Styrkir til nemenda á framhalds- og háskólastigi

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur ákveðið að veita styrki til nemenda á framhalds- og háskólastigi sem nemur 20 þús. kr. skólaárið 2009-2010. Styrkirnir eru veittir til jöfnunar á námskostnaði fjarri heimabyggð. Umsóknum um styrki skal skilað til skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 26. febrúar 2010. Nemendur á framhalds- og háskólastigi sem eiga lögheimili á Skagaströnd og fullnægja skilyrðum í reglum um styrkina eiga rétt á umræddum námsstyrk frá Sveitarfélaginu Skagaströnd. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu sveitarfélagsins. Reglur um styrkina má finna hér og umsóknareyðublað hér. Skagaströnd, 13. janúar 2010. Fyrir hönd sveitarstjórnar Sveitarstjóri

„Elska þig“ úr Kántrýbæ á Youtube

Tónleikar Mannakorns í Kántrýbæ þann 11. október í haust eru eflaust mörgum minnisstæðir. Þar léku hinir landsþekktu og frábæru tónlistarmenn Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson, Ellen Kristjánsdóttir, Gunnlaugur Briem og Eyþór Gunnarsson af þvílíkri innlifun að unun var á að hlýða. Fyrir nokkru rataði upptaka af laginu „Elska þig“ sem Ellen Kristjánsdóttir syngur inn á Youtobe, sem út af fyrir sig er ekkert merkilegt nema fyrir þá sök að upptakan var gerð í Kántrýbæ á áðurnefndum tónleikum. Lagið er eitt vinsælasta lag ársins 2009 og óhætt að fullyrða að flutningur þess tókst afar vel í Kántrýbæ og það fæst staðfest á upptökunni. Lagið er að finna á þessari slóð: http://www.youtube.com/watch?v=XirNxRKU9Nk

Drekktu betur á föstudaginn kl 21:30!

Ólafía Lárusdóttir er spyrill, dómari og alvaldur í spurningakeppninni Drekktu betur sem haldin verður í Kántrýbæ föstudagskvöldið 15. janúar kl. 21:30 Hún starfar í Nes listamiðstöðinni, sér um að listamönnunum líði vel og reksturinn gangi snurðulaust fyrir sig.  Ólafía hefur áður verið spyrill, dómari og alvaldur í Drekktu betur og einnig verið svo heppin að vinna.  Hún lofar skemmtilegum spurningum; fimm spurningum um Venezuela, öðrum fimm um Skagaströnd, aftur fimm um kvikmyndir og sjónvarpsþætti og síðasta fimman verður um jólabækurnar. Loks verða 10 spurningar um allt milli himins og jarðar.

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 13. janúar 2010 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun 2010 2. Bréf: a) Nils Posse bæjarstjóra Växjö, dags. 4. des. 2009 b) Siglingastofnunar, dags. 15. des. 2009 c) Alta, ráðgjafastofu, dags. 26. nóv. 2009 d) Ámundakinnar ehf. dags. á aðventu 2009 3. Fundargerðir: a) Stjórnar SSNV, 8.12.2009 b) Sambands ísl. sveitarfélaga, 11.12.2009 4. Önnur mál Sveitarstjóri

Skíðaferð í Tindastól

Rútuferð verður frá íþróttahúsinu á Skagaströnd kl 10 laugardaginn 9. janúar á skíðasvæðið í Tindastól. Nægur snjór er í fjallinu og kominn tími til að taka fram skíði og bretti. Rútufarið er án endurgjalds og allir velkomnir. Umf. Fram

Björgunarsveitin og Ungmennfélagið þakka fyrir sig

Björgunarsveitin Strönd og Umf. Fram vilja koma á framfæri þökkum til fólks og fyrirtækja vegna flugeldaviðskipta á liðnu ári.  Jafnframt vilja félögin koma sérstökum þökkum til eftirtalinna aðila sem styrktu flugeldasýningu 2009. Menningarsj. hjónanna frá Garði Sveitarfélagið Skagaströnd Fiskmarkaður Íslands Djúpavík ehf Laura ehf Fisk Seafood Kántrýbær Hefill ehf Vélaverkstæði Skagastrandar Landsbankinn Samkaup Olís Sjóvá – Almennar Sorphreinsun VH Vík ehf Trésmiðja Helga Gunnars Rafmagnsv. Neistinn Vélaleiga Guðm. Björns. H- 59 ehf Toppnet ehf Snorraberg Marska ehf Elva bókhaldsstofa Vörumiðlun Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf S.J. útgerð ehf Víva hár og snyrtistofa

Gleðilegt ár

Á nýju ári er ekki úr vegi að óska lesendum sem og landsmönnum öllum gleði og farsældar á nýju ári. Meðfylgjandi mynd var tekin við sólarlag í byrjun síðasta desember við golfvöllinn á Skagaströnd.