 1500. Kr.
p.s. Strákar þið megið koma kl. 23:30.
Café Bjarmanes.
24.08.2011
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
fimmtudaginn 25. ágúst 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Framkvæmdir ársins
2. Staðgreiðsla janúar – júlí 2011
3. Grunnskólinn
a) Starfsmannahald /skóladagatal
b) Samningur um skólamáltíðir
4. Lokun urðunarstaðar við Neðri Harrastaði
5. Bréf
a) Ungmennafélags Íslands, dags. 27. júní 2011.
b) Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 4. júlí 2011.
c) Húnaþings vestra, dags. 30. júní 2011.
d) Umhverfisráðuneytis, dags. 30. júní 2011.
e) Umhverfisstofnunar, dags. 19. maí 2011.
f) Heilbrigðiseftirlits Nl.vestra, dags. 7. júní 2011.
g) Orkusölunnar, dags. 1. júní 2011.
h) SSNV, dags. 14. júní 2011.
6. Fundargerðir
a) Fræðslunefndar, 27.06.2011.
b) Fræðslunefndar, 18.08.2011.
c) Skipulags- og byggingarnefndar, 25.07.2011
d) Tómstunda- og menningarmálanefndar, 15.06.2011
e) Tómstunda- og menningarmálanefndar, 28.06.2011
f) Tómstunda- og menningarmálanefndar, 06.07.2011
g) Tómstunda- og menningarmálanefndar, 14.07.2011
h) Tómstunda- og menningarmálanefndar, 20.07.2011
i) Tómstunda- og menningarmálanefndar, 27.07.2011
j) Stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún, 27.05.2011
k) Stjórnar Byggðasamlags um menningu og atvinnumál í A-Hún, 27.06.2011
l) Stjórnar SSNV, 08.06.2011
m) Stjórnar SSNV, 07.07.2011
n) Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 27.05.2011
o) Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 24.06.2011
p) Heilbrigðisnefndar Nl. vestra, 06.06.2011
7. Önnur mál.
Sveitarstjóri
24.08.2011
Djásn & dúllerí…er að fara í frí….
Sunnudagurinn 28. ágúst er síðasti opnunardagur fyrir vetrarfrí hjá handverks og hönnunargalleríinu á Skagaströnd sem staðsett er í kjallaranum á gamla kaupfélagshúsinu við höfnina.
Opið er frá kl.14 -18 eins og alltaf. Bæjarbúar og nærsveitamenn eru hvattir til að koma og gera góð kaup á íslensku handverki og hönnun úr heimabyggð,…. eða bara kíkja í kaffi. J
Djásn & dúllerí
24.08.2011
Fyrri haustgöngur fara fram sunnudaginn 11. september 2011. Seinni haustgöngur fara fram sunnudaginn 18.september 2011. Eftirleitir verða 24.september 2011.
Gangnaforingi er Rögnvaldur Ottóson
Réttarstjóri í fjárrétt Sigrún Guðmundsdóttir
Réttarstjóri í hrossarétt er Rögnvaldur Ottósson
Farið fram Hrafndal og fram í Ármót, vestur Brandaskarð með hreppagirðingu að norðan. Spákonufellsborg að sunnanverðu að Hrafná að Fellsrétt. Undanskilin er skógræktargirðing.
Í borgina leggi eftirtaldir til menn:
Fyrri göngur Seinni göngur
Rögnvaldur Ottósson 1 1
Hallgrímur Hjaltason 3 3
Magnús Guðmannsson 1 1
Guðjón Ingimarsson 2 2
Rúnar Jósefsson 1 1
Vignir Sveinsson 1 1
Sævar Hjaltason 1
Í eftirleit fara fjórir menn. Þær annast Rögnvaldur Ottósson.
Með vísan til 20. greinar fjallskilareglugerðar „Hafi búfjáreigandi engan hæfan mann til fjallskila og getur eigi útvegað hann, skal hann tilkynna hreppsnefnd eða fjallskilastjóra það skriflega fjórum dögum áður en fjallskilin eiga að vinnast, en þessir aðilar útvega mann eða annað sem vantar, svo sem hesta eða fæði, og borgar þá búfjáreigandi allan kostnað, sem af fjallskilum leiðir, án tillits til mats á þeim“
Að öðru leyti en hér greinir fer um skyldur og réttindi manna eftir fjallskilasamþykkt fyrir Austur-Húnavatnss
Fjallskilanefnd Skagabyggðar, Skagabúð 21.ágúst 2011
23.08.2011
Lokað verður fyrir vatnið í Mýrinni og á Hólanesinu fimmtudaginn 25. ágúst 2011
frá kl. 8:00 og fram eftir degi.
Sveitarstjóri.