01.02.2012
verður í Félagsheimilinu á Skagaströnd laugardaginn
4. febrúar 2012.
Húsið opnað kl. 20:00.
Borðhald hefst stundvíslega kl. 20:30.
Veislustjóri er Lárus Ægir
Skemmtiatriði að hætti heimamanna
Kvenfélagskonur sjá um matinn.
Hljómsveitin Upplyfting sér um að halda uppi
fjörinu til klukkan 03:00.
Miðasala verður í félagsheimilinu miðvikudaginn 1. febrúar
á milli klukkan 16:00 og 17:00
Miðaverð kr. 6.500.
Ellilífeyrisþegar ásamt unglingum
fæddum árið 1996 greiða kr. 5.500.
Erum ekki með posa
Kvenfélagið Eining
27.01.2012
Nes Listamiðstöð býður þér í opið hús sunnudagur 29. janúar kl 17:00-19:00.
Listamenn mánaðarins sem munu kynna verk sín eru: Christin Lutze frá Þýskaland, Dan-ah Kim frá Bandaríkjunum, Elsa Di Venosa og Hugo Deverchere frá Frakklandi, Sigbjørn Bratlie frá Noregi og Tomoko Ogai frá Japan. Boðið verður upp á léttar veitingar og fjölskyldur hjartanlega velkomnar.
Nes listamiðstöð
23.01.2012
Kynningarfundur
um hitaveitu fyrir íbúa
Skagaströnd
RARIK ohf heldur kynningarfund
í Fellsborg á Skagaströnd
miðvikudaginn 1. febrúar
um fyrirhugaða hitaveitu til Skagastrandar.
Á fundinum verður einkum fjallað um þann þátt
framkvæmda er snýr að íbúum í þéttbýlinu á Skagaströnd.
Þar munu talsmenn RARIK gera grein fyrir
verkefninu og svara fyrirspurnum um einstaka
þætti þess.
Fundurinn hefst kl. 17.30
Allir velkomnir.
23.01.2012
Sorphirðudagatal 2012 hefur verið sett inn á vefinn:
http://www.skagastrond.is/flokkun.asp
Sveitarstjóri
23.01.2012
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2012 tók sveitarstjórn Skagastrandar ákvörðun um eftirfarandi almennan stuðning við tómstundastarf og nám:
Frístundakort
Samþykkt var að bjóða frístundakort sem nemi allt að 15 þúsund króna styrk fyrir hvert grunnskólabarn sem tekur þátt í íþrótta og æskulýðsstarfi. Ákvörðun gildir um íþrótta- og æskulýðsstarf sem fram fer á tímabilinu 1. september 2011 til 31. desember 2012.
Frístundakortin ná til starfsemi íþróttafélaga auk hverskonar skipulagðs félags- og tómstundastarfs sem stendur í sex vikur eða lengur og greitt er fyrir með þátttökugjaldi. Þar að auki gildir kortið fyrir aðra tómstundaiðkun, s.s. tónlistar- og listnám. Síðasti greiðsludagur vegna tímabilsins er 15. janúar 2013.
Til að fá endurgreiðslu vegna frístundastarfs þarf að framvísa á skrifstofu sveitarfélagsins greiðslukvittun sem sýnir fyrir hvaða frístundastarf er greitt og fyrir hvaða barn.
Námsstyrkir
Samþykkt var að veita styrki til nemenda á framhalds- og háskólastigi sem nemur 20 þús. kr. skólaárið 2011-2012 en styrkirnir eru veittir til jöfnunar á námskostnaði fjarri heimabyggð.
Umsóknum um styrki skal skilað til skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 26. febrúar 2012.
Nemendur á framhalds- og háskólastigi sem eiga lögheimili á Skagaströnd og fullnægja skilyrðum í reglum um styrkina eiga rétt á umræddum námsstyrk frá Sveitarfélaginu Skagaströnd.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu sveitarfélagsins og á heimasíðunni hér.
