05.01.2010
Björgunarsveitin Strönd og Umf. Fram vilja koma á framfæri þökkum til fólks og fyrirtækja vegna flugeldaviðskipta á liðnu ári.
Jafnframt vilja félögin koma sérstökum þökkum til eftirtalinna aðila sem styrktu flugeldasýningu 2009.
Menningarsj. hjónanna frá Garði
Sveitarfélagið Skagaströnd
Fiskmarkaður Íslands
Djúpavík ehf
Laura ehf
Fisk Seafood
Kántrýbær
Hefill ehf
Vélaverkstæði Skagastrandar
Landsbankinn
Samkaup
Olís
Sjóvá – Almennar
Sorphreinsun VH
Vík ehf
Trésmiðja Helga Gunnars
Rafmagnsv. Neistinn
Vélaleiga Guðm. Björns.
H- 59 ehf
Toppnet ehf
Snorraberg
Marska ehf
Elva bókhaldsstofa
Vörumiðlun
Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf
S.J. útgerð ehf
Víva hár og snyrtistofa
04.01.2010
Á nýju ári er ekki úr vegi að óska lesendum sem og landsmönnum öllum gleði og farsældar á nýju ári. Meðfylgjandi mynd var tekin við sólarlag í byrjun síðasta desember við golfvöllinn á Skagaströnd.
17.12.2009
Sorphreinsun VH losaði endurvinnslutunnurnar á Skagaströnd í fyrsta skipti í gær, miðvikudaginn 16. des. Þar sem um breytingu á meðferðs sorps var að ræða hefur verið nokkur eftirvænting að vita hvernig fólk hefði tekið þeim nýju siðum að flokka og greina ruslið. Endurvinnslutunnurnar eru búnar að vera í notkun í 4 vikur og á þeim tíma hafði safnast 1.200 kg í þær 200 tunnur sem fóru út. Þetta telst mjög góður árangur og greinilegt að fólk hefur tekið þeirri nýbreytni vel að taka þátt í flokkun og er meðvitað um mikilvægi þess að beina sorpinu í betri farveg en að setja það allt til urðunar. Áætla má að sorpmagnið sem fer til urðunar hafi minnkað um allt að 10% strax á fyrsta mánuði. Ef þessi árangur helst verður sorp sem fer til endurvinnslu frá íbúum á Skagaströnd tæp 15 tonn á ári og góðar líkur á að enn betir árangur náist í framtíðinni miðað við þær jákvæðu viðtökur sem Endurvinnslutunnan hefur fengið.
14.12.2009
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
þriðjudaginn 15. desember 2009 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2010
a) Forsendur fjárhagsáætlunar 2010
b) Útsvarsálagning
c) Álagning fasteignagjalda
2. Minnisblað um hitaveitu
3. Fjallskilamál
4. Viljayfirlýsing ríkis og sveitarfélaga um þjónustu við fatlaða
5. Ársreikningur Tónlistarskóla Austur Húnvetninga 2008
6. Bréf:
a) Textílseturs Íslands, dags. í nóv. 2009
b) Umhverfisstofnunar, dags. 5. nóv. 2009
c) Farskóla Nl. vestra, dags. 6. nóv. 2009
d) Völundarverk – Reykjavík, dags. 10. nóv. 2009
e) Heilbrigðiseftirlits Nl. vestra, dags. 16. nóv. 2009
f)UMFÍ, dags. 10. nóv. 2009
g) Stígamóta, dags. í nóv. 2009
h) Heimilisiðnaðarsafnsins, dags. 17. nóv. 2009
7. Fundargerðir:
a) Hafnarnefndarfundur, 16.11.2009
b) Stjórnar Norðurár bs. 6.09.2009
c) Félags- og skólaþjónustu A-Hún, 20.10.2009
d) Stjórnar SSNV, 10.11.2009
e) Stjórnar Sambands ísl. sveitafélaga, 27.11.2009
8. Önnur mál
Sveitarstjóri
14.12.2009
Á hverjum degi kl. 17:00, til 23. des. býður Menningarfélagið Spákonuarfur upp á sögustund og jólastemmingu í Árnesi. Lagt er upp úr að hafa jólastemmingu eins og í gamla daga. Kvæði og sögur um jólasveinana og er einn jólasveinn tekinn fyrir á hverjum dagi. Börn á öllum aldri velkomin(líka pabbar,mömmur,afar og ömmur. Engin aðgangseyrir,bara að koma með jólaskapið og gleðina.
