AFMÆLISHÁTÍÐ - VÍÐAVANGSHLAUP

AFMÆLISÁR 2006 UMF FRAM, 80 ÁRA, 1926-2006 AFMÆLISHÁTÍÐ - VÍÐAVANGSHLAUP Sunnudaginn næstkomandi 18. júní ætlar U.M.F. Fram að halda víðavangshlaup og í framhaldi af því að stofna til afmælishátíðar. Víðavangshlaupið hefst kl 16:00 og eiga keppendur og stuðningsfólk að mæta við gamla pósthúsið. Eftir að hlaupinu lýkur höldum við afmælishátíð þar sem verður grillað og farið í leiki. KOMUM SAMAN OG HÖFUM GAMAN. Stjórn U.M.F. Fram

Stórtónleikar í íþróttahúsinu á Skagaströnd

Föstudaginn 16. júní kl 17.00 verða stórtónleikar norrænna karlakóra í íþróttahúsinu á Skagaströnd. Þá munu karlakórar frá vinabæjum Skagastrandar í Ringerike, Växjö og Lohja syngja ásamt Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Dagskráin er þannig upp byggð að kórarnir syngja bæði hver fyrir sig og allir saman. Okkur býðst því einstakt tækifæri til að heyra skemmtilegan söng frá öðrum norðurlöndum og jafnframt hlýða á stærsta karlakór sem sungið hefur í Húnaþingi. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangseyrir 1000 kr. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og Höfðahreppur.

Dagskrá sjómannadagsins

Dagskrá sjómannadagsins á Skagaströnd helgina 9.-10. júní 2006 Föstudagurinn 9.júní 2006. 21:00-24:00 Unglingadansleikur. Hljómsveitin Ulrik leikur fyrir dansi í Fellsborg Aldurstakmark 11-16 ára (árg.1990-1995).Meðferð áfengis er bönnuð. Laugardagur 10.júní 2006. KL. 09:00 Skemmtisigling með Örvari HU 2 KL. 10:30 Skrúðganga frá höfninni til kirkju undir forystu lögreglumanna. KL. 11:00 Sjómannadagsmessa í Hólaneskirkju. Að messu lokinni verður lagður blómakrans við minnismerki drukknaðra sjómanna til að heiðra minningu þeirra. KL. 13:30 Skemmtun á hafnarhúsplani. Kappróður - leikir - skemmtikraftar. KL. 15:30 Kaffisala og listsýning í Höfðaskóla. Rósa Björk Blöndal Einarsdóttir sýnir blýantsteikningar. KL. 17:00 Bíó í Fellsborg. Sýnd verður myndin Ace Age 2, miðaverð 500 kr. KL. 23:00 Stórdansleikur í Fellsborg. Hljómsveitnin Ulrik leikur fyrir dansi til kl.03:00 Góða Skemmtun. Björgunarsveitin Strönd

Sýning á teikningum(skopteikningum)

Sýning á teikningum(skopteikningum) Sveinbjörns Blöndal opnar í KaffiViðvík, Skagaströnd föstudaginn 9. júní. Sveinbjörn Blöndal er fæddur árið 1932 og ólst upp á Siglufirði. Sveinbjörn stundaði nám í Myndlista og –handíðaskóla Íslands. Hann hefur haldið myndlistasýningar víða um land og hafa verk hans fengið mjög góðar viðtökur. Sveinbjörn Blöndal bjó lengst af á Skagaströnd en flutti fyrr nokkrum árum til Hafnarfjarðar. Á þessari sýningu er brugðið upp nokkrum teikningum hans með sérstakri áherslu á skopmyndir. Er þetta í fyrsta sinn sem sérstök sýning er haldin á þessum verkum listamannsins. Opnunartími Kaffi Viðvíkur í sumar. Sunnudaga – fimmtudaga kl:14:00- 22:00 Föstudaga og laugardaga kl:14:00- 23:30

Kaffi Viðvík "Húsið við hafið"

Nú höldum við að sumarið sé örugglega komið. Kaffi Viðvík opnar föstudaginn 9. júní kl:14:00. Sýning á teikningum eftir Sveinbjörn Blöndal verður opnuð á sama tíma. Opnunartími kaffihússins í sumar: Sunnudaga – fimmtudaga kl: 14:00 – 22:00 Föstudaga og laugardaga kl: 14:00 – 23:30 Verið velkomin Kaffi Viðvík Skagaströnd Sími 452 2840

Sumarstarf U.M.F. Fram 2006

Sumarstarf U.M.F. Fram 2006 Drög að tímatöflu: MánudagurÞriðjudagurMiðvikudagurFimmtudagur 10:00-12:00 Kofar-Frjálsar 6-13 áraKofar-Frjálsar 6-13 áraKofar-Frjálsar 6-13 ára 16:00-17:00Fótboltaskóli kk og kvk 6-9 ára Fótboltaskóli kk og kvk 6-9 ára 17:00-18:00Fótbolti kk og kvk 10-12 áraFótbolti kk og kvk 10-12 ára Fótbolti kk og kvk 10-12 ára 18:00-19:00Fótbolti kk og kvk 13-16 áraFótbolti kk og kvk 13-16 ára Fótbolti kk og kvk 13-16 ára · Kofar – Frjálsar – skólagarðar byrja samkv. tímatöflu 20. júní og standa til 11. ágúst. Umsjónarmenn: Birna Sveinsd. og Elva Þórisd. · Fótboltaskóli byrjar samkv. tímatöflu 6. júní og stendur til 15. ágúst. Umsjónarmaður: Helena Bjarndís Bjarnad. MÆTING Á SPARKVELLI. · Fótbolti byrjar samkv. tímatöflu 6. júní og stendur til 15. ágúst. Umsjónarmenn: Helena Bjarndís Bjarnadóttir og Guðmundur Kristinn Vilbergsson. Æfingagjöld fyrir sumarið: Árgangar: Kofar-frjálsar 5.000 kr Börn fædd 1993-2000 Fótboltaskóli 3.000 kr Börn fædd 1997-2000 Fótbolti 9.000 kr Börn fædd 1990-1996 GENGIÐ VERÐUR FRÁ SKRÁNINGUM FLJÓTLEGA EFTIR AÐ STARF HEFST Stjórn U.M.F Fram