Umsóknareyðublað
17.01.2012
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
miðvikudaginn 18. janúar 2012 í Bjarmanesi kl 1800.
Dagskrá:
1. Sjóvarnir
Yfirlitsskýrsla Siglingastofnunar
2. Bréf
a) Húnavatnshrepps, dags. 4. janúar 2012.
b) UMFÍ, dags. 3. janúar 2012.
3. Fundargerðir
a) Byggðasamlags um menningu og atvinnumál í A-Hún, 1.12.2012
b) Stjórnar SSNV, 22.12.2012
c) Heilbrigðisnefndar Nl. vestra, 15.12.2012
4. Byggðakvóti 2012
Tillaga um sérstök skilyrði fyrir byggðakvóta
5. Önnur mál
Sveitarstjóri
09.01.2012
Nes Listamiðstöð býður í "potluck" miðvikudaginn 11. janúar kl 18:30 í listamiðstöðinni. Til staðar verða listamennirnir Christin Lutze, Hugo Deverchere, Elsa Di Venosa, Tomoko Ichimura, Dan-ah Kim og Sigbjörn Bratlie sem munu kynna verk sín.
Þeim sem taka þátt í "potluck" er bent á að taka með þér rétt á hlaðborðið. Fjölskyldur eru hjartanlega velkomnar.
--
Jacob and Andrea Kasper
Interim Project managers
Nes Artist Residency
Fjörubraut 8
545 Skagaströnd
http:\\neslist.is
09.01.2012
Vegna breytinga á húsnæði bókasafnsins í Fellsborg flytur safnið starfsemi sína í kjallara Bjarmaness. Einungis hluti bókanna verður fluttur og settur upp þar en leitast við að hafa nýjustu og vinsælustu bækurnar til útláns.
Opnunartími bókasafnsins í Bjarmanesi verður:
Mánudaga kl. 16 – 19
Miðvikudaga kl. 15 – 17
Fimmtudaga kl. 15 - 17
Bókasafnsvörður
06.01.2012
Sveitarfélagið Skagaströnd og RARIK hafa gert samning um lagningu hitaveitu til Skagastrandar. Fyrir liggur hönnun dreifikerfis um byggðina á Skagaströnd sem lögð verður til grundvallar efnispöntun og útboði framkvæmda við lagningu kerfisins.
Til að tryggja sem besta niðurstöðu og réttasta lýsingu á efni og vinnu er auglýst eftir athugasemdum við fyrirhugaðar lagnaleiðir. Sérstaklega er skorað á húseigendur á Skagaströnd að kynna sér uppdrátt sem birtur er á heimasíðunni www.skagastrond.is/hitaveita.asp og liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og gera athugasemdir ef þeir telja að lagnaleiðir megi betur fara.
Sérstaklega skal tekið fram að nákvæm staðsetning heimæðar í hvert hús verður ekki ákveðin með umræddum uppdrætti en haft verður samráð við húseigendur um það þegar að framkvæmdatíma kemur.
Samhliða lögnum hitaveitunnar verða lagðar ljósleiðaralagnir til þeirra sem taka inn hitaveitu og þarf að gera ráð fyrir inntaksboxi ljósleiðara fyrir innan húsvegg.
Frestur til athugasemda við uppdráttinn er veittur til 6. febrúar 2012 og skal athugsemdum komið á framfæri á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar með því að leggja þar fram skriflegar athugsemdir eða með tölvupósti á magnus@skagastrond.is og taeknifr@skagastrond.is
Sveitarstjóri
03.01.2012
Sveitarstjórn Skagastrandar boðar til íbúafundar um samning við RARIK um hitaveitumál fimmtudaginn 5. janúar nk. kl 17.30 í Fellsborg.
Á fundinum mun samningurinn og það sem af honum leiðir verða kynnt fyrir íbúum.
Sveitarstjóri