Menningarf.Spákonuarfur
14.12.2009
Höfðaskóli efnir til samkeppni um skólasöng (lag og texti) og merki skólans.
Lagið þarf að vera í þægilegri söngtóntegund og textinn þarf að einhverjum hluta að passa einkennisorðum skólans.
Merki skólans verður notað sem táknmynd hans á opinberum vettvangi.
Einkennisorð skólans eru styrkur, vinsemd, virðing.
Þátttakendur skila hugmyndum sínum til skólastjóra fyrir 1. febrúar 2010.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans www.hofdaskoli.skagastrond.is .
10.12.2009
Di Ball er listamaður í Nes listamiðstöð og hún verður spyrill, dómari og alvaldur Drekktu betur í Kántrýbæ í kvöld, föstudaginn 11. desember kl. 21:30.
Margir Skagstrendingar þekkja Di. Hún er afskaplega hress og kát. Þótti stórmerkilegt að sjá snjóinn, norðurljósin og ekki síður Skagstrendinga.
Hún ætlar að spyrja um hitt og þetta. Auðvitað verða ýmsar spurningar um Ástralíu, einnig ætlar hún að spyrja um Skagaströnd og svo almennt um lífið og tilveruna.
Ólafía Lárusdóttir mun þýða spurningarnar svo ekkert fari framhjá þátttakendum.
Að spurningakeppninni lokinn mun Di kannski taka lagið en hún er bráðsnjöll kántrýsöngkona og var í hljómsveitum hér áður fyrr í heimalandi sínu.
09.12.2009
Gunnar Þórðarson verður með tónleika í Kántrýbæ fimmtudagskvöldið 10.desember kl. 21.
Allir þekkja Gunnar, hann hefur í langan tíma verið einn af vinsælustu tónlistamönnum þjóðarinnar. Nú kemur hann til Skagastrandar og sest með gítarinn á sviðið í Kántrýbæ og spilar og syngur mörg af sínum bestu lögum.
Gunnar verður einn á ferð og því er þetta einstakt tækifæri til að kynnast manninum, tónskáldinu og skemmtikraftinum.
Tónleikarnir eru í boði Minningarsjóðsins um hjónin frá Garði og Vindhæli.
Aðgangur er ókeypis.
07.12.2009
Skagstrendingurinn Róbert Björn Ingvarsson sigraði í 800 m hlaupi í hinu árlega Silfurmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem haldið var 21. nóvember í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Hann keppti í flokki stráka 12 ára.
Mótið er ætlað börnum og unglingum á aldrinum 8-16 ára og mættu til leiks 571 keppandi víðsvegar af landinu.
Róbert Björn varð einnig í 6. sæti í 60.m hlaupi.
Stefán Velemir varð í 3. sæti í kúluvarpi sveina 15-16 ára.
Valgerður G. Ingvarsdóttir keppti í þremur greinum, langstökki, 60 m hlaupi og 600 m hlaupi í flokki hnáta 9 til 10 ára. Hún náði 11. sæti í báðum hlaupunum.
Sannarlega glæsilegur árangur Skagstrendingana.
02.12.2009
Vegna veikinda hefur því miður reynst nauðsynlegt að taka þá ákvörðun að hætta við jólahlaðborðið í Kántrýbæ að þessu sinni. Jólahlaðborðið var á dagskránni 4. og 5. desember og hefur verið hætt við þau báða dagana.
Kántrýbær verður lokaður helgina 4. til 6. desember.