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Árlegt Kvennahlaup ÍSÍ verður haldi á Skagaströnd sunnudaginn 11. júní. Gengið/hlaupið verður frá tjaldstæðinu kl. 17:00 Allar konur geta tekið þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ á sínum forsendum, óháð aldri og líkamlegri getu. Skráning er í Söluskálanum, skráningargjald er kr. 1.000 Allir þátttakendur fá bol og verðlaunapening.

Þrifahönd á Skagaströnd

Ágætu Skagstrendingar! Nú vorar sem óðast eftir síðbúið vorhret og senn líður að sjómannadegi. Það er því kominn tími til að taka til hendinni og þrífa til eftir veturinn. Höfðahreppur býður þá þjónustu að koma með bíl þriðjudaginn 6. júní nk.til að hreinsa upp rusl sem sett verður út fyrir lóðamörk. Til að nota þá þjónustu þarf að hafa samband við Ágúst í síma 899 0895 eða Þröst í síma 892 2933 fyrir hádegi á þriðjudag og greina frá hvaða rusl eigi að taka. Sveitarstjóri

Skrifstofubrautin á Blönduósi og Skagaströnd

Eftir að fréttir um að skrifstofustörf yrðu flutt norður í Húnavatnssýslur í byrjun árs 2006 ákváðu Svæðisvinnumiðlun Norðurlands vestra og Héraðsnefnd Austur Húnvetninga að taka höndum saman og koma á fót námi sem undirbyggi fólk undir slík störf. Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra var fenginn til að skipuleggja námið og halda utan um það. Vinnumálastofnun, Héraðsnefnd Austur Húnvetninga, Blönduóssbær og Höfðahreppur fjármögnuðu verkefnið með beinum fjárframlögum. Stéttarfélagið Samstaða koma einnig að verkefninu með einstaklingsstyrkjum til sinna félagsmanna. Í upphafi var tekin sú ákvörðun að þegar upp væri staðið þyrfti hver nemandi ekki að greiða nema 10.000 krónur úr eigin vasa. Námið var 168 kennslustundir að lengd og kennt þrjú kvöld vikunnar, fjóra tíma í senn. Námsgreinar skiptust þannig: Sjálfsstyrking og samskipti 8 kennslustundir, tölvugreinar 84 kest., verslunarreikningur 28 kest., bókhald 36 kest., þjónusta við viðskiptavini 8 kest og gerð ferilskrár 4 kest. Kennsla fór fram í Höfðaskóla og Grunnskólanum á Blönduósi. Ekki var hægt að nýta Námsstofu Skagastrandar í þetta verkefni að þessu sinni vegna stærðar hópsins. Þeir nemendur sem stóðust kröfur um mætingu í tölvuhlutanum og próf í verslunarreikningi og bókfærslu fengu nám sitt metið til eininga við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Alls var námið metið til 8 eininga. Kennarar voru heimamenn fyrir utan þjónustuþáttinn; hann kenndi Erla Björg Guðmundsdóttir frá Símey á Akureyri. Á Skagaströnd voru eftirtaldir kennarar; Björn Ingi Óskarsson, Sigurður Guðmundsson og Jensína Lýðsdóttir. Á Blönduósi voru kennarar; Ingibjörg María Aadnegard, Helgi Arnarson, Vilhjálmur Stefánsson og Kristján Blöndal. Líney Árnadóttir og Sigrún Þórisdóttur frá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands vestra kenndu samskipti og sjálfsstyrkingu og Líney sá um ferilskrána. Þann 31. maí útskrifuðust 19 manns úr náminu á Skagaströnd við hátíðlega athöfn í Kaffi Viðvík. Á Blönduósi fór útskrift fram á kaffihúsinu Við Árbakkann og útskrifuðust 22 nemendur.

Kosningaúrslit 27. maí 2006

Kosningaúrslit 27. maí 2006. Á kjörskrá 377 Atkvæði greiddu 332 Á kjörstað 239 Utankjörfundar 93 Kjörsókn 88% ( 1998-91.9%) ( 1994-92.2%) Á kjörstað: S-listi 141 59.8% L-listi 95 40.2% Auðir/ógildir 3 Utankjörfundar S-listi 57 62% L-listi 35 38% Auður 1 Kosningaúrslit: S-listi 198 60.4% L-listi 130 39.6% Auðir/óg. 4 Í hreppsnefnd til næstu fjögurra ára voru kosin: af S-lista: Adolf H. Berndsen Birna Sveinsdóttir Halldór G. Ólafsson af L-lista Sigríður Gestsdóttir Erla Jónsdóttir